Tenglar

Bæjarstjórn Vesturbyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum yfir þeim töfum sem orðið hafa á endurnýjun hluta Vestfjarðavegar í vestanverðum Reykhólahreppi. Um er að ræða vegarkaflana frá Þorskafirði að Skálanesi og frá Eiði við Vattarfjörð að Þverá í Kjálkafirði. „Niðurstaða bæjarstjórnarinnar varð sú að styðja eindregið þá áður samþykktu stefnu að endurbyggja veginn samkvæmt B-leið/línu á svæðinu frá Þorskafirði vestur fyrir Skálanes. Sömu meginrök gilda nú sem áður og felast einkum í því að fyrirhugaður vegur verður lagður um láglendi og hefur samgöngulega yfirburði umfram aðra kosti í stöðunni.“
...
Meira
Minnt skal á félagsvist Vinafélags Grettislaugar á Reykhólum sem haldin verður í kvöld, fimmtudag. Spilamennskan verður í matsal Reykhólaskóla en ekki í húsnæði Hlunnindasýningarinnar, eins og til stóð. Hún hefst kl. 20 og miðaverðið er 600 krónur. Allir eru velkomnir. Ætlunin var að halda vistina fyrir hálfum mánuði en þá varð að fresta henni vegna veðurs og færðar. Nú horfir hins vegar vel í þeim efnum.
...
Meira
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Hótel Núpi í Dýrafirði laugardaginn 17. apríl og stefnir í mikla dagskrá í tengslum við hann. Kvöldið áður verður stefnumótunarskýrslan kynnt en verið er að leggja lokahönd á hana um þessar mundir. Vel yfir 100 manns komu að vinnu við hana á fundum víðs vegar um Vestfirði. Eftir aðalfundinn á laugardagsmorgni hefst síðan heilmikil ráðstefna undir yfirskriftinni Umhverfisvottaðir Vestfirðir. Þar halda erindi helstu sérfræðingar landsins um þennan málaflokk og ræða hann út frá öllum sviðum. Umhverfisráðherra hefur boðað komu sína á fundinn.
...
Meira
Páll og Ester Rut við krufningu.
Páll og Ester Rut við krufningu.
Melrakkasetur Íslands í Súðavík og Náttúrustofa Vestfjarða (Nave) eru í samstarfi við Háskóla Íslands um krufningar á veiddum refum á Vestfjörðum. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem gerðar eru markvissar rannsóknir á veiddum refum í fjórðungnum og upplýsinga aflað, m.a. um stofngerð. Þær upplýsingar á síðan að vera hægt að nota til að stjórna veiðum á refastofninum á svæðinu á hagkvæmari hátt en hingað til.
...
Meira
Elínborg Egilsdóttir á Mávavatni.
Elínborg Egilsdóttir á Mávavatni.
Stóra upplestrarkeppnin sem haldin var í íþróttahúsi Reykhólaskóla í gær var hin besta skemmtun. Alls voru níu nemendur frá fjórum skólum sem þátt tóku, frá skólunum á Borðeyri, Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum. Einn keppandi hafði skráð sig frá Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi en komst ekki vegna ófærðar. Í fyrstu umferð lásu keppendur úr skáldsögunni Undraflugvélinni eftir Ármann Kr. Einarsson. Í annarri umferð voru lesin ljóð eftir Þorstein frá Hamri. Í þeirri þriðju völdu keppendur sjálfir ljóð til upplestrar.
...
Meira
Grettislaug.
Grettislaug.
Starfsfólk óskast að Grettislaug sumarið 2010 eða frá 1. júní til 31. ágúst. Á sumrin er sundlaugin opin kl. 10-22. Umsóknarfrestur er til 27. mars. Umsækjendur skulu vera orðnir 18 ára. Öllum umsóknum svarað. Nánari upplýsingar veitir Dísa Sverrisdóttir í síma 860 4488. Umsóknum skal skilað til Reykhólahrepps v/sundlaugar, Maríutröð 5a, 380 Reykhólahreppur, netfang skrifstofa@reykholar.is.
...
Meira
Úr Víðidalsárrétt. Mynd: strandir.is.
Úr Víðidalsárrétt. Mynd: strandir.is.
Sauðfjárveikivarnanefnd Strandabyggðar og nágrannasveitarfélaga hefur gert alvarlegar athugasemdir við fjárframlög til viðhalds og endurbyggingar Gilsfjarðarlínu. Hefur nefndin krafist þess að þegar í stað verði veitt nægu fjármagni til styrkingar hennar þannig að sauðfé hætti að rápa yfir línuna og sama gildir um Kollafjarðarlínu. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar vegna lungnapestar sem upp kom í sauðfé í Mið-Vestfjarðahólfi.
...
Meira
Eins og hér hefur áður komið fram stendur Landbúnaðarháskóli Íslands í samvinnu við Veislu að vestan fyrir námskeiði á Reykhólum í heimavinnslu mjólkurafurða með áherslu á ostagerð. Dagsetningin hefur hins vegar verið færð til um einn dag þannig að námskeiðið verður sunnudaginn 21. mars en ekki á laugardeginum. Farið verður í einstaka þætti ostaframleiðslu og tilbúningur einstakra ostategunda skoðaður til að fá tilfinningu fyrir muninum á framleiðslu á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum og hvað þarf til.
...
Meira
Allir renus og slagurinn fæst á gosann.
Allir renus og slagurinn fæst á gosann.
Vinafélag Grettislaugar á Reykhólum efnir til félagsvistar í húsnæði Hlunnindasýningarinnar við Maríutröð á fimmtudag, 11. mars. Spilamennskan hefst kl. 20 og miðaverðið er 600 krónur. Allir eru velkomnir. Ætlunin var að halda vistina fyrir hálfum mánuði en þá varð að fresta henni vegna veðurs og færðar. Nú horfir hins vegar langtum betur í þeim efnum.
...
Meira
Miklar væntingar eru gerðar til hugmynda um sameiningu sveitarfélaga varðandi eflingu sveitarstjórnarstigsins. Þess er vænst er umbótaferlinu verði lokið árið 2014. „Það var því stór áfangi þegar Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, og Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, ákváðu að móta nýjar leiðir til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum“, sagði Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, í erindi á ráðstefnu fjármálaráðuneytisins, verkefnisins sóknaráætlun 20/20 og Stofnunar stjórnsýslufræða við HÍ, sem haldin var um endurskipulagningu opinberrar þjónustu.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30