Tenglar

Sveitarstjórn Reykhólahrepps ákvað í gær að kynna lýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi fyrir uppbyggingu á frístundabyggð í landi Þórisstaða í Þorskafirði, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gert er ráð fyrir 10-15 lóðum á þremur svæðum innan jarðarinnar. Í lýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, efni og umfang breytingarinnar og skipulagsferlið. Lýsinguna má nálgast hér á vef Reykhólahrepps og á skrifstofu hreppsins.

...
Meira
Halldór við Blíðu í Reykhólahöfn.
Halldór við Blíðu í Reykhólahöfn.
1 af 2

Blíða SH 277 hefur landað beitukóngi á Reykhólum frá því í október. Halldór Jóhannesson er skipstjóri en Sægarpur í Grundarfirði gerir bátinn út. „Við hugsum okkur að gera út héðan frá Reykhólum út febrúar ef veiðin helst“, segir Halldór. Fimm eru í áhöfninni, þar af einn úr Reykhólahreppi, Jón Ingiberg Bergsveinsson á Gróustöðum. Vigtað er upp úr bátnum í Reykhólahöfn en síðan er aflinn keyrður til vinnslu í Grundarfirði. Halldór segir að hafnarbæturnar á Reykhólum hafi breytt öllu varðandi aðstöðuna.

...
Meira
Úr Skjaldborgarbíói.
Úr Skjaldborgarbíói.

Í fyrradag var haldinn stofnfundur kvikmyndaklúbbs á Patreksfirði. Fundurinn var haldinn í Skjaldborgarbíói sem verður helsta vígi klúbbsins og stofnfélagar eru hátt í tuttugu. Klúbburinn hlaut nafnið Kvikmyndaklúbburinn Kittý. Hlutverk hans er að gefa félögum kost á að horfa saman á kvikmyndir sem verða alla jafna ekki fyrir valinu hjá kvikmyndahúsum landsins.

...
Meira
Brandenborgarhliðið í Berlín.
Brandenborgarhliðið í Berlín.

Kynningarfundur vegna ferðakaupstefnunnar ITB Berlín 2012 verður haldinn mánudaginn 12. desember kl. 8.30 í húsakynnum Íslandsstofu, Borgartúni 35. ITB er stærsta alþjóðlega ferðakaupstefnan í Evrópu og fer fram dagana 7.-11. mars. Sýningin er tvískipt. Fyrri hlutinn 7.-9. mars er fyrir fagfólk (B2B) en 10.-11. mars (laugardag og sunnudag) er hún opin almenningi.

...
Meira
Skjaldarmerki Vesturbyggðar.
Skjaldarmerki Vesturbyggðar.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar mótmælir harðlega aðförinni að samfélaginu á sunnanverðum Vestfjörðum með umsögn Skipulagsstofnunar um vegagerð á Vestfjarðavegi 60 frá Eiði í Vattarfirði að Þverá í Kjálkafirði. Með umsögn sinni leggst Skipulagsstofnun eindregið gegn vegagerð á svæðinu. Skipulagsstofnun er  í raun að leggja til gamaldags vegagerð sem er óöruggari og alls ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til nútíma vegaframkvæmda.

...
Meira

Vestfirska jóla- og menningarútvarpið Lífæðin FM er nú komið í Reykhólahrepp og á marga fleiri staði á Vestfjörðum í fyrsta sinn. Sendir fyrir stöðina var settur upp á Reykhólaskóla fyrir stuttu og tíðnin þar er FM 103,5. Efni Lífæðarinnar FM snertir alla Vestfirði og m.a. verður Harpa Eiríksdóttir á Stað í Reykhólasveit með þáttinn Stingum af til Vestfjarða alla virka daga kl. 11-13, í fyrsta skipti á morgun, fimmtudag. Þar verður farið í skemmtilegt ferðalag um Vestfirði, þar verða símatímar, fólk fengið í viðtöl, sveitasögur, sagðar fréttir og sitthvað fleira. Í fyrsta þættinum verður sagt frá sveitalífinu, Reykhólahreppi, æðarfuglinum og ýmsu öðru.

...
Meira
Horft úr Kjálkafirði austanverðum í átt að Litlanesi í Múlasveit.
Horft úr Kjálkafirði austanverðum í átt að Litlanesi í Múlasveit.

Vegagerðin hyggst bjóða út endurbyggingu Vestfjarðavegar með þverun Mjóafjarðar og Kjálkafjarðar þrátt fyrir að Skipulagsstofnun telji verkið valda óbætanlegum skaða (sjá nánar næstu frétt hér á undan). Hreinn Haraldsson vegamálastjóri sagði í samtali við Stöð 2 í gærkvöldi, að þetta álit Skipulagsstofnunar raski ekki þeim áformum að bjóða út verkið núna í janúar. Vegagerðin muni halda sínu striki og sækja um framkvæmdaleyfi til Vesturbyggðar og Reykhólahrepps. Umrædd nýlagning er að langmestu innan marka Reykhólahrepps en vestasti hlutinn tilheyrir Vesturbyggð.

...
Meira
Skjáskot úr frétt Stöðvar 2.
Skjáskot úr frétt Stöðvar 2.

Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist hefja á næsta ári, þverun Kjálkafjarðar og Mjóafjarðar, að langmestu leyti í Múlasveitinni gömlu í Reykhólahreppi, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar. Menn höfðu vonast til að meðan leyst yrði úr deilunum endalausu um vegarstæði í Gufudalssveit yrði þó á næstu þremur árum unnt að endurbæta veginn vestar í héraðinu með því að leggja af 24 km langan varasaman malarveg um Kjálkafjörð og Kerlingarfjörð. Í staðinn kæmi 16 km malbiksvegur og 8 km stytting með brúm og fyllingum þvert yfir Kjálkafjörð og Mjóafjörð, sem er inn af Kerlingarfirði.

...
Meira
1 af 2

Mjög gott skautasvell er á Berufjarðarvatni í Reykhólasveit, segir Bergsveinn Reynisson á Gróustöðum, sem tók meðfylgjandi myndir núna undir kvöld. „Svellið er orðið mjög vel mannheldið en ekki fyrir ökutæki. Þó skyldu menn ávallt hafa varann á, einkum þar sem lækir renna í og úr. Ég ræddi við hótelhaldarann í Bjarkalundi og það er öllum frjálst að nota svellið ef menn vilja, þó að lítið sé um veitingar hjá þeim þessa dagana enda hótelið lokað“, segir Bergsveinn.

...
Meira
Reykhólakirkja í aðventubúningi.
Reykhólakirkja í aðventubúningi.

Aðventustund verður í Reykhólakirkju klukkan 20 annað kvöld, miðvikudagskvöld. Kaffi í kirkjunni á eftir. Þau sem sjá sér fært eru beðin að koma með veitingar á hlaðborðið. Í Garpsdalskirkju verður aðventustund á sama tíma á fimmtudagskvöld og kaffi á eftir að venju.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31