19. febrúar 2010
Áætlun gerð um nýtingu strandsvæða Vestfjarða
Fréttir síðasta misserið um stöðugt vaxandi áhuga á fiskeldi og kræklingarækt í fjörðum vestra hafa kallað á viðbrögð hagsmunaaðila og sveitarfélaga. Á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga hófst á síðasta ári vinna við skrásetningu nýtingar strandsvæðisins og stefnt er að gerð nýtingaráætlunar fyrir sama svæði. Meðal annars hélt sambandið í nóvember fjóra vinnufundi - á Drangsnesi, Reykhólum, Patreksfirði og Ísafirði. Verkefni þetta byggist á samþykktum Fjórðungsþinga síðustu ára og áliti starfshóps sambandsins um gerð svæðisskipulags fyrir Vestfirði.
...
Meira
...
Meira