Þjóðgarðstillagan fellur í mjög grýtta jörð
Forsvarsmenn sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum undrast mjög þau vinnubrögð, að á Alþingi skuli lögð fram tillaga þess efnis að umtalsverður hluti Reykhólahrepps skuli gerður að þjóðgarði, án nokkurs samráðs við þá sem hlut eiga að máli. Þingmennirnir Róbert Marshall og Mörður Árnason lögðu tillöguna fram seint á síðasta vetri. Á fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps í gær var tekin fyrir umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dagsett 17. nóvember, og eftirfarandi bókað:
...Meira