Tenglar

Fréttir síðasta misserið um stöðugt vaxandi áhuga á fiskeldi og kræklingarækt í fjörðum vestra hafa kallað á viðbrögð hagsmunaaðila og sveitarfélaga. Á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga hófst á síðasta ári vinna við skrásetningu nýtingar strandsvæðisins og stefnt er að gerð nýtingaráætlunar fyrir sama svæði. Meðal annars hélt sambandið í nóvember fjóra vinnufundi - á Drangsnesi, Reykhólum, Patreksfirði og Ísafirði. Verkefni þetta byggist á samþykktum Fjórðungsþinga síðustu ára og áliti starfshóps sambandsins um gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði.
...
Meira
Samgönguráðherra opnar nýja veginn með aðstoð vegamálastjóra.
Samgönguráðherra opnar nýja veginn með aðstoð vegamálastjóra.
Skiptar skoðanir eru um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að kenna nýja veginn um Arnkötludal og Gautsdal við Þröskulda. Að minnsta kosti virðast margir sáróánægðir með Þröskuldanafnið, sem dregið er af kennileiti á þessari leið milli Reykhólahrepps og Stranda. Meðan unnið var að gerð vegarins var að jafnaði talað um Arnkötludalsveg en Þröskuldaheitið kom til sögunnar í vetur eftir að vegurinn hafði verið opnaður.
...
Meira
1 af 2
Samningur milli allra slökkviliða á Vesturlandi var undirritaður á Vatnasafninu í Stykkishólmi í gær. Þetta eru slökkvilið Stykkishólms og nágrennis, Slökkvilið Grundarfjarðar, Slökkvilið Snæfellsbæjar, Slökkvilið Dalabyggðar, Slökkvilið Reykhólahrepps, Slökkvilið Borgarbyggðar og Slökkvilið Akraneskaupstaðar. Markmiðið er að nýta þau tæki og þann mannafla sem slökkviliðin á Vesturlandi hafa yfir að ráða með gagnkvæmri aðstoð við slökkvistörf ef um meiri háttar eldsvoða eða dreifibruna er að ræða. Af hálfu Reykhólahrepps sátu fundinn þeir Óskar Steingrímsson og Egill Sigurgeirsson.
...
Meira
Þorri kveður á laugardaginn með þorraþræl og síðan hefst góa með konudegi á sunnudag. Þorrinn og góan laust eftir miðjan vetur eru að verða einu mánuðirnir samkvæmt gamla íslenska tímatalinu sem margir virðast ennþá þekkja. Í pistilkorni undir heitinu Gamla tímatalið (Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni vinstra megin) greinir Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) í stuttu máli frá gömlu rammíslensku mánuðunum sem nú eru óðum að hverfa í gleymsku.
...
Meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að enn sé unnið að sameiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og iðnaðarráðuneytisins í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Hún segist gera sér grein fyrir að andstaða sé við fyrirhugaða sameiningu meðal hluta Vinstri grænna. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sameiningu ráðuneytanna. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir aftur á móti að ekki séu nein skynsamleg rök fyrir slíkri sameiningu. Ýmis samtök bæði í landbúnaði og sjávarútvegi, auk sveitarfélaga, hafa ályktað á sama veg.
...
Meira
Öskudagsskemmtun verður í íþróttahúsinu á Reykhólum kl. 15.30 í dag. Þar mæta allir í búningum og hafa gaman saman og slá köttinn úr tunnunni. Eldri nemendur Reykhólaskóla selja léttar veitingar á vægu verði. Foreldrafélagið dreifir síðan sælgæti til allra krakka í boði Sparisjóðsins og Heilsugæslunnar.
...
Meira
Gunnlaug Birta á Erpsstöðum tekur við verðlaunum sínum úr hendi Unnar Birnu.
Gunnlaug Birta á Erpsstöðum tekur við verðlaunum sínum úr hendi Unnar Birnu.
Nýlega voru afhent verðlaun fyrir verkefni meðal nemenda í efstu bekkjum grunnskóla, sem fjallar m.a. um það hvernig heimabyggðin getur verið betri eða meira spennandi staður til að búa á. Verkefnið er á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni og er núna á sínu sjötta ári. Í tveimur af þremur efstu sætunum voru nemendur sem teljast verða grannar Reykhólahrepps. Fyrsta sætið hlaut Elísabet Ósk Magnúsdóttir í Grunnskóla Önundarfjarðar á Flateyri en þriðju verðlaun fékk Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir í Auðarskóla í Búðardal, en hún á heima á Erpsstöðum í Dölum. Í öðru sæti varð Davíð Arnar Ágústsson í Grunnskóla Þorlákshafnar.
...
Meira
Aðalfundur Vinafélags Grettislaugar á Reykhólum verður haldinn í Reykhólaskóla á fimmtudagskvöldið kl. 20 og fólk eindregið hvatt til að koma. Jafnframt ætlar félagið að selja blóm fyrir konudaginn núna á sunnudag. Hugmyndin að Vinafélagi Grettislaugar kviknaði í fyrravor þegar íbúar hreppsins drifu sig í sund eftir árlega hreingerningu. Sundlaugin var hálffull af vatni og yngsta kynslóðin skemmti sér konunglega. Þá kviknuðu umræður um að gaman væri að vera með buslulaug líka. Ákveðið var að stofna félag sem hefði það markmið að safna fyrir slíkri laug.
...
Meira
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, sóknarprestur í Reykhólaprestakalli, hefur í nokkur horn að líta í kirkjustarfinu í dag, sunnudaginn 14. febrúar. Kl. 11 er sunnudagaskóli í Reykhólakirkju. Messa er í Staðarhólskirkju í Saurbæ kl. 13.30 og kaffisopi í Tjarnarlundi eftir messu. Kl. 16 verður síðan messa í Reykhólakirkju og kaffisopi á kirkjuloftinu á eftir.
...
Meira
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi sínum 14. janúar 2010 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 samkv. 1. málsgrein 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum. Breytingin er gerð fyrir nýtt íbúðasvæði í Bjarkalundi og smábátahöfn við Innstapoll í Flatey. Jafnframt eru auglýstar eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30