Útgáfufagnaði og útskriftarteiti slegið saman
Útgáfufagnaður ljóðabókarinnar hans Manna í Mýrartungu (Jóns heitins Snæbjörnssonar frá Stað í Reykhólasveit) verður haldinn á morgun, laugardag, milli kl. 13 og 18 í Njarðarholti 1 í Mosfellsbæ. Jafnframt er þetta útskriftarfagnaður tveggja af afleggjurum Manna og Heiðu (Aðalheiðar Hallgrímsdóttur frá Dagverðará á Snæfellsnesi), þeirra Unnar Helgu og Svavars Jóns. „Loksins“ segja víst einhverjir í gamansömum tón um útskrift þeirra. Hið sama má raunar segja um útgáfuna á kveðskapnum hans Manna.
...Meira