Tenglar

Keppendurnir frá Reykhólaskóla ásamt Stefáni íþróttakennara.
Keppendurnir frá Reykhólaskóla ásamt Stefáni íþróttakennara.
1 af 3
Krakkarnir úr Reykhólaskóla sem tóku þátt í undankeppninni í Skólahreysti í fyrradag, þar sem lið frá skólum á Vesturlandi öttu kappi, stóðu sig með prýði. Ottó Hlíðar Gunnarsson keppti í upphífingum og dýfum, Dagný Bjarkadóttir í armbeygjum og hreystigreip en Margrét Björnsdóttir og Róbert Freyr Ingvason í hraðaþraut. Allir hinir krakkarnir fimm úr unglingadeildinni mættu á keppnina til að styðja liðið sitt. Keppendur frá Reykhólaskóla voru þannig nærri helmingur þeirra sem eru í unglingadeildinni.
...
Meira
Þverun í mynni Þorskafjarðar.
Þverun í mynni Þorskafjarðar.
Bjarni M. Jónsson heldur kynningarfund á Reykhólum á fimmtudaginn, 18. mars, þar sem kynntar verða áhugaverðar hugmyndir um að samþætta veg og virkjun í sameiginlegu mynni Þorskafjarðar, Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Þetta er hugmynd sem varð til þegar Bjarni vann að meistaraprófsritgerð við Háskólasetrið á Ísafirði í fyrra. Búið er að stofna sprotafyrirtæki um hugmyndina sem heitir Vesturorka - WesTide ehf. Að því standa í dag, auk Bjarna, Orkubú Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
...
Meira
Hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps tekur heils hugar undir yfirlýsingu bæjarráðs Vesturbyggðar frá 1. mars þar sem þungum áhyggjum er lýst yfir þeim töfum sem orðið hafa við uppbyggingu Vestfjarðavegar í vestanverðum Reykhólahreppi. Hreppsnefndin tekur einnig undir bókun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar þar sem m.a. segir að samgönguyfirvöld verði að setja „þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd í tafarlausan forgang til að koma sunnanverðum Vestfjörðum í mannsæmandi vegasamband hið fyrsta.“
...
Meira
Ráðherra og vegamálastjóri opna veginn með nafninu umdeilda.
Ráðherra og vegamálastjóri opna veginn með nafninu umdeilda.
Þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi 8. mars 2007 að mæla með því að nafnið „Arnkötludalur“ yrði notað á nýjan veg sem liggja ætti um Arnkötludal og Gautsdal var nafnið „Tröllatunguvegur“ vinsælt hjá Vegagerðinni. Síðan hefur bæst við allnokkur hópur nafna, misgóðra - Tunguheiði, Djúpvegur um Þröskulda, Djúpvegur um Arnkötludal og á Reykhólavefnum sá ég nýlega nafnið „Þröskuldaleið“. - Þannig hefst grein sem Karl Kristjánsson á Kambi í Reykhólasveit skrifar hér á vefinn undir fyrirsögninni Vegur um Arnkötludal, sjá Sjónarmið / Aðsent efni í valmyndinni hér vinstra megin. Karl gagnrýnir í grein sinni, eins og fleiri hafa gert, að hinn nýi vegur skuli kenndur við Þröskulda eins og Vegagerðin vill gera.
...
Meira
14. mars 2010

Villandi vegaskilti

Mynd: strandir.is.
Mynd: strandir.is.
Fyrir nokkru birti vefurinn strandir.is nokkrar myndir af villandi vegaskiltum á Ströndum, sem enn átti eftir að skipta um eftir að vegurinn um Arnkötludal opnaðist í haust. Er skemmst frá að segja að mjög snarlega var öllum þeim skiltum skipt út, að einu frátöldu sem er við Búðardal. Þar er ferðalöngum sem koma norður Vestfjarðaveg og ætla til Hólmavíkur (eða lengra norður og vestur) eindregið bent á að fara Laxárdalsheiði. Í Norðurárdal í Borgarfirði, við vegamótin inn á Vestfjarðaveg, er annað slíkt skilti. Þar er þeim sem ætla til Ísafjarðar bent eindregið á að halda áfram sem leið liggur norður í land og fara um Holtavörðuheiði.
...
Meira
Helgistund verður í Barmahlíð á Reykhólum kl. 14.30 á sunnudag. Um kvöldið eða kl. 20.30 verður síðan „léttmessa“ í kirkjunni þar sem kór Reykhólaprestakalls og hópur ungmenna leiða sönginn. Fermingarbörn prestakallsins taka þátt í athöfninni. Organisti er Svavar Sigurðsson en hristur, trommur og gítarar koma líka við sögu. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11 um morguninn. Mömmumorgnar hefjast að nýju fimmtudaginn 18. mars kl. 10.30 á prestssetrinu á Reykhólum.
...
Meira
Strandagangan verður haldin í Selárdal við Steingrímsfjörð á morgun, laugardag. Þetta er 16. árið í röð sem gangan er haldin en fyrsta Strandagangan var haldin snjóaveturinn 1995. Það er ástæða til að hvetja fólk til að fjölmenna í Selárdal, annað hvort til að vera með í göngunni eða fylgjast með bestu skíðagöngumönnum landsins, sem sumir eru nýkomnir úr Vasagöngunni. Brautin sést öll frá veginum fram að Geirmundarstöðum. Ágætt er fyrir áhorfendur að hafa kíki meðferðis.
...
Meira
Impra á Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa óska eftir umsóknum um þátttöku í verkefninu Krásir sem er fræðslu- og þróunarverkefni í svæðisbundinni matargerð. Í verkefninu verður boðið upp á fræðslu auk faglegs og fjárhagslegs stuðnings við þróun og sölu matvæla. Þátttaka í verkefninu er opin einstaklingum og litlum fyrirtækjum á landsbyggðinni, eða samstarfshópum einstaklinga og lítilla fyrirtækja, sem óska eftir að vinna saman við þróun á matvörum. Matvörurnar þurfa að vera ákveðin nýjung en hafa um leið sterka skírskotun til viðkomandi svæða eða menningar.
...
Meira
Um allt land er talað um þörfina fyrir að jafna flutningskostnað til að draga úr þeim gríðarlega mun sem er á samkeppnisstöðu landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis. Umræða um þessa þörf hefur staðið lengi yfir og ekki lagast staðan. Flutningskostnaður er hreinlega að sliga sum fyrirtæki á landsbyggðinni og mismunurinn er það mikill að húsnæðiskostnaður sem oft á tíðum er lægri þar nær ekki að brúa bilið hjá mörgum.
...
Meira
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar lýsir yfir eindregnum stuðningi við bæjarstjórn Vesturbyggðar og önnur sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum í baráttunni fyrir endurnýjun Vestfjarðavegar í vesturhluta Reykhólahrepps. Tillaga þessa efnis var samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi. „Samgönguyfirvöld verða að setja þessa bráðnauðsynlegu framkvæmd í tafarlausan forgang til að koma sunnanverðum Vestfjörðum í mannsæmandi vegasamband hið fyrsta“, segir í samþykktinni. Um er að ræða vegarkaflana frá Þorskafirði að Skálanesi og frá Eiði við Vattarfjörð að Þverá í Kjálkafirði.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30