Tenglar

Loksins komið sumar? Á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum var í dag sitthvað sem benti til þess. Lambhrúturinn Birkir - sem kominn er með myndarlega hnýfla - leit í heimsókn í síðdegiskaffi í glaðasólskini og þrettán stiga hita. Slíkur hiti mun ekki hafa mælst á Reykhólum fyrr á þessu ári. Í för með hrútnum státna var Indiana Ólafsdóttir. Heimilisfólk og starfsfólk skiptist á að taka Birki í fangið en hann lét sér vel líka og nartaði í nef og gleraugu og hálsakot og raunar allt sem til náðist. Varla hefur þetta verið í fyrsta sinn á lífsleiðinni sem Lilja á Grund hefur látið vel að lambi!
...
Meira
Ferðamálastofa hefur í samstarfi við við Ferðamálasamtök Íslands, Ferðaþjónustu bænda, Íslandsstofu, Samtök ferðaþjónustunnar, Markaðsstofur landshlutanna og Rás 2 hrint af stað sumarherferð sem ber yfirskriftina Vinalegasta viðmótið. Hugmyndin að baki þessu er að verðlauna það sem vel er gert á ferðaþjónustustöðum um allt land og vekja sérstaka athygli á þeim stöðum með jákvæðum hætti. Markmiðið er einnig að herferðin sé hvatning til fólks sem starfar við ferðaþjónustu að sýna jákvætt og vinalegt viðmót og leggja sig fram um að veita góða þjónustu í hvívetna.
...
Meira
Leópold Jóhannesson árið 1957.
Leópold Jóhannesson árið 1957.
1 af 2
Einn af kunnustu sonum Austur-Barðastrandarsýslu á síðari árum, Leópold Jóhannesson, löngum kenndur við Hreðavatnsskála, andaðist í fyrradag, nærri 94 ára að aldri. Hann fæddist á Ingunnarstöðum í Múlasveit en ólst upp á Laugabóli við Ísafjörð innst í Djúpi. Fóstra hans var Halla Eyjólfsdóttir skáldkona frá Gilsfjarðarmúla. Leópold var mikill félagsmálamaður en þjóðkunnur varð hann sem veitingamaður í Hreðavatnsskála í Borgarfirði. Hann var landsþekktur fyrir einstaka hjálpsemi og greiðvikni.
...
Meira
Nær allur hópurinn sem fór í gönguna. Gilið með Heyárfossi í baksýn.
Nær allur hópurinn sem fór í gönguna. Gilið með Heyárfossi í baksýn.
1 af 7
Útivistardagarnir í Reykhólahreppi undir samheitinu Gengið um sveit hófust í fyrradag með barnagöngu upp að Heyárfossi milli Höllustaða og Skerðingsstaða. Í gönguna fóru fimmtán börn og unglingar, þrjú foreldri, einn hundur og fararstjórinn Harpa Eiríksdóttir. Nesti var borðað í ljúfri laut, tækifærið notað að vaða í Heyá og allir skemmtu sér prýðilega.
...
Meira

Varpi fugla við Breiðafjörð er nú lokið. Það hefur vakið athygli manna hversu lélegt svartbaksvarp hefur verið í vor. Oft eru sveiflur á milli ára en nú hefur varpið gjörsamlega hrunið í nokkrum eyjum, þar sem mikið varp hefur verið áður fyrr og enginn veit hver ástæða þess er.

...
Meira
Silvía Björk Birkisdóttir.
Silvía Björk Birkisdóttir.
Silvía Björk Birkisdóttir opnar á morgun, laugardag, hárgreiðslustofu á neðri hæðinni í húsi Grettislaugar á Reykhólum undir nafninu Flottir lokkar. Af því tilefni verður opið hús fyrir gesti og gangandi milli kl. 14 og 16. Í næstu viku verður opið á þriðjudag og föstudag kl. 11-18 en frá og með 1. júlí verður opið kl. 11-16 eða eftir samkomulagi. Svona til áréttingar skal tekið fram, að Silvía Björk „þjónustar alla, bæði konur og kalla“.
...
Meira
Veglegt fiskihlaðborð verður í Bjarkalundi í Reykhólasveit að kvöldi Jónsmessunnar sem er á morgun, föstudaginn 24. júní, og varðeldur fyrir utan. Opnað verður fyrir hlaðborðið kl. 18.30 og munu kokkarnir halda því fersku fram til kl. 21. Meðal þess af fiskitagi sem á borðum verður (fyrir utan annað sem við á að éta) eru steinbítur, blálanga, steinbítskinnar, gellur, saltfiskur, ýmsar útgáfur af síld, rækjur og að sjálfsögðu þorskur og ýsa. Einnig - og að sjálfsögðu: Heimaveiddur silungur úr Berufjarðarvatni við Bjarkalund, bæði reyktur og grafinn. Varðeldurinn verður kveiktur kl. 21.30.
...
Meira
1 af 3
Grettislaugin góða á Reykhólum er vinsæl bæði meðal heimafólks og ferðamanna. Það sýndi sig með óvenjulegum hætti í dag - þó að óljóst sé hvort gesturinn skuli talinn meðal heimafólks eða ferðamanna. Allt í einu var lítill andarungi kominn þar á sundsprett eins og annað fólk. En þar sem unginn var ekki í fylgd með fullorðnum skv. reglugerð kom Dísa Sverrisdóttir sundlaugarstjóri með háf og veiddi hann upp úr lauginni, setti í fötu og fór með inn á skrifborð. Meðan unginn þornaði dundaði hann sér við að skoða tölvuna og kíkja í blað.
...
Meira
Breytingar hafa verið gerðar á fyrirhuguðum leiðum í tveimur ferðum á göngudögunum í Reykhólahreppi núna dagana 23.-26. júní (frá fimmtudegi til sunnudags). Annars vegar er það gangan sem átti að vera um Skálaneshraun á föstudag, en þar er nú vegarlagning í fullum gangi og lítill friður fyrir vélaskrölti og sprengingum. Sú ganga verður að vísu á Skálanesi en genginn verður gamall baggahestavegur. Hins vegar er það barnagangan á morgun. Ætlunin var að ganga upp á Grundarfjall en þess í stað hefur verið ákveðið að ganga upp með Heyá að Heyárfossi. Skrá um göngurnar ásamt leiðalýsingum er hér fyrir neðan.
...
Meira
Gróustaðir og gönguleiðin á fjallið. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Gróustaðir og gönguleiðin á fjallið. Ljósm. Mats Wibe Lund.
Miðvikudagsgönguferð Fjallagarpa í Reykhólahreppi féll niður fyrir viku vegna leiðinlegs veðurs. Þá var áformað að ganga fram á Króksfjarðarhyrnu en í staðinn verður það gert í kvöld. Þrátt fyrir nafngiftina Fjallagarpar eru miðvikudagsgöngur hópsins fremur auðveldar og alls ekkert klifur. Lagt verður af stað frá Gróustöðum við Gilsfjörð kl. 20.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30