Net riðið á ættarmóti Skáleyinga á Reykhólum
Enn eitt ættarmótið var haldið á Reykhólum núna um helgina enda eru Reykhólar einhver vinsælasti ættamótastaður landsins. Að þessu sinni var það Skáleyjafólk, afkomendur Sigurborgar Ólafsdóttur (f. 1904, d. 1984), og Gísla Einars Jóhannessonar (f. 1901, d. 1984) búenda í Skáleyjum á Breiðafirði sem komu saman á Reykhólum. Kristín dóttir þeirra hjóna, sem búsett er á Ísafirði, sagði að mannskapurinn á mótinu hefði ekki verið talinn en líklega væru þetta eitthvað kringum hundrað manns enda eru afkomendurnir orðnir margir.
...Meira