Tenglar

Halldór Halldórsson. Mynd: BB.
Halldór Halldórsson. Mynd: BB.
„Í þeirri djúpu efnahagslægð sem við Íslendingar erum að upplifa um þessar mundir hefur sjaldan verið mikilvægara en nú að ríki og sveitarfélög hafi gott samráð og samskipti sín í milli", sagði Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, við setningu 23. landsþings sambandsins í gær. Greint var frá því að teknir hafa verið upp reglulegir samráðsfundir fulltrúa sambandsins og ráðuneytis sveitarstjórnarmála, þar sem farið er yfir þau mál sem skipta mestu fyrir sveitarfélögin við núverandi aðstæður....
Meira
14. mars 2009

„Þið og við“

Grímur Atlason.
Grímur Atlason.
Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð, skrifar á þessa leið á Eyjubloggi sínu í gær: „Hlustaði í morgun á ráðherra sveitarstjórnarmála nota hugtökin „okkur og ykkur og þið og við" í tengslum við samskipti ríkis og sveitarfélaga. Enn og aftur er síðan verið að skrifa undir viljayfirlýsingu um eitthvað í tengslum við samskipti „þessara þeirra og hinna". Frá því að elstu menn muna hefur verið skrifað undir slíkar viljayfirlýsingar í tengslum við fjármálaráðstefnur og landsþing Sambands sveitarfélaga. Karpað endalaust um verkefnaskiptingu og tekjustofna.  Samskiptin halda samt áfram að vera á þessum nótum: Þið og við. Þetta er auðvitað galið. Þetta er eins og að skilgreina hægri handlegginn á sjálfum sér sem eitthvað sem er manni algjörlega óviðkomandi og ekki verandi hluta af manni sjálfum. Við búum öll í ríki og eigum öll heima í sveitarfélagi."...
Meira
Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller.
Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, bar það undir sveitarstjórnarmenn á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær, að í stað þess að reynt verði að ná fram sameiningu með hækkun lágmarksíbúafjölda verði farin sú leið að skoða hvert landsvæði fyrir sig og meta þá sameiningarkosti sem þar koma til greina. „Það er skoðun mín, að ef ætlunin er að efla sveitarstjórnarstigið með auknum verkefnum og breytingum á tekjustofnum verður ekki hjá því komist að huga að stærð sveitarfélaganna. Núverandi sveitarstjórnarskipan er alvarleg hindrun fyrir því að við getum náð markmiðum um að efla sveitarstjórnarstigið, sem við erum öll sammála um og þið sveitarstjórnarmenn hafið margsinnis ályktað um", sagði Kristján....
Meira
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem birt var í dag mælist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 40% fylgi í Norðvesturkjördæmi en Samfylkingin tæplega 7%. Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmlega 29% fylgi í kjördæminu í síðustu kosningum en Samfylkingin var með liðlega 21%. Munurinn er ekki eins hastarlegur hjá öðrum flokkum...
Meira
Karl V. Matthíasson.
Karl V. Matthíasson.
Sr. Karl V. Matthíasson alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi hefur ákveðið að ganga til liðs við Frjálslynda flokkinn. „Ákvörðun þessi helgast af því að skoðanir mínar og hugsjónir um sjávarútvegsmál á Íslandi eiga ríkan hljómgrunn í Frjálslynda flokknum. Viðhorf mín á þessu sviði hafa ekki skipað þann sess innan Samfylkingarinnar sem ég hefði kosið á undanförnum tveimur árum, sem kom vel í ljós í niðurstöðum prófkjörs Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir skömmu", segir sr. Karl í tilkynningu sem hann sendi frá sér í dag....
Meira
Snemma í vetur var settur hér inn á vefinn dálkur fyrir smáauglýsingar og annað smálegt sem fólk vildi koma á framfæri. Undirtektir voru sáradræmar og eftir reynslutíma í einn eða tvo mánuði var þessi dálkur felldur burt. Nú hefur verið óskað eftir því að dálkur þessi verði settur inn á nýjan leik og reynslutíminn hafður lengri. Dálkinn er að finna undir Smáauglýsingar í valmyndinni hér vinstra megin. Þar segir m.a. í inngangi, að ekki sé til þess ætlast að þar birtist auglýsingar í atvinnuskyni frá fólki eða fyrirtækjum sem hafa engin sérstök tengsl við Reykhólahrepp....
Meira
Enginn var á atvinnuleysisskrá í Reykhólahreppi um síðustu mánaðamót, samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðu á vinnumarkaði. Svo var einnig um aðeins fjögur önnur sveitarfélög en alls eru 78 sveitarfélög í landinu. Eitt þeirra fjögurra er einnig á Vestfjörðum, Árneshreppur, en einhverjir voru á skrá í hinum sveitarfélögunum átta á Vestfjörðum, samtals 84, þar af 42 í Ísafjarðarbæ, 15 í Vesturbyggð og 11 í Súðavíkurhreppi....
Meira
Kveðjuhóf var haldið á dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum í fyrradag vegna brottflutnings hjónanna Þuríðar Ólafsdóttur og Jóns Jóhannessonar. Þau fluttust í Barmahlíð í byrjun maí árið 2003 og varð dvöl þeirra þar þess vegna nærri sex ár. Þau komu úr Búðardal, þar sem þau voru þá búsett, en áður höfðu þau verið búendur í Haukadal í Dölum. Dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal var fullsetið á þeim tíma en þegar pláss losnaði í Barmahlíð bauðst þeim að koma þangað. Núna losnuðu hins vegar tvö pláss í Silfurtúni, þar sem systir Þuríðar býr líka, og þá ákváðu þau að flytjast aftur á sínar fyrri heimaslóðir í Búðardal....
Meira
Aðalfundur Búðardalsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn miðvikudaginn 11. mars. 2009 kl. 20:00 að Vesturbraut 12 í Búðardal.  Dagskrá fundarsins verður venjuleg aðalfundarstörf, kosningar og önnur mál.  Allir félagar hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir.  Látum starfið okkur varða.
Stjórnin.
Skriðuland
Skriðuland
1 af 2
Öllum konum er boðið að mæta á Skriðuland til Dóru þriðjudaginn
10. mars 2009 kl. 20:00 til ??.
Léttar veitingar verða í boði á sanngjörnu verði.
Soffía frá Undirfötum (undirfot.is) mætir á staðinn með úrval sitt af undirfötum.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30