Útskriftarhópurinn
Hópurinn ásamt starfsliði
Fimmtudaginn 5. febrúar s.l. útskrifuðust 7 nemendur við hátíðlega athöfn, úr námsleiðinni „Grunnnám skólaliða" í Búðardal. Tveir nemendanna komu frá leikskólanum Hólabæ og einn frá grunnskólanum á Reykhólum. Frá Hólabæ voru þær Bergljót Bjarnadóttir og Ágústa Bradadóttir og Herdís Matthíasdóttir frá Reykhólaskóla. Fjórir voru frá Leikskólanum Vinabæ í Búðardal. Að námskeiðinu komu einir 7 leiðbeinendur. Námskeiðið var samtals 70 kennslustundir og námsþættir voru: Sjálfstyrking, Uppeldi og ummönnun, Agi og reiðistjórnun, Matur og næring, Samskipti, Fötluð börn og börn með sérþarfir, Leikur og skapandi vinna, Slysavarnir og skyndihjálp og Tölvu- og upplýsingatækni.
Óhætt er að segja að hópurinn hafi verið mjög samheldinn og góður enda voru nemendur almennt mjög ánægðir með námskeiðið. Sögðu þeir að það muni nýtast þeim í starfi sínu, sem og í eigin lífi t.d. við uppeldi á eigin börnum.
Við óskum þessum góða hópi innilega til hamingju með áfangann.
Starfsfólk Símenntunarmiðst. á Vesturlandi.
Fyrri myndin er af hópnum sem útskrifaðist,
seinni myndin er af hópnum ásamt Ingu Dóru Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Símenntunar,
Áslaugu Guttormsdóttur sem var leiðbeinandi, Berglindi leikskólastjóra á Vinabæ
og Erlu Olgeirsdóttur verkefnastjóra.