Tenglar

Grillaður selur skorinn
Grillaður selur skorinn

Fréttatilkynning:


Starfsendurhæfing Vestfjarða tók til starfa 1. janúar síðastliðinn og er starfsemin til húsa í Vestrahúsinu, Árnagötu 2 - 4 á Ísafirði. Starfsendurhæfing Vestfjarða er sjálfseignarstofnun og hefur það að markmiði að veita einstaklingum á Vestfjörðum endurhæfingu til atvinnuþátttöku í heimabyggð og auka þannig lífsgæði þeirra og fjölskyldna þeirra.


 


Markhópur starfsendurhæfingar eru einstaklingar með örorku eða endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins, eða einstaklinga sem njóta bóta frá lífeyrissjóðum, Vinnumálastofnun eða sveitarfélögum.

...
Meira
Ottó, Sigurdís, Óskar, Stefán og Aldís
Ottó, Sigurdís, Óskar, Stefán og Aldís

Reykhólaskóli var að taka þátt í Skólahreysti í fyrsta skipti. Liðið var skipað eftirfarandi nemendum: Aldís Sveinsdóttur, Sigurdís Egilsdóttir, Ottó Gunnarsson og Óskar Yngvarsson. Þjálfari þeirra var Stefán Magnússon íþróttakennari.
Ottó keppti í upphífingum og dýfum en Aldís keppti í armbeygjum og hreystigreip. Ottó og Aldís stóðu sig mjög vel og var Reykhólaskóli í 9. sæti eftir þessar greinar. Þá var komið að hraðaþrautinni þar sem Óskar og Sigurdís kepptu og lenntu þau í 2.sæti með tímann 2:27 sek sem er frábær tími. Þess má geta að Sigurdís fékk besta tímann af stelpunum.
Úrslitin voru þannig að Reykhólaskóli endaði í 9. sæti af 13 skólum en í 2. sæti í Vestfjarða riðlinum, 1/2 stigi á eftir Grunnskóla Ísafjarðar.

Samfylking
Samfylking
Laugardaginn næstkomandi heldur Samfylkingin í Norðvesturkjördæmi kjördæmisþing í Menntaskóla Borgarfjarðar, Borgarbraut 54, Borgarnesi. Þar  verður meðal annars valið hvaða leið verður notuð til uppstillingar á lista og hvernig prófkjörið fer fram. 
Fundurinn er opin öllum félögum í Samfylkingunni og opið er fyrir skráningu á staðnum. Atkvæðisrétt hafa kjörnir fulltrúar aðildafélaga víðsvegar úr kjördæminu.
...
Meira
Vigdís Finnbogadóttir, Hafdís Pálsdóttir, Rebekka Þórsdóttir, Anna Júnía Kjartansdóttir, Arna Guðnadóttir, Sigurður Hrannar Sveinsson og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir
Vigdís Finnbogadóttir, Hafdís Pálsdóttir, Rebekka Þórsdóttir, Anna Júnía Kjartansdóttir, Arna Guðnadóttir, Sigurður Hrannar Sveinsson og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir

Fréttatilkynning frá félaginu, Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni, LBVRN:
(Meðfylgjandi mynd er af 1. verðlaunahafa, Örnu Guðnadóttur og Vigdísi Finnbogadóttur fv. forseta)


Arna Guðnadóttir
, nemandi í 8. bekk í Grunnskólanum Þorlákshöfn, Ölfusi, vann fyrstu verðlaun í fyrri hluta verkefnisins, Unga fólkið og heimabyggðin, sem fram fer á vegum Lansbyggðarvina í Reykjavík og nágrennni, LBVRN. Fór verðlaunaafhendinging fram í Norræna húsinu 9. febrúar sl. í umsjá Unnar Birnu Vilhjálmsdóttur, fv alheimsfegurðardrottningar, og stjórnar Landsbyggðarvina. Er þetta fimmta skólaárið, sem nemendum úr efstu bekkjum grunnskólans er gefinn kostur á að spá í málefni heimabyggðar sinnar, velta fyrir sér framtíðarmöguleikum hennar og gera sér grein fyrir hvað þeir geti lagt af mörkum.

