Tenglar

Frá Reykhóladeginum 2009.
Frá Reykhóladeginum 2009.

Boðað er til íbúafundar í Reykhólahreppi sem haldinn verður í matsal Reykhólaskóla fimmtudaginn 7. júlí kl. 21. Þeir sem áhuga hafa á að taka virkan þátt í Reykhóladögunum 4.-7. ágúst eru hvattir til að koma á fundinn. Kynnt verður hvað komið er á dagskrána nú þegar svo og þau atriði sem áhugi er fyrir að hafa á dögunum. Félagssamtök í sveitarfélaginu eru hvött til þess að senda fólk frá sér á fundinn ef áhugi er fyrir að taka að sér einstök atriði á Reykhóladögunum.

...
Meira
Sum svæði eru úti í kuldanum ...
Sum svæði eru úti í kuldanum ...

Strandir og Reykhólahreppur „gleymdust“ í tillögum ríkisstjórnarinnar til eflingar byggð á Vestfjörðum, segir Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þann 5. apríl tilkynnti ríkisstjórnin um sérstakt átaksverkefni í sextán liðum sem stuðla skyldi að eflingu byggðar og atvinnu á Vestfjörðum. Í dag eru sléttir þrír mánuðir frá því að verkefnalistinn var lagður fram. Albertína hefur fylgst með framvindunni. Hún segir þetta hafa gengið almennt vel, flestar tillögurnar séu annað hvort í vinnslu eða jafnvel búnar. Hins vegar séu þær „plástur á krabbamein“ enda glími svæðið við langvarandi og hægfara hnignun.

...
Meira
Kristinn frá Gufudal.
Kristinn frá Gufudal.

„Áður hef ég rökstutt ítarlega þá skoðun varðandi leiðarval í Reykhólahreppi, að vegfylling skuli gerð yfir Þorskafjörð, Djúpafjörð og Gufufjörð. Að mínu áliti ber Vegagerðinni að athuga veglínu í flæðarmáli neðan sjávarbakka við Þorskafjörð í landi Þórisstaða, Grafar og Hallsteinsness. Þar eru víða gróðurlitlir melar og klettar í um 30-40 m hæð yfir sjó. Sú leið er á náttúruminjaskrá eins og flestar fjörur við Breiðafjörð. Má þar nefna veginn í friðlandi í Vatnsfirði og veg í umhverfismati um Kjálkafjörð og Mjóafjörð.“ Þetta segir Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, sem búsettur er á Reykhólum, meðal annars í grein hér á vefnum undir fyrirsögninni Áskorun á Vegagerðina, en erindið hefur einnig verið sent Vegagerðinni og fleirum.

...
Meira

Áhugamannafélagið Berjavinir verður með kynningarfund um stofnun Berjasamlags Vestfjarða 27. ágúst. Fundurinn verður haldinn í Melrakkasetrinu í Súðavík á Bláberjahátíð sem Súðvíkingar halda 26.-28. ágúst. Vonast Berjavinir til þess að með stofnun Berjasamlags Vestfjarða skapist tækifæri til atvinnusköpunar, bæði með beinum störfum yfir berjatímann og með afleiddum störfum, enda sé nýting villtra berja í íslenskri náttúru mjög vannýtt auðlind.

...
Meira
4. júlí 2011

Hann á afmæli í dag ...

Morgunblaðið 7. júlí 1987.
Morgunblaðið 7. júlí 1987.

Reykhólahreppur í núverandi mynd varð til 4. júlí 1987 við sameiningu fimm hreppa - Geiradalshrepps, Reykhólahrepps, Gufudalshrepps, Múlahrepps og Flateyjarhrepps. Þannig mætti segja að í dag sé „þjóðhátíðardagur“ sveitarfélagsins - rétt eins og Bandaríkja Norður-Ameríku, þar sem þess er minnst að sjálfstæðisyfirlýsing þeirra var samþykkt 4. júlí 1776.

