Tenglar

Texti og myndir á bakhliðinni.
Texti og myndir á bakhliðinni.
1 af 3

Útgáfufagnaður ljóðabókarinnar hans Manna í Mýrartungu (Jóns heitins Snæbjörnssonar frá Stað í Reykhólasveit) verður haldinn á morgun, laugardag, milli kl. 13 og 18 í Njarðarholti 1 í Mosfellsbæ. Jafnframt er þetta útskriftarfagnaður tveggja af afleggjurum Manna og Heiðu (Aðalheiðar Hallgrímsdóttur frá Dagverðará á Snæfellsnesi), þeirra Unnar Helgu og Svavars Jóns. „Loksins“ segja víst einhverjir í gamansömum tón um útskrift þeirra. Hið sama má raunar segja um útgáfuna á kveðskapnum hans Manna.

...
Meira
Verðlaunahönnunin.
Verðlaunahönnunin.
1 af 3

Silvía Björk Birkisdóttir á Reykhólum sigraði með glans í aðventukransakeppni IKEA   og Smartlands Mörtu Maríu á mbl.is. Kransinn hennar er búinn til úr fjórum glösum, kertum og jólakúlum á frumlegan hátt. „Það er skemmtilegt að hafa unnið keppnina alveg óundirbúin og gjörsamlega óvænt því ég ákvað á síðustu stundu að vera með“, segir hún í samtali við Reykhólavefinn. „Vegna skólans og prófanna í desember hef ég ekki verið dugleg undanfarin ár að útbúa aðventukrans en ég gat notið þess núna og fannst það frábært.“

...
Meira
Nancy Bechtloff.
Nancy Bechtloff.

Nancy Bechtloff hefur verið ráðin framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Vesturferða, en Reykhólahreppur er meðal nýrra hluthafa í skrifstofunni. Ráðgert er að Nancy hefji störf í lok janúar eða byrjun febrúar. Núna er hún markaðs- og sölufulltrúi meginlands Evrópu hjá Iceland Express. „Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni og þar sem ég hef áður búið og unnið á Vestfjörðum, þá leggst þetta mjög vel í mig“, segir Nancy. Hún var valin úr hópi 22 umsækjenda en stjórn Vesturferða kallaði sex þeirra í viðtal.

...
Meira
Yrsa tekur við verðlaununum (fyrir utan skötuna) úr hendi Önundar Jónssonar yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum.
Yrsa tekur við verðlaununum (fyrir utan skötuna) úr hendi Önundar Jónssonar yfirlögregluþjóns á Vestfjörðum.

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur fékk í gær afhenta Tindabikkjuna, verðlaun sem Glæpafélag Vestfjarða veitir fyrir bestu glæpasöguna. Verðlaunin fær hún fyrir nýjustu bók sína, Brakið. Þetta er annað árið í röð sem Yrsa hreppir Tindabikkjuna en hún hlaut hana fyrir bókina Ég man þig þegar verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í fyrra. „Þetta er algjörlega mergjuð bók og Yrsa var svo kát með þetta að hún ákvað að fljúga vestur á Ísafjörð og taka á móti verðlaununum í eigin persónu“, segir Elfar Logi Hannesson í Glæpafélaginu. Önundur Jónsson yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum afhenti Yrsu verðlaunin.

...
Meira
Kerti og ljósasería.
Kerti og ljósasería.
1 af 14

Vinafélag Barmahlíðar hefur sitthvað smálegt til sölu núna fyrir jólin eins og alltaf endranær. Þeim fjármunum sem félagið aflar er varið til þess að kaupa eða gera eitthvað í þágu heimilisfólks á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum. Varningurinn fæst í Barmahlíð en líka er hægt að panta í netfanginu kletturr@simnet.is (Málfríður á Hríshóli) og fá sent með póstinum. Eftirtalið er meðal þess sem núna er á boðstólum:

...
Meira

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið: Árleg skötuveisla Reykhóladeildar Lions verður í matsal Reykhólaskóla á Þorláksmessu milli kl. 12 og 14. Saltfiskur verður í boði fyrir þá sem treysta sér ekki í skötuna. Allir velkomnir. Verð kr. 2.000 (enginn posi á staðnum) en frítt fyrir 12 ára og yngri.

...
Meira
Eysteinn í Skáleyjum á Kára árið 1986.
Eysteinn í Skáleyjum á Kára árið 1986.
1 af 2

Komið er hér á vefinn nokkurt safn af limrum eftir Eystein G. Gíslason (Eystein í Skáleyjum). Í vöggugjöf fékk hann leikandi hagmælsku og bæði lausavísurnar hans og limrurnar flugu víða, en núna er hann aldraður orðinn og hættur að yrkja. Eysteinn var bóndi og ekki síst hlunnindabóndi í Skáleyjum á Breiðafirði en líka var hann kennari á Flateyri um árabil.

...
Meira
Þórólfur Halldórsson.
Þórólfur Halldórsson.

„Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdanna verði „áhrif á landslag og sjónræn áhrif ...“ Mér er spurn, hljóta ekki áhrif á landslag alltaf að vera sjónræn út frá sjónarhorni mannsins? Er kannski hægt að þefa þau uppi eða greina þau með því að leggja við hlustir? Þarf álit heillar ríkisstofnunar til að átta sig á því að framkvæmdir á yfirborði jarðar hafa sjónræn áhrif fyrir þá sem þangað horfa? Nýtt stórhýsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í hrauninu við Urriðaholt hefur t.d. mjög neikvæð áhrif á landslag í sínu umhverfi og skiptir þar upp landslagsheildum - hvað sagði Skipulagsstofnun um það?“

...
Meira
Núverandi vegur í vestanverðum Mjóafirði í Reykhólahreppi.
Núverandi vegur í vestanverðum Mjóafirði í Reykhólahreppi.

Skipulagsstofnun brást við harkalegri gagnrýni á umsögn hennar varðandi fyrirhugaða vegagerð vestast í Reykhólahreppi og að hluta innan marka Vesturbyggðar með því að senda frá sér tilkynningu sem hefst á þessa leið: „Þann 5. desember sl. gaf Skipulagsstofnun út álit vegna mats á umhverfisáhrifum Vestfjarðavegar milli Eiðis í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði. Það álit hefur orðið tilefni til athugasemda þingmanns Vesturlands og ályktunar bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sem Skipulagsstofnun telur rétt að bregðast við.“

...
Meira
Systurnar þrjár með litla bróður.
Systurnar þrjár með litla bróður.
1 af 2

Systurnar Solveig Rúna, átta ára, Borghildur Birna, fimm ára, og Hildigunnur Sigrún, rétt að verða þriggja ára, eignuðust lítinn bróður 9. nóvember. Foreldrar þeirra eru Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Eiríkur Kristjánsson á Reykhólum. Litli drengurinn fæddist á „Lansanum“ í Reykjavík og var 52 cm og 4390 grömm. Eins og fram kemur í fréttinni hér á undan er þetta annað (og væntanlega síðara) barnið sem fæðist í hóp íbúa Reykhólahrepps á þessu ári. Fyrir þremur árum fæddist Reykhólabúum barn á síðasta degi ársins. Það var einmitt Hildigunnur Sigrún Eiríksdóttir, sem núna var að eignast bróður.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31