 

Lögð er áhersla á að greina það sem gott er og halda því á lofti en jafnframt að koma fram með lagfæringu á því sem miður fer. Einnig er lögð er áhersla á góðar hugmyndir um ný atvinnutækifæri, félagslega þætti íbúanna, menningarlíf, íþróttalíf og fl. Í verkefninu gefst nemendum ekki aðeins tækifæri til að koma fram með hugmyndir sínar , heldur líka að fylgja þeim eftir á sínum forsendum. Allt með virðingu og vinsemd við það sem fyrir er.

 

2. verðlaun hlaut Hafdís Pálsdóttir í 8. bekk Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og 3. verðlaun hlaut A. Júnía Kjartansdóttir, nemandi í 9. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar

 

Að auki hlutu ritgerðir Sigurðar Hrannars Sveinssonar, nemanda í 10. b. Grunnskóla Siglufjarðar og Regbekku Þórsdóttur, í 8. b. Víðistaðaskóla, sérstaka viðurkenningu.

 

Í upphafi flutti Kjartan Magnússon, formaður Menntaráðs Reykjavíkur, ávarp svo og fulltrúar viðkomandi skóla. Eftir verðlaunaafhendinguna ávarpaði Vigdís Finnbogadóttir nemendur svo og Unnur Birna og formaður LBVRN, Fríða Vala Ásbjörnsdóttir. Einnig  tók Áki Ragnarsson, bæjarstóri Ölfuss, til máls ásamt Lúðvíki Geirssyni, bæjarstjóra Hafnarfjarðar.

 

í lokin var boðið upp á ostasmakk frá Búrinu með séríslensku jurtakexi frá Café Konditori.

 

Með góðri kveðju, Fríða Vala Ásbjörnsdóttir,

formaður LBVRN

 

P.S. Meðfylgjandi er hópmynd af verðlaunahöfunum í fyrri hluta verkefnisins, Unga fólkiið og heimabyggðin. Verkefnið er á vegum Landsbyggðarvina í Reykjavík og nágrenni og ræða Halldórs Sigurðssonar, skólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn, sem flutt var við verðlaunaafhendinguna..

 

Nöfn frá hægri:

  • 1. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, alheimsfegurðardrottning 2003
  • 2. Sigurður Hrannar Sveinsson, fékk viðurkenningu, nemandi í 10. b. Grunnskóla Siglufjarðar
  • 3. Arna Guðnadóttir, 1. verðlaunahafi, nemandi í 8. b. í Grunnskólanum í Þorlákshöfn
  • 4. Anna Júnía Kjartansdóttir, 3. verðlaunahafi, nemandi í 9. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar
  • 5. Rebekka Þórsdóttir, fékk viðurkenningu, nemandi í 8. b. Víðistaðaskóla í Hafnarfirði
  • 6. Hafdís Pálsdóttir, 2. verðlaunahafi, nemandi í 8. b. Víðistaðaskóla í Hafnarfirði
  • 7. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti
Ásbjörn Óttarsson
Ásbjörn Óttarsson
Fréttatilkynning.
 

Ásbjörn Óttarsson, hefur ákveðið að sækjast eftir 1 -2 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.  Ásbjörn er forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar og útgerðarmaður.

 

Ásbjörn hefur víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum, hefur setið í bæjarstjórn Snæfellsbæjar frá árinu1994, þar af sem forseti bæjarstjórnar frá árinu 1998, einnig hefur hann gegnt  mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi og Sjálfstæðisflokkinn  síðastliðin 30 ár.

 

Ásbjörn telur afar mikilvægt að á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi veljist fólk með víðtæka reynslu.

 

Hann er 46 ára gamall, fæddur og uppalinn á Hellissandi en er búsettur á Rifi. Hann  lauk skipstjórnarnámi  frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1983 og hefur allan sinn starfsaldur starfað sem sjómaður og útgerðarmaður.

