Tenglar

Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði. Kirkjufellið í baksýn.
Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði. Kirkjufellið í baksýn.

Jón Eggert Bragason, skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN)  í Grundarfirði, kemur í heimsókn á Reykhóla og kynnir það sem í boði er í fjarnámi skólans. Kynningin verður í matsal Reykhólaskóla kl. 18 annað kvöld, miðvikudagskvöld. Forsvarsmenn Reykhólahrepps hvetja sem allra flesta til að nýta sér þetta einstaka tækifæri.

...
Meira
Ingibjörg Birna, Jón Bjarnason og Andrea við undirskriftina.
Ingibjörg Birna, Jón Bjarnason og Andrea við undirskriftina.
1 af 5

Samningur um kaup Reykhólahrepps á landinu undir Reykhólaþorpi af ríkinu var undirritaður á laugardag. Þetta eru um 98 hektarar lands og kaupverðið rétt tæplega 17,5 milljónir króna. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ásamt Árna Snæbjörnssyni aðstoðarmanni sínum (sem er frá Stað í Reykhólasveit) og fulltrúar hreppsins, þau Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri, Andrea Björnsdóttir oddviti og Sveinn Ragnarsson formaður skipulagsnefndar, hittust á miðri leið milli Reykjavíkur og Reykhóla í veitingaskálanum Baulu í Borgarfirði til þess að skrifa undir. Þar með standa Reykhólar loksins á eigin landi.

...
Meira
Rebekka gjaldkeri, Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri sem veitti tækjunum viðtöku á hátíðinni og Eyvindur ritari.
Rebekka gjaldkeri, Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri sem veitti tækjunum viðtöku á hátíðinni og Eyvindur ritari.

Á fullveldishátíð Reykhólaskóla fyrir helgina afhenti foreldrafélag skólans, með stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka, skólanum til afnota og varðveislu Sony-upptökuvél ásamt aukabúnaði, samtals að verðmæti kr. 147.000. Fyrirspurn hvort möguleiki væri á þessu barst félaginu í haust og brást stjórn þess við og sendi fyrirtækjum og félagasamtökum á svæðinu beiðni um stuðning. Nokkur árangur varð af því en ennþá er hægt að styðja þetta mál með því að leggja inn á reikning félagsins, 0153-15-310153, kt. 590673-0489.

...
Meira
1 af 3

Fjöldi mynda frá fullveldishátíð Reykhólaskóla sem haldin var í íþróttahúsinu á föstudagskvöld er kominn inn í Ljósmyndir > Myndasyrpur í valmyndinni hér vinstra megin.

...
Meira
Verslunarstaðurinn gamalkunni Borðeyri við Hrútafjörð er í Bæjarhreppi. Ljósm. Sögusmiðjan.
Verslunarstaðurinn gamalkunni Borðeyri við Hrútafjörð er í Bæjarhreppi. Ljósm. Sögusmiðjan.
1 af 2

Sameining Bæjarhrepps í Strandasýslu og Húnaþings vestra var samþykkt í almennum kosningum í báðum sveitarfélögunum í dag. Þátttaka var mikil í Bæjarhreppi en hlutfallslega miklu minni í Húnaþingi vestra. Í Bæjarhreppi var hins vegar mun minni áhugi á sameiningu. Þar sögðu 63,9% já en 36,1% sögðu nei. Í Húnaþingi vestra sögðu 83,9% já en 15,4% sögðu nei. Liðlega 1.100 íbúar eru í Húnaþingi vestra en rétt um 100 manns í Bæjarhreppi. Í Húnaþingi vestra greiddu 323 atkvæði en 61 í Bæjarhreppi.

...
Meira

Margir líta eflaust hýru auga til fjögurra lóða sem Reykhólahreppur áætlar að úthluta í náttúruperlunni Flatey á Breiðafirði. Þar eru fyrir vel varðveitt hús sem sýna þorpsmynd 19. aldar, hús sem mörg hver hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og eru afar falleg. Lóðirnar fjórar eru við svokallaðan Tröllenda, vinstra megin við veginn sem genginn er frá höfninni í átt að þorpinu, meðal annars gegnt sumarhúsi stjórnarráðsins sem byggt var á áttunda áratug liðinnar aldar.

...
Meira
2. desember 2011

Bomm kom í heiminn 11.11.11

1 af 2

Vefsíðan Bomm.is sem er vefverslun og aukageta Hildar Jakobínu Gísladóttur, félagsmálastjóra Stranda og Reykhólahrepps, kom í heiminn 11.11.11. Þar fást bolir og fleira fyrir ófrískar konur. „Ég var lengi búin að ganga með þetta fyrirtæki í maganum,“ sagði Hildur í samtali við Mörtu Maríu á Smartlandi á mbl.is í fyrradag. „Auðvitað stendur Bomm á bolunum en líka Í vinnslu og Ekki snerta því að margar konur kæra sig ekkert um að fólk þreifi á bumbunum þeirra. Svo eru líka til bolir sem eru ekki með neinni áletrun.“ Hildur heldur líka úti tveimur öðrum vefjum sem eiga væntanlega erindi við marga.

...
Meira
Harpa les um jólasveinana í nýjum húsakynnum bókasafnsins.
Harpa les um jólasveinana í nýjum húsakynnum bókasafnsins.
1 af 7

„Þetta var mjög skemmtilegur dagur og margir gestir“, segir Harpa Eiríksdóttir bókavörður, en Héraðsbókasafn Reykhólahrepps var opnað í dag með hátíðlegum hætti í nýjum húsakynnum eftir nokkuð langan umþóttunartíma. Enn er safnið að vísu í Reykhólaskóla en núna hefur því verið komið fyrir í gamla leikfimisalnum. „Svo verður gaman að sjá hversu margir koma núna á laugardagsmorguninn og nýta sér þann nýja tíma“, segir Harpa. Auk hinna tveggja föstu daga í hverri viku verður safnið opið fyrsta laugardag í hverjum mánuði kl. 10-12. Þá verður líka sögustund fyrir börnin.

...
Meira
Tæknilegó-námskeiðið í Reykhólaskóla.
Tæknilegó-námskeiðið í Reykhólaskóla.
1 af 11

Jóhann Breiðfjörð kom í heimsókn í Reykhólaskóla í byrjun vikunnar og hélt tæknilegó-námskeið (sjá meðfylgjandi myndaröð) en hann kom einnig þeirra erinda á síðasta vetri. Nemendum finnst þetta mjög skemmtileg tilbreyting frá hinu hefðbundna skólastarfi. Námskeiðið var í boði Reykhóladeildar Lions og færir skólinn félagsskapnum bestu þakkir. Jóhann starfaði í fimm ár sem hönnuður, hugmyndasmiður og ráðgjafi hjá tæknideild leikfangafyrirtækisins LEGO. Hann ferðast um landið og heimsækir skóla og félagsmiðstöðvar og kynnir fyrir þeim tæknilegó.

...
Meira
Sjá skýringar í meginmáli.
Sjá skýringar í meginmáli.

Fullveldishátíð Reykhólaskóla verður í íþróttahúsinu á Reykhólum annað kvöld, föstudaginn 2. desember, og þangað eru allir velkomnir. Hátíðin byrjar kl. hálfátta og stendur til kl. ellefu en nemendur eru beðnir að koma kl. sjö. Miðaverð er kr. 1.000 fyrir 16 ára og eldri og innifalið í því eru skemmtun og veitingar. Nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla hlakka til að sjá sem flesta á hátíðinni.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31