Tenglar

Kort úr greinargerðinni með tillögunni.
Kort úr greinargerðinni með tillögunni.

Forsvarsmenn sveitarfélaga á sunnanverðum Vestfjörðum undrast mjög þau vinnubrögð, að á Alþingi skuli lögð fram tillaga þess efnis að umtalsverður hluti Reykhólahrepps skuli gerður að þjóðgarði, án nokkurs samráðs við þá sem hlut eiga að máli. Þingmennirnir Róbert Marshall og Mörður Árnason lögðu tillöguna fram seint á síðasta vetri. Á fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps í gær var tekin fyrir umsagnarbeiðni frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dagsett 17. nóvember, og eftirfarandi bókað:

...
Meira

Næsta fæðingardeild við Reykhóla er á Akranesi. Vegalengdin á milli er 192 km eða tveggja og hálfs tíma akstur miðað við 75 km meðalhraða. Fram kom í skriflegu svari Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra á Alþingi í gær við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, að sjö byggðasvæði á landinu séu meira en klukkutíma akstur eða meira en 75 km frá næstu fæðingardeild. Það eru Snæfellsnes, Dalasýsla, Barðastrandarsýslur, Strandasýsla, Norðurþing, Vopnafjörður og Vestur-Skaftafellssýsla.

...
Meira
Horft úr Kjálkafirði austanverðum í átt að Litlanesi. Mynd úr skýrslunni, BÞ.
Horft úr Kjálkafirði austanverðum í átt að Litlanesi. Mynd úr skýrslunni, BÞ.

Vegagerðin hefur lagt fram matsskýrslu fyrir Vestfjarðaveg á milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði, sem unnin er á grundvelli frummatsskýrslu. Vegarkafli þessi er að mestu leyti innan marka Reykhólahrepps, í Múlasveitinni gömlu, en allra vestasti hlutinn tilheyrir Vesturbyggð. Í skýrslunni er gerð grein fyrir framkomnum athugasemdum og umsögnum við frummatsskýrslu og tekin afstaða til þeirra.

...
Meira
Handaverk Samúels í Selárdal.
Handaverk Samúels í Selárdal.

Ekkert verkefni í Reykhólahreppi fékk styrk við síðari úthlutun þessa árs hjá Menningarráði Vestfjarða, sem kunngerð var í gær. Að þessu sinni eru veitt framlög til 37 verkefna, samtals kr. 12.350.000. „Alls bárust 85 umsóknir og eins og venjulega var í þeim hópi mikill fjöldi góðra umsókna og spennandi verkefna. Menningarráð hefði gjarnan viljað veita fleiri styrki og hærri, en því miður eru fjármunir takmarkaðir. Því þarf að hafna ýmsum áhugaverðum verkefnum og svo fá margir styrkþegar nokkru lægri upphæðir en þeir óskuðu eftir“, segir í tilkynningu frá menningarfulltrúa Vestfjarða, Jóni Jónssyni á Kirkjubóli við Steingrímsfjörð.

...
Meira

Íslandsstofa tekur þátt í ferðasýningunni Dutch Tourism Expo (áður fagdagur Vakantiebeurs) sem fram fer í Utrecht í Hollandi dagana 10. og 11. janúar 2012. Sýningin er haldin á hverju ári og er stærsta ferðasýningin á hollenska markaðnum - á síðasta ári sóttu hana rúmlega 15 þúsund fagaðilar. Íslandsstofa tekur þátt með eigin sýningarstand, sem einnig verður virkur dagana á eftir þegar almenningur fyllir sýningarhallirnar á Vakantiebeurs-sýningunni. Dutch Tourism Expo býður fyrirtækjum í ferðaþjónustu upp á kjörið tækifæri til að kynna sig og koma á viðskiptasamböndum í Hollandi. Minnt er á að beint flug er til Hollands allt árið um kring og hefur vetrarferðamarkaðurinn þar vaxið jafnt og þétt.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

„Í raun og sanni má nú segja, að með óbeinum hætti hafi verið settur eins konar verðmiði á þann umdeilda Teigsskóg í Þorskafirði. Um vegagerð á þessum slóðum hafa staðið miklar deilur og þær eru ekki til lykta leiddar. Í svari við fyrirspurn Kristjáns L. Möller á Alþingi í gær, mánudag, birti Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra upplýsingar sem varpa ljósi á þann viðbótarkostnað sem hlýst af því að fara ekki þá láglendisleið sem um var rætt og kölluð hefur verið B-leiðin. Sú leið er gjarnan kennd við Teigsskóg í almennri umræðu.“

...
Meira

Héraðsbókasafn Reykhólahrepps verður opnað á ný á fimmtudag, 1. desember. Sem fyrr er safnið til húsa í Reykhólaskóla en núna hefur því verið komið fyrir í gamla íþróttasalnum. Af þessu tilefni er fólki boðið að koma í heimsókn á fimmtudaginn milli kl. 14 og 16 en þá verður starfið í vetur kynnt og nýjungar sem safnið stendur fyrir. Klukkan 14.30 verður sögustund fyrir krakkana þar sem lesin verður skemmtileg jólasaga. Piparkökur og jólaöl verða í boði. Bókavörður er Harpa Eiríksdóttir.

...
Meira

Auka-fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið var á föstudag samþykkti tillögu um sameiningu starfsemi stofnana stoðkerfis atvinnu og byggðar á Vestfjörðum. Um er að ræða stofnanir sem sveitarfélög á Vestfjörðum koma að með beinni eignaraðild eða samstarfssamningum og greiða árleg framlög til. Sameiningin tekur til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Markaðsstofu Vestfjarða og Menningarráðs Vestfjarða ásamt Fjórðungssambandi Vestfirðinga, að því gefnu að aðalfundir þessara stofnana samþykki sameininguna.

...
Meira
Kort yfir sveitarfélög af vef Landmælinga Íslands.
Kort yfir sveitarfélög af vef Landmælinga Íslands.

Íbúakosning verður á laugardag um sameiningu sveitarfélaganna Bæjarhrepps í Strandasýslu og Húnaþings vestra. Bæjarhreppur hefur fram til þessa verið í samfloti með vestfirskum sveitarfélögum innan Fjórðungssambands Vestfirðinga sem og öðru vestfirsku samstarfi og tilheyrði Vestfjarðakjördæmi meðan það var við lýði. Hins vegar hefur hreppurinn þá sérstöðu að hann er að öllu leyti sunnan sjálfs Vestfjarðakjálkans og nær langt suður á Holtavörðuheiði.

...
Meira
28. nóvember 2011

Enginn hraðbanki á Reykhóla

Eins og hér var greint frá í síðustu viku fór sveitarstjóri þess á leit við Landsbankann, að hann setti upp hraðbanka á Reykhólum. Svar var að berast þess efnis, að það yrði ekki gert. Útreikningar sýndu að rekstur hans myndi ekki bera sig.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31