 

Maki Ásbjarnar er Margrét G. Scheving og eiga þau þrjá syni.

Reykhólakirkja
Reykhólakirkja
Fimmtudaginn 19. febrúar verður bænastund kl. 19:30 og kóræfing kl. 20:30.
Laugardaginn 21. febrúar verður helgistund í Barmahlíð kl. 14:30.
Sunnudaginn 22. febrúar verður sunnudagaskóli kl. 11:00 og guðsþjónusta kl. 14:00.
Þorskafjörður
Þorskafjörður
1 af 2
 

Fundarboð

 

Aðalfundur Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps verður haldinn
þriðjudaginn 17. febrúar 2009 kl. 14:00 í íþróttahúsi Reykhólaskóla.


Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Veitt verða verðlaun fyrir bestu lambhrútana haustið 2008 í Reykhólahreppi.

 

Gestir fundarins verða Lárus Birgisson og Torfi Bergsson frá B.S.V.


Stjórnin.

Góður fjárhagur
Góður fjárhagur

Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009 var samþykkt á hreppsnefndarfundi þann 30. janúar s.l.  Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem áætlunin er afgreidd með rekstrarhalla.  Halli samanlagt á A og B hluta er 29.635.000-.
Helstu tölur áætlunarinnar:

Tekjur:
Skatttekjur                     76.400.000

Jöfnunarsjóður               59.965.000

Aðrar tekjur                  135.262.000
Tekjur samtals                271.627.000

Gjöld:    
Laun og launat.gjöld        177.907.000     
Annar rekstrarkostn.        104.390.000     
Afskriftir                            6.915.000

Halli fyrir fjármunatekjur
og fjármagnsgjöld              -17.585.000

Fjármunatekjur og
(fjármagnsgjöld)                -12.050.000

Rekstrarniðurstaða           -29.635.000

Þrátt fyrir halla verður reynt að halda úti einhverjum framkvæmdum og er áætlað að framkvæma og fjárfesta fyrir 33.800.000 og ný lán verða tekin að upphæð kr. 55.000.000.  Af þessu sést að reksturinn má ekki við skakkafjöllum og óráðlegt er að reka sveitarfélagið með halla nema í eitt til tvö ár hið mesta.  Þegar ársuppgjör liggur fyrir vegna ársins 2008 verður fjárhagsáætlun ársins 2009 endurskoðuð með þá von í brjósti að hægt verði að minnka hallann án stórfells niðurskurðar. Augljóst er þó að ýtrasta sparnaðar þarf að leita á öllum sviðum að minnsta kosti á þessu og næsta ári.
Fjárhagsáætlunin verður birt í heild sinni innan tíðar hér á heimasíðunni. 
Sveitarstjóri.

 

Í morgun fór fram brunaæfing í grunnskólanum og leikskólanum.  Bruna- og almannavarnarnefndin sá um undirbúning og skipulagningu æfingarinnar.  Slökkviliðið og starfsfólk tók virkan þátt í æfingunni sem tókst vel við fyrstu sýn.  Kirkjan var notuð sem athvarf fyrir nemendur og starfsfólk eftir flóttann úr skólahúsnæðinu. Eftir er að fara yfir atburðinn í heild sinni til að læra af því sem hugsanlega betur hefði mátt fara. Sviðsettur val eldur í eldhúsi mötuneytisins og rýming skólans og leikskóland æfð.  Hér fylgja nokkrar myndir sem Þórarinn Ólafsson tók fyrir okkur. Fleiri myndir voru teknar, en ekki er hægt að láta nema tíu fylgja hverri frétt.  Ekki kæmi mér á óvart að Þórarinn setti allar myndirnar inn á myndasíðu sína, HÉR.
Vaðalfjöll
Vaðalfjöll
Hreppsnefndarfundur verður á morgun, 12. febrúar og er hægt að nálgast fundarboð með dagskrá undir tilkynningar hér að neðan til hægri.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30