Tenglar

Ljósm. Árni Geirsson.
Ljósm. Árni Geirsson.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri Reykhólahrepps sagði í fréttum RÚV, að svör skorti um stöðu Þörungaverksmiðjunnar hf. á Reykhólum, sem er stærsti vinnustaðurinn í sveitarfélaginu með liðlega þrjátíu stöðugildi. Framkvæmdastjóri verksmiðjunnar hætti skyndilega fyrir skömmu og engar skýringar á brotthvarfi hans hafa fengist þrátt fyrir að ítrekað hafi verið leitað eftir þeim. Ingibjörg Birna segir það vera óþægilegt að vita ekki stöðu fyrirtækisins og fyrirvaralaust brotthvarf framkvæmdastjórans hafi komið á óvart.
...
Meira
Gústi skenkir gestum nýmjólk.
Gústi skenkir gestum nýmjólk.
1 af 7
Löngum hefur verið tilhlökkunarefni þegar kýrnar eru látnar út í fyrsta sinn á vorin. Í dag var það gert á Miðjanesi í Reykhólasveit þó að vorið sé formlega liðið og komið hásumar samkvæmt almanakinu. En veðurfarið skoðar ekki alltaf almanakið, kalt hefur verið í veðri og þurrt og gróður lítt fram genginn. Bjartviðri var í dag þó að hitinn næði ekki tíu stigum og kýrnar á Miðjanesi og fjölmargir gestir léku við „kvurn sinn fíngur“ og gestirnir skáluðu í mjólk í tilefni dagsins.
...
Meira
Dýralæknar hafa af því áhyggjur hvert stefnir varðandi þjónustu dýralækna í dreifbýli. Sú breyting verður núna 1. nóvember að störf héraðsdýralækna sem sinna bæði opinberu eftirliti og almennri þjónustu verða lögð niður. Þetta á við um héraðsdýralæknana sem nú eru í Borgarnesi, Stykkishólmi, Búðardal, á Ísafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Húsavík, Egilsstöðum, Breiðdalsvík, Höfn í Hornafirði og Kirkjubæjarklaustri.
...
Meira
Fjallkonan í Reykhólahreppi árið 2011: Eydís Sunna Harðardóttir á Tindum.
Fjallkonan í Reykhólahreppi árið 2011: Eydís Sunna Harðardóttir á Tindum.
1 af 9
Eydís Sunna Harðardóttir á Tindum í Geiradal var fjallkona Reykhólahrepps á þjóðhátíðinni í Bjarkalundi. Það var vel til fundið vegna þess að hún er „þjóðhátíðarbarn“ - fædd 17. júní 1996 og átti því 15 ára afmæli á 200 ára fæðingarafmæli Jóns forseta. Eydís Sunna flutti kvæði eftir breiðfirsku skáldkonuna Ólínu Andrésdóttur. Umf. Afturelding annaðist hátíðarhöldin að venju og voru þau með hefðbundnu sniði, leikir af ýmsu tagi fyrir börn og fullorðna og kaffihlaðborðið í Bjarkalundi var á sínum stað.
...
Meira
1 af 10
Handverks-, bóka- og nytjamarkaður Handverksfélagsins Össu í Reykhólahreppi var opnaður í Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi í gær, 17. júní. Aðsókn var góð og fjölbreyttar vörur eru í boði. Opið verður allar helgar í sumar kl. 13-18 og einnig á virkum dögum í júlímánuði á sama tíma. Tekið er við hlutum á nytjamarkaðinn þegar opið er. Nýir handverksfélagar geta haft samband við Sóley í síma 895 7763 og Erlu Björk í síma 892 7897.
...
Meira
Ólafía og Eyvi í versluninni Hólakaupum verða gefin saman í hjónaband í Reykhólakirkju kl. 17 á morgun, laugardag. Frá klukkan 22 verða þau með opið hús í íþróttahúsinu þar sem vinir þeirra og kunningjar og viðskiptavinir eru velkomnir - á þeim tíma og eftir það. Þar verða í boði léttar bjórveitingar (meðan birgðir endast) en öllum er frjálst að koma með sína eigin drykki. Í ljósi hins mjög langa sambands Ólafíu og Eyva er orðið tímabært að gefast saman með formlegum hætti og þó fyrr hefði verið. Raunar er uppgefin ástæða fyrir þessu tilstandi núna sú, að þau eru að halda (dálítið síðbúið) upp á stórafmæli beggja.
...
Meira
1 af 2
Vestfirska forlagið sendir frá sér þessa dagana tvær bækur um Jón forseta Sigurðsson frá Hrafnseyri við Arnarfjörð - aðra á íslensku, hina á ensku. Í dag, 17. júní, eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Önnur bókanna nefnist Maður sem lánaðist og hefur að geyma umfjöllun af ýmsu tagi ætlaða íslenskum almenningi um Jón forseta í tilefni tímamótanna í samantekt Hallgríms Sveinssonar. Fjallað er um uppruna og helstu áfanga á æviferli Jóns. Umsagnir samtíðarmanna eru áberandi en ætla verður að þeir geti trútt um talað. „Hverja ætti svo sem frekar að kalla til vitnisburðar um þennan óskason Íslands?“ spyr Hallgrímur. Ýmislegt annað markvert og jafnvel smálegt sem vel má rifja upp ber á góma.
...
Meira
Hafdís Sturlaugsdóttir.
Hafdís Sturlaugsdóttir.
Góð þátttaka er á námskeiði um jurtir og náttúrulækningar sem haldið verður í Þróunarsetrinu á Hólmavík á mánudaginn. Enn er þó hægt að bæta við þátttakendum. Gjaldið er 7.900 krónur og greiðist með greiðsluseðli nokkrum dögum eftir námskeiðið. Minnt er á að ýmis stéttarfélög taka þátt í námskeiðskostnaði félagsmanna og Fræðslumiðstöð Vestfjarða reynir að leiðbeina fólki við að sækja um styrki. Gott er að þátttakendur hafi með sér skæri eða greinaklippur og taupoka til að safna plöntum en farið verður í vettvangsferð í nágrenni Hólmavíkur. Áhugasamir geta haft samband við Stínu í síma 867 3164.
...
Meira
Hátt eldsneytisverð dregur úr ferðum Íslendinga innanlands. Umferð fyrstu helgina í júní var 14% minni en sömu helgi í fyrra. „Ferðaþjónustufyrirtæki kvíða því að ferðalög Íslendinga verði minni í ár“, segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í samtali við Morgunblaðið. Þar kemur einnig fram, að innan ferðaþjónustunnar sé mikil óánægja með nýjan gistináttaskatt stjórnvalda. Skatturinn er sagður flókinn í framkvæmd og gististaðir ekki undirbúnir fyrir hann.
...
Meira
Jón Þór Kjartansson verkstjóri Vinnuskólans ásamt mannskapnum.
Jón Þór Kjartansson verkstjóri Vinnuskólans ásamt mannskapnum.
Ungmennin í Vinnuskóla Reykhólahrepps slá ekki slöku við að snyrta og fegra umhverfið - nema rétt á meðan ljósmyndari kemur á vettvang og verkstjórinn kallar þau saman fyrir myndatöku. Reykhólahreppur minnir á, að fólk sem vill fá mannskapinn til sláttar eða hreinsunar á lóðum og lendum eða í önnur tilfallandi verkefni getur haft samband við Jón Þór Kjartansson verkstjóra í síma 892 3830 eða sent tölvupóst í netfangið skrifstofa@reykholar.is.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30