Tenglar

Félag áhugamanna um bátasafn Breiðafjarðar gengst núna um helgina fyrir hinni árlegu siglingu súðbyrtra trébáta á Breiðafirði. Félagið hefur súðbyrðinginn í öndvegi og vinnur jafnt að verndun hans og kynningu. Á laugardag er áætlað að sigla bæði frá Reykhólum og frá Stykkishólmi í Rauðseyjar og Rúfeyjar en á sunnudag er ráðgert að sigla í Akureyjar. Hafa skal þó í huga hið fornkveðna: Kóngur vill sigla en byr hlýtur að ráða.
...
Meira
Bogga, Alma, Lilja, Hrefna og Guðmundur.
Bogga, Alma, Lilja, Hrefna og Guðmundur.
1 af 4
Líklega er óvenjuseint að setja sumarblóm í koppa og kirnur þegar svo mjög er liðið á sumarið að daginn er tekið að stytta. En - betra er seint en aldrei. Eiginlega er sumarið komið á Reykhólum núna fyrst. Nema það fari strax aftur eins og á sunnudaginn var. Þá kíkti það í síðdegiskaffi en fór aftur þegar kláraðist úr bollanum - leist sennilega ekkert á tíðarfarið. Í allan dag hefur hins vegar verið veðurblíða og glaðasólskin, hitinn fór yfir fimmtán stig síðdegis og vindur hægur. Það eru viðbrigði eftir nánast linnulausan norðaustansperring og kuldaskratta mánuðum saman, fyrir utan litlu eða hreint engu skárri suðvestanátt í nokkra daga fyrir nokkrum vikum.
...
Meira

Meðal ótalmargra viðburða á Hamingjudögum á Hólmavík er Hamingjuhlaupið sem verður á laugardag, þriðja árið í röð. Það er Stefán Gíslason umhverfisfræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Hólmavík, hamingjusamur bóndasonur og þekktur hlaupagikkur frá Gröf í Bitrufirði, sem stendur fyrir hlaupinu. Hamingjuhlaupið er skemmtihlaup og þess vegna eru allir sigurvegarar sem taka þátt í því. Ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson stefnir að því að verða meðal þátttakenda. Hægt er að koma inn í hlaupið hvar sem er enda alls engin skylda að hlaupa frá upphafi til enda.

...
Meira
Í tilkynningu frá Vegagerðinni í dag segir að núna sé búið að opna Þorskafjarðarheiði fyrir umferð en á henni sé 5 tonna ásþungi. „Það er enn vor í henni, smávegis aurbleyta og frostleysingar en hún ætti samt að vera fær flestum bílum“, segir Jón Hörður Elíasson hjá Vegagerðinni.
...
Meira
Við sundlaugina gömlu og merkilegu að Laugalandi við Þorskafjörð.
Við sundlaugina gömlu og merkilegu að Laugalandi við Þorskafjörð.
Harpa Eiríksdóttir ferðamálafulltrúi Reykhólahrepps þakkar þær góðu viðtökur sem útivistardagarnir Gengið um sveit hlutu. Þær voru framar björtustu vonum. Jafnframt þakkar hún leiðsögumönnunum góðu og fróðu fyrir frábært starf. Dagana 23.-26. júní var farið í sjö göngur í Reykhólahreppi og hjólreiðaferð fyrir Gilsfjörð að auki. Ekki bar á öðru en þátttakendur hefðu mikla ánægju af þessum ferðum. Fyrsta ferðin var barnaganga upp að Heyárfossi á Reykjanesi. Fram hafa komið óskir um fleiri barnagöngur af því tagi núna í sumar og aldrei að vita nema af því verði fljótlega. Þegar eru farnar að berast hugmyndir að gönguferðum á næsta ári.
...
Meira
Sýslumaðurinn á Patreksfirði, Úlfar Lúðvíksson, verður til viðtals á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum á morgun, fimmtudaginn 30. júní, milli kl. 12 og 13.
...
Meira
Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður í orði kveðnu dagana 1.-3. júlí (föstudag til sunnudags) en raunar hefst hún í kvöld með námskeiði í hláturjóga og dagskrá verður síðan á hverjum degi. Þar verður urmull viðburða af nánast öllu tagi sem henta ekki aðeins heimafólki heldur gestum ekki síður. „Hamingjudagar eru ekki bara skemmtileg bæjarhátíð með afþreyingu við allra hæfi. Þeir eru líka góð ástæða fyrir alls konar fólk til að staldra við og íhuga hvað raunverulega skiptir máli í lífinu“, segir á vef Hamingjudaga.
...
Meira
Inga Birna að taka hreiður, eins og það er kallað þegar dúnn er tekinn.
Inga Birna að taka hreiður, eins og það er kallað þegar dúnn er tekinn.
1 af 6
Ingibjörg Birna sveitarstjóri Reykhólahrepps var ásamt Hjalta manni sínum gripin með í dúnleitarferð frá stórbýlinu Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit. Enda ótækt annað en sveitarstjórinn í þessu héraði kunni handtökin við ævagamlar breiðfirskar hlunnindanytjar. Farið var í eyjar fyrir utan Stað á súðbyrðingnum Þokka sem smíðaður var fyrir um áttatíu árum. Að sögn heimafólks var sveitarstjórinn snar að læra hvernig skal bera sig að við dúntekju.
...
Meira
Ólöf Ýrr Atladóttir. Mbl/Frikki.
Ólöf Ýrr Atladóttir. Mbl/Frikki.
Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri er ásamt Gústaf Gústafssyni hjá Markaðsstofu Vestfjarða á yfirreið um Vestfjarðakjálkann, sem lýkur með fundi á Reykhólum á morgun, þriðjudag. Fundurinn er ætlaður öllum sem að ferðamálum á svæðinu koma. Vonast er til þess að þeir nýti tækifærið, setjist niður með Ólöfu og Gústaf og ræði við þau, hvort heldur um almenna stefnu í ferðamálum væri að ræða eða nærtækari mál sem brenna á fólki. Þetta er gott tækifæri til að koma áherslum og reynslu þeirra sem búa eða starfa á svæðinu á framfæri við ferðamálastjóra.
...
Meira
Hópurinn við gestabókina.
Hópurinn við gestabókina.
1 af 5
Fimmtán manns fóru í miðnæturgöngu á Vaðalfjöll í Reykhólasveit á Jónsmessunni, þrettán Íslendingar og tveir eldri borgarar frá Danmörku. Hist var við Bjarkalund laust fyrir klukkan ellefu og mannskapnum ekið áleiðis upp eftir vegarslóðanum. Svo var gengið síðasta spölinn og alla leið upp á hnjúk og kvittað í gestabókina sem þar er. Veðrið var mjög gott og fólkið naut göngunnar enda útsýnið ekki af verri endanum. Mismunandi sögum fer af því til hversu margra sýslna sést af Vaðalfjöllum, sumir segja fimm, aðrir segja níu eða jafnvel fleiri.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30