Tenglar

Myndir úr ferðinni: Indiana Ólafsdóttir.
Myndir úr ferðinni: Indiana Ólafsdóttir.
1 af 3

Skotlandsferð Kvenfélagsins Kötlu í Reykhólahreppi í byrjun þessa mánaðar gekk með ágætum. Þegar heim var snúið voru í farteskinu nærbuxur litlu færri en heildarfjöldi fólks í sveitarfélaginu. Meira en ár er síðan félagskonur ákváðu að bregða undir sig betri fætinum og skreppa til Glasgow í nokkra daga þannig að undirbúningstíminn var vel rúmur. Átján fullgildar félagskonur fóru í þessa ferð auk þriggja utanfélagskvenna.

...
Meira
Sýnishorn af réttunum í Bjarkalundi.
Sýnishorn af réttunum í Bjarkalundi.

„Aðsókn hefur verið mjög góð á jóla- og villibráðarhlaðborðin sem hafa verið hér í Bjarkalundi síðustu tvær helgar“, segir Kolbrún Pálsdóttir hótelstýra. Hún segir að gestir hafi komið alls staðar frá og nefnir Mývatnssveit, Selfoss, Reykjavík, Borgarfjörð, Búðardal, Ísafjörð, Patreksfjörð og Bíldudal sem dæmi. „Gestirnir okkar hafa verið himinsælir með hlaðborðin og allan viðurgjörning, sem veitir okkur sem stöndum að þessu mikla gleði“, segir Kolbrún. Hún minnir jafnframt á, að núna á laugardagskvöld er komið að þriðja og síðasta jóla- og villibráðarhlaðborðinu í Bjarkalundi þetta árið. Gisting er fullbókuð en ennþá er laust án gistingar og hægt að panta miða.

...
Meira
Ljósm. Árni Geirsson.
Ljósm. Árni Geirsson.

Reykhólahreppur óskar eftir tilboðum frá áhugasömum sem vilja taka að sér sumarrekstur í Reykhólaskóla sumarið 2012. Leigutími er frá 15. júní til 15. ágúst. Húsnæðið sem reksturinn gæti tekið til er gamla heimavistin í skólanum, íþróttahúsið, borðsalur skólans og tvö eldhús. Allur búnaður sem fyrir er fylgir, þ.e. borð, áhöld og borðbúnaður og dýnur í rúmum. Bókanir fyrir sumarið 2012 eru þegar hafnar. Samkvæmt reglum verður aðili sjálfur að sjá um að útvega leyfi til veitingareksturs en húsnæðið hefur leyfi til reksturs farfuglaheimilis og gistingar.

...
Meira

Brunaæfing var haldin í Reykhólaskóla í gær og komu þar við sögu auk Slökkviliðs Reykhólahrepps nemendur og kennarar bæði grunnskólans og Leikskólans Hólabæjar. Liðlega tugur öflugra manna búinn ágætum tækjum skipar Slökkvilið Reykhólahrepps en slökkviliðsstjórinn er Guðmundur Ólafsson á Grund. Sérstök tæki voru notuð til að búa til „gervireyk“ í húsnæði skólans en slíkur reykur er búinn til úr lífrænni paraffínolíu og veldur ekki reykeitrun eða neinum skaða. Hins vegar fór viðvörunarkerfið í skólanum í gang við þennan reyk og var þá gripið til fyrirfram ákveðinna ráðstafana.

...
Meira

Tímabært er að merkja á heimilisdagatölin að hinn árlegi jólamarkaður verður haldinn í Króksfjarðarnesi fyrstu helgina í aðventu eða 26.-27. nóvember. Opið verður bæði laugardag og sunnudag frá kl. 13 til 17. Seljendur eru Handverksfélagið Assa, Kvenfélagið Katla, Reykhóladeild Lions og fleiri.

...
Meira

Á morgun klukkan 10 fer fram brunaæfing í grunnskólanum og leikskólanum.  Bruna- og almannavarnarnefnd sér um undirbúning og skipulagningu æfingarinnar. 

...
Meira
Ráðherra á opnum fundi í Bjarkalundi 19. september.
Ráðherra á opnum fundi í Bjarkalundi 19. september.

Ögmundur Jónasson ráðherra samgöngumála segir að ekki verði farin svokölluð Hálsaleið yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls í Gufudalssveit, sem boðuð var í haust, enda séu heimamenn mótfallnir henni. Einnig segir hann að lagning vegar um Teigsskóg við Þorskafjörð sé ekki á borðinu. Það myndi skapa áframhaldandi deilur og málsóknir sem líklegt sé að tapist fyrir dómstólum. Þetta kom fram á Alþingi í gær í sérstakri umræðu um málið að frumkvæði Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur, varaþingmanns í NV-kjördæmi og oddvita Tálknafjarðarhrepps.

...
Meira
Jón Snæbjörnsson (Manni). Takið eftir símanum og snúrunni - fyrir daga gsm!
Jón Snæbjörnsson (Manni). Takið eftir símanum og snúrunni - fyrir daga gsm!

Senn kemur út bók með ljóðum Jóns Snæbjörnssonar, sem væntanlega var best þekktur sem Manni í Mýrartungu. Hann var fæddur á Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit 29. ágúst 1941 og andaðist í Reykjavík 24. janúar 2000. Foreldrar hans voru Snæbjörn Jónsson, bóndi á Stað, og kona hans, Unnur Guðmundsdóttir. Manni var næstelstur fimm bræðra. Elstur er hálfbróðirinn Sigurvin Ólafsson og yngri bræðurnir eru þeir Árni, Friðgeir og Eiríkur.

...
Meira
Örn Elías Guðmundsson - Mugison.
Örn Elías Guðmundsson - Mugison.

Vestfirski fimm stjörnu strákurinn Mugison (Örn Elías Guðmundsson) byrjar tónleikaferð sína um Vestfirði á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði á Ströndum annað kvöld, fimmtudag, og hefjast þeir kl. 21. Tilefnið er útgáfan á nýja diskinum hans sem nefnist Haglél en hann er jafnframt sá fyrsti úr smiðju Mugisons þar sem allir textar eru á íslensku. Haglél hefur slegið í gegn, verið efst á vinsældalistum viku eftir viku og uppselt hefur verið á útgáfutónleika að undanförnu. Gagnrýnendur hafa einróma lofað þessa nýjustu afurð Vestfjarða-víkingsins og tónleikhaldið í kjölfarið.

...
Meira

Verkefnisstjórn aðgerða gegn einelti, sem skipuð er fulltrúum nokkurra ráðuneyta, stendur að sérstökum degi gegn einelti í dag, þann 8. nóvember. Hún var skipuð í kjölfarið á útgáfu Greinargerðar um mögulegar aðgerðir gegn einelti í skólum og á vinnustöðum sem kom út í fyrrasumar. „Einelti spyr ekki um aldur, þjóðfélagshópa eða kyn og það þrífst einfaldlega alls staðar þar sem það er látið viðgangast. Ábyrgð okkar allra er því mikil og það er í okkar höndum að vinna bug á þessu þjóðfélagsmeini. Það er ekki flókið ef allir taka höndum saman og sammælast um ákveðna sátt, þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti“, segir á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.

...
Meira

Atburðadagatal

« Ma 2025 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31