Jón Bjarnason á opnum fundi á Hólmavík
Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál verður í Félagsheimilinu á Hólmavík á fimmtudag, 10. nóvember, og hefst kl. 17. Þar flytur Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra framsögu um málaflokka sína, stöðu þeirra í dag og fyrirhugaðar breytingar. Á fundinum verða einnig stuttar framsögur þar sem farið verður yfir stöðuna í þessum stóru málaflokkum á Ströndum og nýsköpun í þessum atvinnugreinum.
...Meira