Vigdís Finnbogadóttir, Hafdís Pálsdóttir, Rebekka Þórsdóttir, Anna Júnía Kjartansdóttir, Arna Guðnadóttir, Sigurður Hrannar Sveinsson og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Fréttatilkynning frá félaginu, Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni, LBVRN:
(Meðfylgjandi mynd er af 1. verðlaunahafa, Örnu Guðnadóttur og Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseta)
Arna Guðnadóttir, nemandi í 8. bekk í Grunnskólanum Þorlákshöfn, Ölfusi, vann fyrstu verðlaun í fyrri hluta verkefnisins, Unga fólkið og heimabyggðin, sem fram fer á vegum Lansbyggðarvina í Reykjavík og nágrennni, LBVRN. Fór verðlaunaafhendinging fram í Norræna húsinu 9. febrúar sl. í umsjá Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur, fv alheimsfegurðardrottningar, og stjórnar Landsbyggðarvina. Er þetta fimmta skólaárið, sem nemendum úr efstu bekkjum grunnskólans er gefinn kostur á að spá í málefni heimabyggðar sinnar, velta fyrir sér framtíðarmöguleikum hennar og gera sér grein fyrir hvað þeir geti lagt af mörkum.
Lögð er áhersla á að greina það sem gott er og halda því á lofti en jafnframt að koma fram með lagfæringu á því sem miður fer. Einnig er lögð er áhersla á góðar hugmyndir um ný atvinnutækifæri, félagslega þætti íbúanna, menningarlíf, íþróttalíf og fl. Í verkefninu gefst nemendum ekki aðeins tækifæri til að koma fram með hugmyndir sínar , heldur líka að fylgja þeim eftir á sínum forsendum. Allt með virðingu og vinsemd við það sem fyrir er.
2. verðlaun hlaut Hafdís Pálsdóttir í 8. bekk Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og 3. verðlaun hlaut A. Júnía Kjartansdóttir, nemandi í 9. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar
Að auki hlutu ritgerðir Sigurðar Hrannars Sveinssonar, nemanda í 10. b. Grunnskóla Siglufjarðar og Regbekku Þórsdóttur, í 8. b. Víðistaðaskóla, sérstaka viðurkenningu.
Í upphafi flutti Kjartan Magnússon, formaður Menntaráðs Reykjavíkur, ávarp svo og fulltrúar viðkomandi skóla. Eftir verðlaunaafhendinguna ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir nemendur svo og Unnur Birna og formaður LBVRN, Fríða Vala Ásbjörnsdóttir. Einnig tók Áki Ragnarsson, bæjarstóri Ölfuss, til máls ásamt Lúðvíki Geirssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar.
í lokin var boðið upp á ostasmakk frá Búrinu með séríslensku jurtakexi frá Café Konditori.
Með góðri kveðju, Fríða Vala Ásbjörnsdóttir,
formaður LBVRN
P.S. Meðfylgjandi er hópmynd af verðlaunahöfunum í fyrri hluta verkefnisins, Unga fólkiið og heimabyggðin. Verkefnið er á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni og ræða Halldórs Sigurðssonar, skólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn, sem flutt var við verðlaunaafhendinguna..
Nöfn frá hægri:
- 1. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, alheimsfegurðardrottning 2003
- 2. Sigurður Hrannar Sveinsson, fékk viðurkenningu, nemandi í 10. b. Grunnskóla Siglufjarðar
- 3. Arna Guðnadóttir, 1. verðlaunahafi, nemandi í 8. b. í Grunnskólanum í Þorlákshöfn
- 4. Anna Júnía Kjartansdóttir, 3. verðlaunahafi, nemandi í 9. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar
- 5. Rebekka Þórsdóttir, fékk viðurkenningu, nemandi í 8. b. Víðistaðaskóla í Hafnarfirði
- 6. Hafdís Pálsdóttir, 2. verðlaunahafi, nemandi í 8. b. Víðistaðaskóla í Hafnarfirði
- 7. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti