Tenglar

Kristinn Bergsveinsson.
Kristinn Bergsveinsson.
Hér hefur verið fjallað um misjafnar skoðanir á nafngiftinni sem Vegagerðin notar um nýja veginn um Gautsdal og Arnkötludal milli Reykhólahrepps og Stranda. Meðan á framkvæmdum stóð var jafnan talað um Arnkötludalsveg en í vetur tók Vegagerðin í notkun nafnið Þröskuldar eftir kennileiti á leiðinni. Einkum virðist mönnum norðan heiða ami að þessari nafngift og telja sumir að hún kunni að fæla ferðafólk frá þessari leið. Kristinn Bergsveinsson frá Gufudal, sem búsettur er í Görðum á Reykhólum, hefur lagt fram diplómatíska tillögu um lausn á þessu máli. Hún felst í því, að yfir ferðamannatímann á sumrum verði Arnkötludalsnafnið notað en á vetrum verði talað um Þröskulda, enda sé það þá í mörgum tilvikum réttnefni ...
...
Meira
Samtökin Þjóðarvettvangur bjóða fólki alls staðar á landinu að setjast niður í smáum hópum og ræða gildin réttlæti, virðing og heiðarleiki jafnframt því að tengja þau við IceSave. Síðar meir er ætlunin að ræða um málefni á borð við ESB og jafnvel kvótakerfið og önnur stór þjóðfélagsmál. Fjölda funda um allt land hefur verið ýtt úr vör - sjá nánar heimasíðu Þjóðarvettvangs.
...
Meira
Björgunarsveitin Heimamenn í Reykhólahreppi fór í sextán útköll á árinu 2009. Þó að starfsemin láti ef til vill ekki mikið yfir sér er alltaf nokkuð um útköll á hverju ári þó að sjaldan sé um mjög alvarleg atvik að ræða, sem betur fer. Alltaf er þörf á fjármunum til reksturs sveitarinnar og þakkað er fyrir góðar viðtökur á fjáröflunardögum, svo sem þegar neyðarkallinn er seldur og greni á hverju ári. Þess má jafnframt geta að flugeldasalan um áramótin hefur aldrei skilað eins miklu og einmitt núna í kreppunni. Á liðnu ári voru einir fimm bílar aðstoðaðir á Þorskafjarðarheiði, tveir sem lentu í vandræðum vegna hálku við Geitará, fjórir voru dregnir úr Bæjarárskafli, einn var dreginn yfir Þröskulda, þrír voru aðstoðaðir á Klettshálsi, og loks bað Björgunarsveitin Ósk í Búðardal einu sinni um leit að manni.
...
Meira
Litla stúlkan dafnar vel.
Litla stúlkan dafnar vel.
Lítil stúlka á Reykhólum er nú orðin liðlega eins mánaðar gömul. Foreldrar hennar eru þau Íris Ósk Sigþórsdóttir og Ólafur Einir Smárason frá Borg í Reykhólasveit, sem eiga heima að Hellisbraut 38. Stúlkan litla fæddist á Fæðingardeild Landspítalans kl. 14.47 hinn 20. janúar og var 3.080 grömm, eða um 12 merkur, og 47 sentimetrar. Hún hefur dafnað vel í alla staði enda róleg og ljúf stelpa. Hún er fyrsta barn foreldra sinna.
...
Meira
Vinafélag Grettislaugar efnir til félagsvistar í húsnæði Hlunnindasýningarinnar við Maríutröð á Reykhólum á fimmtudag, 25. febrúar. Spilamennskan hefst kl. 20.00 og miðaverðið er 600 krónur. Allir eru velkomnir.
...
Meira
1 af 2
Í hádeginu á fimmtudaginn (25. febrúar) kl. 12.15-12.45 flytur Ingvar Atli Sigurðssson, jarðfræðingur á Náttúrustofu Suðurlands, erindi sem nefnist Hnyðlingar í íslenskum gosmyndunum. Það eru Samtök náttúrustofa á Íslandi (SNS) sem skiptast á um að halda fræðsluerindi sem dreift er gegnum fjarfundabúnað. Hægt er að fylgjast með fyrirlestrunum víða um land og nú líka í Grunnskólanum á Reykhólum.
...
Meira
Í framhaldi af smáfrétt og pistilkorni Guðjóns D. Gunnarssonar á Reykhólum hér á vefnum í síðustu viku um gömlu íslensku mánaðaheitin sendi Indiana Ólafsdóttir á Reykhólum braginn hér fyrir neðan, þar sem eiginleikum hvers mánaðar er fléttað við nöfnin. Ekki kemur fram hver ort hefur þennan brag og mætti alveg eins ætla, þangað til annað kemur í ljós, að þetta sé gamall húsgangur og ekki vitað um höfund. Myndin er hins vegar af snjóhúsi sem reis við Hellisbraut á Reykhólum eftir óveðurskaflann um jólin og minnir á að fátt er svo með öllu illt ...
...
Meira
Ostagerð á miðöldum.
Ostagerð á miðöldum.
Landbúnaðarháskóli Íslands stendur í samvinnu við Veislu að vestan fyrir námskeiði á Reykhólum í heimavinnslu mjólkurafurða með áherslu á ostagerð. Námskeiðið verður laugardaginn 20. mars. Farið verður í einstaka þætti ostaframleiðslu og tilbúningur einstakra ostategunda skoðaður til að fá tilfinningu fyrir muninum á framleiðslu á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum og hvað þarf til. Gerðar verða verklegar tilraunir (sýnikennsla) með einfalda framleiðslu. Skoðaðir verða möguleikar heimaframleiðslu og samanburður við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt verður um tæki, tól og aðstöðu sem þarf fyrir hverja ostategund. Síðan verða umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þátttakenda.
...
Meira
Fyrir tæpu ári undirrituðu ríkisstjórn Íslands og Samband íslenskra sveitarfélaga viljayfirlýsingu um tilfærslu félagsþjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga árið 2011. Landssamtökin Þroskahjálp eru hagsmunasamtök flestra þeirra sem njóta þjónustu skv. lögum um málefni fatlaðra. Fyrir nokkru sendu samtökin spurningar til allra íslenskra sveitarfélaga varðandi undirbúning þessa máls.
...
Meira
Hlutfallslega eru mun fleiri skráðir í Þjóðkirkjuna í Reykhólaprestakalli en í Vestfjarðaprófastsdæmi í heild og á landinu öllu, samkvæmt tölum frá 1. desember á vef Hagstofu Íslands. Þar er miðað við fólk 16 ára og eldra. Mörk Reykhólaprestakalls miðast ekki við Reykhólahrepp heldur eru innan þess einnig tvær sóknir í Dalabyggð, Staðarhólssókn í Saurbæ og Skarðssókn á Skarðsströnd. Í Reykhólahreppi eru fjórar sóknir, Garpsdalssókn, Reykhólasókn, Gufudalssókn og Flateyjarsókn á Breiðafirði. Reykhólaprestakall tilheyrir Vestfjarðaprófastsdæmi.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30