Tenglar

Íslenskur landbúnaður nýtur yfirgnæfandi stuðnings þjóðarinnar, skv. könnun sem kynnt var við setningu Búnaðarþings í dag. Um 96 prósent þjóðarinnar lýsa þar jákvæðum hug til bænda. Úr Reykhólahreppi sitja Búnaðarþing þeir Gústaf Jökull Ólafsson á Reykhólum, kjörinn fulltrúi, og Karl Kristjánsson á Kambi, stjórnarmaður í Búnaðarsamtökum Íslands og fulltrúi í framkvæmdanefnd samtakanna.
...
Meira
Hjá Íslendingum er veðrið stöðugt umræðuefni en einkum þó þegar áhlaup gerir eins og núna að undanförnu og grannt er fylgst með veðurspám. Vitað er að einhverjir fylgjast með spánum fyrir Reykhóla og Reykhólahrepp á norska veðurvefnum yr.no og sumir telja þær jafnvel betri en íslensku spárnar. Hér skal enginn dómur lagður á það. Netverjar geta skoðað þetta og reynt að meta það sjálfir. Hér eru slóðirnar á spárnar fyrir Reykhóla og Reykhólahrepp á þessum norska vef:
...
Meira
Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars, bæði á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins og á vef Þjóðskrár. Með því að slá inn kennitölu kjósanda kemur upp nafn hans, lögheimili, sveitarfélag og kjördæmi. Einnig fá Reykvíkingar upplýsingar um kjörstað og kjördeild.
...
Meira
27. febrúar 2010

Sunnudagaskólinn fellur niður

Sunnudagaskóli Reykhólakirkju fellur niður á morgun, sunnudaginn 28. febrúar. Sr. Elína Hrund er syðra og kemst ekki vestur vegna færðarinnar, en ekki stendur til að ryðja í dag.
...
Meira
Síðasti dagur Svæðisútvarps Vestfjarða og Vesturlands var í dag. Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að Ríkisútvarpið ohf. reki aðskilnaðarstefnu með ákvörðun sinni um að leggja niður svæðisbundnar útsendingar og stofna þess í stað til sérstakra landsbyggðarfréttaþátta í sjónvarpi og hljóðvarpi. Þetta kom fram í umræðum um svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær. Þverpólitísk andstaða virðist ríkja á Alþingi gegn niðurskurði RÚV á landsbyggðinni.
...
Meira
Frá vígslu vegarins um Þröskulda.
Frá vígslu vegarins um Þröskulda.
„Hvað hefur klikkað? Mér er tjáð að þegar þessar vegabætur voru á teikniborðinu hafi eldri menn varað við miklum snjóalögum akkúrat á þessum stöðum“, segir Kristín Hálfdánsdóttir, rekstrarstjóri Landflutninga-Samskipa á Ísafirði. Hún segir að þegar eitthvað sé að veðri og færð geti Vestfirðingar ekki nýtt sér nýju leiðirnar sem teknar voru í gagnið á síðasta ári, hvorki veginn yfir hálsinn við Skálavík í Mjóafirði í Djúpi né veginn um Arnkötludal og Gautsdal (veginn um Þröskulda) milli Stranda og Reykhólahrepps. „Bílar þurfa nú, þó ekki snjói meira, að keyra gömlu leiðina fyrir nesið og út í Reykjanes og síðan gömlu leiðina um Strandir. Arnkötludalurinn hefur ekki verið opnaður síðan á þriðjudag. Núna eru bæði flutningabílar og póstbíllinn fastir í Bitrufirði á Ströndum“, sagði Kristín í morgun.
...
Meira
Vakin er athygli á nýjum vef Sjúkratrygginga Íslands (www.sjukra.is) sem opnaður hefur verið. Hann tekur við hlutverki vefsvæðis TR (tr.is) sem upplýsingaveita um sjúkratryggingar til almennings, heilbrigðisstofnana og fyrirtækja. Í grunninn er vefurinn viðamikil upplýsingaveita um sjúkratryggingar. Haft var að leiðarljósi í uppbyggingu hans að hafa upplýsingar um réttindi almennings eins einfaldar og greinargóðar og mögulegt er.
...
Meira
Arna Lára Jónsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi, tók í gær sæti á Alþingi í fjarveru Ólínu Þorvarðardóttur. Arna Lára hefur ekki áður tekið sæti á þingi. Í tilkynningu forseta Alþingis kom fram að Ólína geti ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur af einkaástæðum. Arna Lára er verkefnastjóri hjá Impru-Nýsköpunarmiðstöð á Ísafirði og bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ.
...
Meira
25. febrúar 2010

Grettislaug lokuð í dag

Grettislaug á Reykhólum verður lokuð í dag, fimmtudaginn 25. febrúar, vegna viðgerða.
...
Meira
Vegna veðurs og ófærðar hefur félagsvist Vinafélags Grettislaugar, sem vera átti á Reykhólum í kvöld, verið frestað um eina viku.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30