Tenglar

Svavar Sigurðsson tónlistarmaður og organisti í Reykhólaprestakalli.
Svavar Sigurðsson tónlistarmaður og organisti í Reykhólaprestakalli.
Söngdagur verður haldinn að Laugum í Sælingsdal laugardaginn 27. febrúar. Vonir standa til að þessi fyrsti söngdagur geti orðið að söngdögum í framtíðinni. Allir, ungir jafnt sem aldnir, sem ánægju hafa af því að hefja upp raust sína eru velkomnir að vera með. Engrar sérstakrar kunnáttu er krafist og ekki er nauðsynlegt að vera í kór eða hafa verið í kór. Söngdagurinn hefst kl. 10 og stendur fram til um kl. 17. Þátttökugjald verður kr. 2.800 og innifalið er kaffi og léttur málsverður.
...
Meira
Búðardalsdeild Rauða kross Íslands, sem líka spannar Reykhólahrepp, óskar eftir sjálfboðaliðum til að gerast heimsóknavinir í Dölum og Reykhólahreppi. Hlutverk heimsóknavina er að veita félagsskap, rjúfa einsemd og félagslega einangrun fólks með heimsóknum á einkaheimili og stofnanir. Undirbúningsnámskeið verður haldið í húsnæði deildarinnar að Vesturbraut 12 í Búðardal kl. 18 miðvikudaginn 17. febrúar.
...
Meira
112-dagurinn er í dag, 11. febrúar, og ýmislegt er gert til að vekja athygli á honum. Skyndihjálp og slysavarnir eru kynntar í grunnskólum. Þá er móttaka í tilefni dagsins í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík þar sem veittar verða viðurkenningar fyrir skyndihjálp og Skyndihjálparmaður ársins 2009 útnefndur. Einnig verða verðlaun veitt í Eldvarnagetrauninni. Mikilvægt er að almenningur kynni sér skyndihjálp og geti veitt fyrstu hjálp við slys, veikindi eða áföll, því viðbragðsaðilar koma sjaldnast fyrstir á vettvang slíkra atburða. Þegar hringt er í neyðarnúmerið 112 svarar sérþjálfað starfsfólk, sem afgreiðir erindið beint eða flytur það til lögreglu, slökkviliðs, sjúkraflutninga eða annarra sem málið varðar.
...
Meira
Áætlað er að NMT-farsímakerfið verði endanlega tekið úr notkun 1. september í haust. Í kjölfar uppbyggingar á GSM-sambandi og uppsetningu GSM-stöðva hefur notendum NMT-farsímakerfisins fækkað og jafnframt var framleiðslu notendabúnaðar hætt fyrir nokkru. NMT-kerfið hefur lengi þjónað dreifðari byggðum landsins og sjófarendum. Síminn rekur kerfið og gerði rekstrarleyfið ráð fyrir að því yrði lokað 1. janúar 2007 en vegna þess að fjöldi notenda í NMT-kerfinu gat ekki hagnýtt sér útbreiðslusvæði GSM fyrr en núna undir það síðasta hefur lokun NMT-kerfisins verið frestað ítrekað, jafnan um ár í senn.
...
Meira
Velferðarvakt félagsmálaráðuneytisins auglýsir eftir umsóknum í Mótvægissjóð Velferðarvaktar samkvæmt reglum hans. Tilgangur Mótvægissjóðs er að styðja við aðgerðir sem draga úr afleiðingum efnahagskreppunnar fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. Að þessu sinni eru til ráðstöfunar 15 milljónir króna. Styrkfjárhæð skal að jafnaði ekki vera lægri en 500.000 krónur og að hámarki helmingur heildarkostnaðar við verkefni....
Meira
Kynningarfundur um aðferðir til að glíma við lesblindu verður haldinn í Þróunarsetrinu á Hólmavík kl. 20 í kvöld, miðvikudag. Það eru Sturla Kristjánsson og Jón Einar Haraldsson sem halda fundinn en þeir eru báðir Davis-ráðgjafar. Í kynningu segir: „Lesblindir eru ekki heimskir. Þvert á móti eru þeir klárir; lagnir í höndunum, útsjónarsamir og hugmyndaríkari en gengur og gerist. Myndræn hugsun er náðargáfa. Þeir sem eru með hana vita það varla en lenda oft í basli með lestur, jafnvel sagðir lesblindir, reikniblindir eða með athyglisbrest.“
...
Meira
Kríur í Flatey á Breiðafirði.
Kríur í Flatey á Breiðafirði.
Breiðafjarðarfléttan efnir til vinnufundar að Langaholti á Snæfellsnesi á föstudag og laugardag. Fléttan hefur fengið í lið með sér færa sérfræðinga á sviði fugla og fuglaskoðunar og hefur komið glöggt í ljós við undirbúningsvinnuna hversu mikið er af færum sérfræðingum á þessu sviði á Vesturlandi og Vestfjörðum. Vinnufundurinn sjálfur hefst kl. 9 á föstudeginum og stendur til kl.17. Að honum loknum gerir mannskapurinn sér glaðan dag. Á laugardeginum er gert ráð fyrir að ræða innanbúðarmál í Fléttunni og þá er ekki gert ráð fyrir öðrum en félagsmönnum.
...
Meira
Samræmd símsvörun heilsugæslulækna á vakt á Heilbrigðisstofnun Vesturlands tekur gildi að morgni 15. febrúar eða á mánudaginn kemur. Allir íbúar á Vesturlandi, Ströndum og í Húnaþingi nota þá sama símanúmer. Númerið er 112 allan sólarhringinn ef ná þarf sambandi við heilsugæslulækni á vakt. Almennar tímapantanir og önnur símaþjónusta verða aftur á móti með óbreyttum hætti þannig að hringt er í skiptiborðið (á Heilsugæslustöðinni í Búðardal í s. 434 1113 eða 434 1414).
...
Meira
Leikskólakennara eða aðstoðarmann á vantar á leikskólann Hólabæ á Reykhólum. Hólabær er lítill leikskóli þar sem eru 25 börn á þremur deildum, Stubbadeild, Stjörnudeild og Snillingadeild. Starfsmann vantar á Stjörnudeild þar sem eru tíu börn þegar flest er. Börnin þar eru á aldrinum tveggja og hálfs til fjögurra ára. Starfið er laust um næstu mánaðamót. Björg leikskólastjóri gefur allar nánari upplýsingar í síma 434 7832.
...
Meira
Frá þjóðfundi Vestfirðinga. Mynd bb.is.
Frá þjóðfundi Vestfirðinga. Mynd bb.is.
Rúmlega hundrað manns sóttu þjóðfund Vestfirðinga sem haldinn var í Bolungarvík á laugardag. Markmið hans var að setja fram hugmyndir um framtíðaráform Vestfirðinga til eflingar atvinnulífs og samfélags á grundvelli sérstöðu og styrkleika svæðisins. „Ísland er að fóta sig eftir hrunið og það þarf því að finna stefnuna sem á að fara. Þetta er liður í þeirri vinnu“, segir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30