Hraðbanki á Reykhóla?
Fyrr á þessu ári sendi Reykhólahreppur beiðni til Landsbankans um hraðbanka á Reykhólum. „Það er ósk okkar að Landsbankinn skoði möguleikann á því að setja upp hraðbanka í safnahúsinu / upplýsingamiðstöðinni með þjónustu frá útibúinu í Króksfjarðarnesi. Það er enginn hraðbanki í þjóðbraut frá Akranesi til Patreksfjarðar og gæti hraðbanki á Reykhólum verið Landsbankanum til heilla og dregið til sín hluta þeirra fjölmörgu ferðamanna sem leið eiga um Reykhóla á ferð sinni um Vestfirði“, segir í erindi sveitarstjóra til bankans.
...Meira