Tenglar

23. nóvember 2011

Hraðbanki á Reykhóla?

Fyrr á þessu ári sendi Reykhólahreppur beiðni til Landsbankans um hraðbanka á Reykhólum. „Það er ósk okkar að Landsbankinn skoði möguleikann á því að setja upp hraðbanka í safnahúsinu / upplýsingamiðstöðinni með þjónustu frá útibúinu í Króksfjarðarnesi. Það er enginn hraðbanki í þjóðbraut frá Akranesi til Patreksfjarðar og gæti hraðbanki á Reykhólum verið Landsbankanum til heilla og dregið til sín hluta þeirra fjölmörgu ferðamanna sem leið eiga um Reykhóla á ferð sinni um Vestfirði“, segir í erindi sveitarstjóra til bankans.

...
Meira

Þjóðskrá vekur athygli á því að tilkynningar um breytingar á lögheimili þurfa að berast eigi síðar en miðvikudaginn 7. desember svo að unnt sé að tryggja að fólk sé rétt skráð í íbúaskrá miðað við 1. desember. Breytingu á lögheimili skal tilkynna til Þjóðskrár með netskilum innan 7 daga frá flutningi eða til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til.

...
Meira

„Ísland allt árið“ er þriggja ára verkefni sem ætlað er að styðja við lengingu ferðamannatímabilsins á Íslandi. Landsbankinn og iðnaðarráðuneytið hafa komið á fót þróunarsjóði til þess að styðja við átakið, meðal annars með því að auka hæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu til að skapa upplifanir utan hefðbundins ferðamannatíma. Heildarframlag stofnenda sjóðsins á þessu ári og því næsta verður 70 milljónir króna.

...
Meira
1 af 2

Vestfirska forlagið undir stjórn Hallgríms Sveinssonar á Þingeyri hefur síðustu sautján ár gefið út mikinn fjölda bóka sem flestar tengjast Vestfjörðum og Vestfirðingum með einum eða öðrum hætti. Fimm síðustu árin hefur Lionsdeildin í Reykhólahreppi haft bækur forlagsins til sölu sér til fjáröflunar og svo er einnig nú. Þær verða til sölu á jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi um komandi helgi og eftir það í Hólakaupum á Reykhólum eins og í fyrra. Eyvi og Ólafía í Hólakaupum taka ekki krónu fyrir söluna heldur rennur allur afraksturinn til Lionsdeildarinnar. Sem kunnugt er rennur allt það fé sem Lionsmenn safna með ýmsum hætti til velferðar- og menningarmála í heimabyggð en einnig að einhverju leyti til mannúðarmála á landsvísu og heimsvísu.

...
Meira
Ágúst Atlason áhugaljósmyndari frá Ísafirði. Ljósmynd: Magnús Andersen.
Ágúst Atlason áhugaljósmyndari frá Ísafirði. Ljósmynd: Magnús Andersen.

Heimildaverkefnið „Vestfirskir listamenn & lífskúnstnerar“ verður unnið á fyrstu mánuðum komandi árs með stuðningi Menningarráðs Vestfjarða. Tilgangur þess er að halda utan um brot úr vestfirskri menningu eins og hún er 2011-12. Það verður byggt upp á ljósmyndum og mjög stuttum textum um listamenn og „lífskúnstnera“. Ljósmynd af viðkomandi verður tekin í vinnustofu eða umhverfi vinnunnar, svokallað umhverfisportrett.

...
Meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki til uppbyggingar á ferðamannastöðum árið 2012. Sjóðnum var komið á laggirnar í kjölfar laga sem sett voru í sumar og eru tekjur hans 60% af gistináttaskatti. Hlutverk sjóðsins er m.a. að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða í opinberri eigu eða umsjón um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins hvort sem ferðamannastaðir eru í eigu opinberra aðila eða einkaaðila. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði.

...
Meira
Heita laugin í fjöruborðinu rétt við Flókalund í Vatnsfirði. Ljósmynd: Mats Wibe Lund.
Heita laugin í fjöruborðinu rétt við Flókalund í Vatnsfirði. Ljósmynd: Mats Wibe Lund.

Gústaf Gústafsson, forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða, sem m.a. vinnur að kynningu á Vestfjarðakjálkanum sem freistandi svæði fyrir erlenda ferðamenn, óskar eftir ljósmyndum bæði af norðurljósum og heitum laugum. „Ekki endilega saman en það væri auðvitað frábært. Myndirnar af laugunum mega vera teknar að vetri til“, segir hann. „Það er mikilvægt að hafa þessar myndir í safninu okkar og mikið er beðið um norðurljósin þannig að endilega sendið á mig.“

...
Meira
Sr. Elína Hrund í heimsókn í Barmahlíð og tyllir sér hjá Guðmundi Magnússyni.
Sr. Elína Hrund í heimsókn í Barmahlíð og tyllir sér hjá Guðmundi Magnússyni.

Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum verður með sunnudagaskólann sinn með söng, gleði og gamni í Reykhólakirkju kl. 11 í fyrramálið. Klemmi og Hafdís mæta ásamt Mýslu og Rebba. Síðan verður sr. Elína með helgistund í Barmahlíð kl. 14.30 og loks gleðistund í Reykhólakirkju kl. 20.30 annað kvöld. „Syngjum um gleðina og veltum því fyrir okkur hvort hægt sé að mæla kærleika Guðs“, segir sr. Elína á heimasíðu Reykhólaprestakalls.

...
Meira

Yngstu nemendurnir í Reykhólaskóla (1.-3. bekkur) gerðu síðustu tvo mánuði eða frá miðjum september og núna fram í miðjan nóvember skipulegar veðurathuganir þrisvar í viku í samfélagsfræðitímum hjá Ástu Sjöfn. Byggt var á upplýsingum frá sjálfvirku veðurstöðinni rétt neðan við Reykhólaþorp sem birtast á vef Veðurstofu Íslands. Athugað var hitastigið, vindhraðinn, vindáttin og skýjafarið svo og úrkoma. Niðurstaðan er þessi: Það er að okkar mati algjör vitleysa að það sé alltaf rok á Reykhólum heldur er eiginlega alltaf gott veður. Reyndar var ekki glaðasólskin nema einu sinni á þessum tíma en oftast hálfskýjað. Fjórum sinnum rigndi og tvisvar snjóaði.

...
Meira

Til þess að tryggja áframhaldandi þróun á sviði heilsuferðaþjónustu á Íslandi hefur iðnaðarráðherra ákveðið að veita hvatningarverðlaun sem nema einni milljón króna til áhugaverðra verkefna á því sviði. Til greina koma hópar fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem vinna sameiginlega að áhugaverðum kostum sem eru í þróun á vettvangi heilsuferðaþjónustu.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31