...
Meira
Hátt eldsneytisverð hefur verið í umræðunni og samdráttur í akstri á þjóðvegum landsins rakinn til þess. Sumir ferðaþjónar eru uggandi yfir þróuninni en það á ekki við um alla. „Það eru fólgin tækifæri fyrir ferðaþjónustuna í hækkandi bensínverði,“ segir Gústaf Gústafsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða í samtali við bb.is á Ísafirði. „Og það er rangt að fullyrða eins og staðan er í dag að hærra bensínverð muni nauðsynlega draga mikið úr ferðalögum Íslendinga innanlands. Það má túlka tölur um minnkandi umferð frá Vegagerðinni á margan hátt og ég er nokkuð viss um að veðrið spilar þar töluvert inn í þó ég geti ekki fullyrt það núna,“ segir Gústaf.
...
Meira
Síðsumars hefur nýtt búnaðarblað göngu sína. Blað þetta hefur hlotið nafnið Freyja til heiðurs Búnaðarblaðinu Frey, sem gefinn var út í rúm hundrað ár þar til fyrir nokkrum árum. Útgáfufélagið Sjarminn mun gefa blaðið út en því standa Axel Kárason, Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, sem öll hafa numið landbúnaðarfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands og eru mikið áhugafólk um framþróun íslensks landbúnaðar. Jafnframt sjá þau um ritstjórn blaðsins.
...
Meira
Árni, Ingibjörg Birna og Kolbrún.
Árni, Ingibjörg Birna og Kolbrún.
Sú nýlunda er í ferðaþjónustu á Reykhólum í sumar, að hreppurinn leigði Hótel Bjarkalundi (Stekkjarlundi ehf.) aðstöðu í Reykhólaskóla og íþróttahúsinu á Reykhólum. Fram að þessu hefur hreppurinn sjálfur annast útleigu á aðstöðunni, einkum vegna ættamóta sem mjög vinsælt er að halda á Reykhólum. Fyrir þetta greiðir Bjarkalundur hreppnum kr. 775.000 í sumar. Fyrir utan svefnpokapláss og uppábúin rúm í skólanum og aðstöðu fyrir samkomur í íþróttahúsinu annast Bjarkalundur þjónustu við fólk sem býr í tjöldum eða húsbílum á túninu ofan við skólann. Á morgun, laugardag, verður síðan byrjað að selja veitingar í skólanum sem tilreiddar verða þar í eldhúsinu.
...
Meira
Svanhildur og þarapottarnir.
Svanhildur og þarapottarnir.

Þaraböð Svanhildar Sigurðardóttur á Reykhólum verða opnuð núna kl. 13 í dag eftir langan og vandaðan undirbúning. Þau verða hluti af Sjávarsmiðjunni rétt neðan við Kaupfélagshúsið gamla á Reykhólum og fyrsti hluti hennar sem kemst í gagnið. Þar er nú unnið af fullum krafti við standsetningu gamals og merkilegs húss. Í fyllingu tímans verður þar hægt að fá margs konar varning úr náttúru héraðsins. Jafnframt verður til sölu kaffi, te og vöfflur.

...
Meira
Þrátt fyrir opið hús og mikinn fjölda gesta á nýju bátaverndar- og hlunnindasýningunni á Reykhólum fyrir mánuði verður hún opnuð við formlega athöfn á morgun, 1. júlí. Þingmönnum og fleira fólki utan héraðsins hafa verið send boðskort en allir eru velkomnir þegar sýningin verður opnuð kl. 18. Aðstandendur sýningarinnar, sem eru Reykhólahreppur, æðarræktarfélagið Æðarvé við Breiðafjörð og Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar, vonast til að sem allra flestir láti sjá sig. Þessari formlegu opnun er valinn tími núna vegna hinna árlegu breiðfirsku bátadaga sem verða um helgina.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30