11. mars 2010
Hafa áhyggjur af töfum á vegabótum
Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum yfir þeim töfum sem orðið hafa á endurnýjun hluta Vestfjarðavegar í vestanverðum Reykhólahreppi. Um er að ræða vegarkaflana frá Þorskafirði að Skálanesi og frá Eiði við Vattarfjörð að Þverá í Kjálkafirði. „Niðurstaða bæjarstjórnarinnar varð sú að styðja eindregið þá áður samþykktu stefnu að endurbyggja veginn samkvæmt B-leið/línu á svæðinu frá Þorskafirði vestur fyrir Skálanes. Sömu meginrök gilda nú sem áður og felast einkum í því að fyrirhugaður vegur verður lagður um láglendi og hefur samgöngulega yfirburði umfram aðra kosti í stöðunni.“
...
Meira
...
Meira