14. mars 2009
Sameining sveitarfélaga verði ekki lögþvinguð
„Í þeirri djúpu efnahagslægð sem við Íslendingar erum að upplifa um þessar mundir hefur sjaldan verið mikilvægara en nú að ríki og sveitarfélög hafi gott samráð og samskipti sín í milli", sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, við setningu 23. landsþings sambandsins í gær. Greint var frá því að teknir hafa verið upp reglulegir samráðsfundir fulltrúa sambandsins og ráðuneytis sveitarstjórnarmála, þar sem farið er yfir þau mál sem skipta mestu fyrir sveitarfélögin við núverandi aðstæður....
Meira
Meira