Tenglar

Heikki Ojala greindi frá reynslunni á strjálbýlum svæðum Norður-Finnlands.
Heikki Ojala greindi frá reynslunni á strjálbýlum svæðum Norður-Finnlands.

Sveitarfélög, fyrirtæki og fleiri aðilar á Vestfjörðum eiga kost á að nýta sér það fé sem bundið er í byggðastefnu Evrópusambandsins til nýsköpunar, menntunar og atvinnuuppbyggingar. Þetta kom fram á kynningarfundi um evrópsk byggðamál sem haldinn var á Ísafirði fyrir helgi. Fundurinn var haldinn til að upplýsa sveitarstjórnarmenn og aðila vinnumarkaðarins um byggðastefnu ESB og hvaða sóknarfæri eru möguleg ef niðurstaðan yrði sú að gengið yrði í sambandið.

...
Meira

Svipmyndirnar sem hér fylgja með tók Magga á Gróustöðum á Jólamarkaðinum í Nesi í gær. Í dag er hann opinn eins og í gær frá kl. 13 til 17. Þarna eru meðal annarra Ebba á Bakka að kemba og spinna og Kristbjörg Sunna frá Mýrartungu að útbúa jólaskraut og lampa. Sveinn á Svarfhóli var að prófa halasnældurnar sínar og líka að vefja dúska á plasthringi sem hann bjó til.

...
Meira
Króksfjarðarnes. Ljósm. Árni Geirsson.
Króksfjarðarnes. Ljósm. Árni Geirsson.

Jólamarkaðurinn í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi sem er fyrir löngu orðinn fastur liður og fjölsóttur viðburður á hverju ári verður núna um helgina, fyrstu helgi í aðventu. Opið verður bæði laugardag og sunnudag kl. 13-17. Bóka- og nytjamarkaðurinn sem rekinn er yfir sumarið verður á sínum stað, fyrir utan allt annað. Kvenfélagið Katla í Reykhólahreppi selur vöfflur. Tilvalið tækifæri að sýna sig og sjá aðra (og kaupa sitthvað til jólanna).

...
Meira
Eydís Sunna, Ólafía og Eyvindur með sýnishorn upp úr Lego-kössunum.
Eydís Sunna, Ólafía og Eyvindur með sýnishorn upp úr Lego-kössunum.
1 af 2

Eyvindur og Ólafía í versluninni Hólakaupum komu færandi hendi í Reykhólaskóla í dag. Fyrir nokkru auglýsti Herdís Erna skólaliði á fésbók eftir legókubbum fyrir skólann og síðan var nefnt á fundi foreldrafélagsins að kubba vantaði sárlega. Áðurnefndum eigendum Hólakaupa fannst þetta alveg ómögulegt og leituðu til Lego-umboðsins á Íslandi og keyptu þar tvo stóra kassa af kubbum og plötum og jafnframt gaf umboðið ennþá meira. Fulltrúi nemendafélagsins, Eydís Sunna Harðardóttir á Tindum, veitti kubbunum viðtöku fyrir hönd krakkanna.

...
Meira
Kjarnakonan landsþekkta Sesselja Helgadóttir í Skógum.
Kjarnakonan landsþekkta Sesselja Helgadóttir í Skógum.
1 af 3

Sesselja Helgadóttir í Skógum í Þorskafirði (Setta í Skógum) er ein af átta konum sem sagt er frá (eða rætt við) í bókinni Vestfirskar konur í blíðu og stríðu, 2. bindi, sem nýkomin er út hjá Vestfirska forlaginu og Finnbogi Hermannsson fyrrverandi útvarpsmaður í Hnífsdal skráði. Eins og fram hefur komið verður Reykhóladeild Lions með bækur Vestfirska forlagsins til sölu á Jólamarkaðinum í Króksfjarðarnesi um helgina sér til fjáröflunar. Eftir það verða þær til sölu í Hólakaupum á Reykhólum í þágu Lions án þess að verslunin taki krónu af söluverðinu.

...
Meira

Í samræmi við lög um grunnskóla hefur nemendaverndarráði verið komið á fót í Reykhólaskóla. Þetta kom fram á fundi mennta- og menningarmálanefndar Reykhólahrepps í gær. Í ráðinu eiga sæti skólastjóri, sérkennari, skólahjúkrunarfræðingur og félagsmálastjóri. Hlutverk þess er að gæta hagsmuna barna í skólanum og vinna að ýmsum málum sem snerta þau. Kennarar vísa málum til ráðsins og hafa tilkynningaskyldu gagnvart því ef þeir hafa grun um að nemendur séu vanræktir á einhvern hátt. Nemendaverndarráð heldur fundi mánaðarlega eða oftar eftir þörfum.

...
Meira
Kort yfir sveitarfélög á Vestfjörðum. Vefur Landmælinga Íslands.
Kort yfir sveitarfélög á Vestfjörðum. Vefur Landmælinga Íslands.

Kosið verður um sameiningu stoðkerfa atvinnu- og byggðaþróunar á Vestfjörðum á aukaþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Ísafirði á morgun. Fjórir fulltrúar frá Reykhólahreppi sitja þingið. „Stoðkerfi“ þessi eru Fjórðungssamband Vestfirðinga, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Vaxtarsamningur Vestfjarða, Menningarráð Vestfjarða og Markaðsstofa Vestfjarða. Á Fjórðungsþingi í haust var ákveðið að skipa starfshóp til að kanna þetta mál og leggja fram tillögur, sem fjallað verður um á aukaþinginu.

...
Meira
Austasti hluti flugbrautarinnar á Reykhólum þvert yfir miðja mynd. Ljósm. Árni Geirsson.
Austasti hluti flugbrautarinnar á Reykhólum þvert yfir miðja mynd. Ljósm. Árni Geirsson.

Stjórn Landssambands heilbrigðisstofnana vekur athygli á mikilvægi nálægðar Reykjavíkurflugvallar við Landspítalann vegna sjúkraflugs og bráðaþjónustu við landsbyggðina. Gæta verður þess þegar nýr Landspítali er byggður að þessi nánu tengsl verði ekki rofin. Hverfi Reykjavíkurflugvöllur veldur það mikilli afturför í bráðaþjónustu við þá landsmenn sem þurfa að komast til Landspítalans með sjúkraflugi, segir í ályktun sem stjórnin samþykkti í síðustu viku.

...
Meira
24. nóvember 2011

Augnlæknir í Búðardal

Guðrún J. Guðmundsdóttir augnlæknir verður á Heilsugæslustöðinni í Búðardal á fimmtudaginn eftir viku, 1. desember. Tímapantanir í síma 432 1450.

...
Meira

Pítsuveitingahús verður opið í matsalnum í Reykhólaskóla í kvöld, fimmtudag, frá kl. 18 til 21. Hægt verður að snæða pítsurnar á staðnum eða taka með sér heim. Tekið er við pöntunum frá kl. 15. Endilega pantið tímanlega í síma 894 9123 / 434 7805. Pítsurnar eru tólf tommur í þvermál og kosta 1.700 krónur með tveimur tegundum áleggs en aukaálegg kostar 200 krónur. Margaríta-pítsa (sósa og ostur) kostar 1.500 krónur. Þetta fjáröflunarframtak er eins og áður í höndum nemenda í 8.-10. bekk Reykhólaskóla.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31