Glasgowferð Kötlu: Nærbuxnakaup og gaman
Skotlandsferð Kvenfélagsins Kötlu í Reykhólahreppi í byrjun þessa mánaðar gekk með ágætum. Þegar heim var snúið voru í farteskinu nærbuxur litlu færri en heildarfjöldi fólks í sveitarfélaginu. Meira en ár er síðan félagskonur ákváðu að bregða undir sig betri fætinum og skreppa til Glasgow í nokkra daga þannig að undirbúningstíminn var vel rúmur. Átján fullgildar félagskonur fóru í þessa ferð auk þriggja utanfélagskvenna.
...Meira