Tenglar

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Opinn fundur um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál verður í Félagsheimilinu á Hólmavík á fimmtudag, 10. nóvember, og hefst kl. 17. Þar flytur Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra framsögu um málaflokka sína, stöðu þeirra í dag og fyrirhugaðar breytingar. Á fundinum verða einnig stuttar framsögur þar sem farið verður yfir stöðuna í þessum stóru málaflokkum á Ströndum og nýsköpun í þessum atvinnugreinum.

...
Meira
Taðtrefjar.
Taðtrefjar.

Annað tölublað Búnaðarblaðsins Freyju kom út í dag. Líkt og í fyrsta tölublaði er efnisvalið fjölbreytt og nýyrðið „taðtrefjar“ kemur þar fyrst fram á prenti. Meðal annars efnis má nefna vangaveltur um innlendan landbúnað og grein um íslenska hænsnastofninn sem er fjarri því eins einangraður og talið hefur verið. Einnig eru í ritinu greinar um olíueyðslu og afl dráttarvéla, gæði bása, ull og meðferð hennar og sitthvað annað.

...
Meira
Árni, Kolla (Soffía frænka með kökukeflið) og Ingvar. Á fatinu hægra megin er þurrkað gæsakjöt.
Árni, Kolla (Soffía frænka með kökukeflið) og Ingvar. Á fatinu hægra megin er þurrkað gæsakjöt.
1 af 5

Villibráðarhlaðborðin ásamt skemmtiatriðum sem Hótel Bjarkalundur efnir til þegar vetur er genginn í garð samkvæmt almanakinu eru orðin fastur punktur í tilverunni. Undanfarin ár hafa þau verið tvisvar en þetta árið eru þau þrjú laugardagskvöld í röð og hið fyrsta annað kvöld, þann 5. nóvember. Þórarinn Ólafsson í Stekkjarlundi skrapp í Bjarkalund og tók nokkrar myndir af fólkinu þaulreynda sem annast matargerðina, þeim Árna Sigurpálssyni, Kolbrúnu Pálsdóttur og Ingvari Samúelssyni.

...
Meira

Námskeið í markaðs- og almannatengslum verður haldið í samvinnu Gústafs Gústafssonar, forstöðumanns Markaðsstofu Vestfjarða, Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Verkalýðsfélags Vestfirðinga bæði 5. og 8. nóvember (laugardag og þriðjudag). Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa við eða vilja starfa við markaðssamskipti. Tilgangur þess er að kynna þátttakendum helstu áherslur og leikreglur í markaðsmálum og almannatengslum. Markmiðið er að auka skilning á þeim leiðum sem best nýtast auk þess að fjalla um verkefni sem hafa náð framúrskarandi árangri hér á landi.

...
Meira

Kynningarrit hins unga Félags vestfirskra listamanna, List á Vestfjörðum, er komið út með stuðningi Menningarráðs Vestfjarða. Félagið var stofnað í vor og kannski er nafn þess lítið eitt villandi. Í því er ekki aðeins listafólk heldur einnig unnendur vestfirskra lista og listiðkunar og öllum er frjálst að vera í félaginu, hvar svo sem þeir búa. Félagar eru þegar orðnir um hundrað talsins. Eitt af fyrstu verkum félagsins var að gefa út blaðið sem hér um ræðir. Dreifingin er hafin og verður blaðinu komið inn á sérhvert heimili á Vestfjarðakjálkanum á næstu dögum.

...
Meira
2. nóvember 2011

Stórafmæli í Geiradalnum

Ingibjörg Benediktsdóttir.
Ingibjörg Benediktsdóttir.

Ingibjörg Benediktsdóttir, Litlu-Brekku í Geiradal, er áttræð í dag, miðvikudaginn 2. nóvember. Hún fær kærar afmæliskveðjur frá Kolbrúnu og Sveini á Svarfhóli.

...
Meira
Sauchiehall-strætið rómaða í Glasgow.
Sauchiehall-strætið rómaða í Glasgow.

Helmingurinn af Kvenfélaginu Kötlu í Reykhólahreppi eða liðlega tuttugu af alls rúmlega fjörutíu félagskonum ætlar að bregða sér af bæ og skreppa til Skotlands á fimmtudaginn og koma heim aftur á sunnudag. Reyndar er fjöldi kvenfélagskvenna í ekki fjölmennara sveitarfélagi fréttnæmur út af fyrir sig. Farið verður til Glasgow en hluti af hópnum ætlar jafnframt að skreppa með lest til Edinborgar. Ferðalagið þar á milli tekur um klukkutíma.

...
Meira

Loksins á sjötta tímanum síðdegis í dag gerðist það í fyrsta sinn frá því laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld, að ekki mældust á hverjum einasta klukkutíma vindhviður yfir 20 m/sek á veðurstöðinni neðan við Reykhóla. Þetta eru þrír heilir sólarhringar og þrír fjórðu úr hinum fjórða eða samtals 90 klukkutímar. Oft voru hviðurnar á þessum tíma á bilinu 25-29 m/sek. Allan tímann var norðaustanátt þangað til í dag þegar hann snerist alveg í norðrið.

...
Meira
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

„Að ætla sér að fara að leggja nýjan veg um Hjallaháls finnst mér fráleit hugmynd, sá háls er nokkru hærri en Víkurskarð, sem talinn er slíkur farartálmi að jarðgöng þurfi undir Vaðlaheiði. Ég hef margoft ekið Hjallaháls að vetri til og veðurfar þar er það sama og á Þorskafjarðar- og Steingrímsfjarðarheiði, enda Hjallaháls jarðfræðilega framhald af þeim heiðum þó að lægri sé en þær. Á Hjallahálsi hef ég upplifað að vetri til snarvitlaust veður, skafrenning og snjókomu þó að sæmilegt sé annars staðar.“

...
Meira
Skilti sem Vegagerðin hefur sett upp í Búðardal.
Skilti sem Vegagerðin hefur sett upp í Búðardal.

Ýmsir hafa furðað sig á því hve oft hinn nýi vegur um Þröskulda (leiðin um Gautsdal og Arnkötludal) milli Reykhólahrepps og Stranda lokast enda fer þessi „heilsársvegur“ aðeins upp í 370 metra hæð þar sem hann liggur hæst. Síðustu dagana hefur Þröskuldaleiðin verið ófær. Steingrímsfjarðarheiðin lokast hins vegar í mun færri tilfellum þrátt fyrir að vegurinn þar fari allt upp í 440 metra hæð. Í samtali við bb.is segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur að helsta ástæðan sé sú að vegurinn um Þröskulda liggur samsíða helstu óveðursáttinni sem er norðaustanáttin.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31