Tenglar

10. febrúar 2009

Kirkjukórinn hefur æfingar

Einstakt tækifæri til að láta ljós sitt skína og tón sinn heyrast!

Kór Reykhólaprestakalls hefur æfingar að nýju undir stjórn Haraldar Guðna Bragasonar.

Fyrsta kóræfingin verður nk. fimmtudagskvöld 12.febrúar kl. 20:30 í Reykhólakirkju.

Hvetjum alla gamla kórfélaga til að mæta og við hvetjum karla sérstaklega til að koma og þenja raddböndin en nýjar konur eru að sjálfsögðu  einnig velkomnar.

Hlakka til að sjá ykkur sem flest, það er alltaf gaman að koma saman og syngja :o)

Sr. Elína Hrund

Flateyjarbók
Flateyjarbók
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Reykhólahrepps verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar 2009 kl.: 20:30
í matsal Reykhólaskóla.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin.
Útskriftarhópurinn
Útskriftarhópurinn
1 af 2

Fimmtudaginn 5. febrúar s.l. útskrifuðust 7 nemendur við hátíðlega athöfn, úr námsleiðinni  „Grunnnám skólaliða" í Búðardal. Tveir nemendanna komu frá leikskólanum Hólabæ og einn frá grunnskólanum á Reykhólum.  Frá Hólabæ voru þær Bergljót Bjarnadóttir og Ágústa Bradadóttir og Herdís Matthíasdóttir frá Reykhólaskóla. Fjórir voru frá Leikskólanum Vinabæ í Búðardal. Að námskeiðinu komu einir 7 leiðbeinendur. Námskeiðið var samtals 70 kennslustundir og námsþættir voru:  Sjálfstyrking, Uppeldi og ummönnun, Agi og reiðistjórnun, Matur og næring, Samskipti, Fötluð börn og börn með sérþarfir, Leikur og skapandi vinna, Slysavarnir og skyndihjálp og Tölvu- og upplýsingatækni.

Óhætt er að segja að hópurinn hafi verið mjög samheldinn og góður enda voru nemendur almennt mjög ánægðir með námskeiðið.  Sögðu þeir að það muni nýtast þeim í starfi sínu, sem og í eigin lífi t.d. við uppeldi á eigin börnum.

Við óskum þessum góða hópi innilega til hamingju með áfangann.

Starfsfólk Símenntunarmiðst. á Vesturlandi.

Fyrri myndin er af hópnum sem útskrifaðist,
seinni myndin er af hópnum ásamt Ingu Dóru Halldórsdóttur framkvæmdastjóra Símenntunar,
Áslaugu Guttormsdóttur sem var leiðbeinandi, Berglindi leikskólastjóra á Vinabæ
og  Erlu Olgeirsdóttur verkefnastjóra.

Sveinn Ragnarsson
Sveinn Ragnarsson

Félag Vinstri grænna í Dölum og Reykhólahreppi heldur almennan félagsfund í Tjarnarlundi, mánudaginn 9. feb. kl. 20:00
ALLIR VELKOMNIR---- von á góðum gestum, endilega látið sjá ykkur.

Stjórn V.g. í Dölum og Reykhólahr.

Nýsköpun síns tíma
Nýsköpun síns tíma

Vaxtarsamningur Vestfjarða (Vaxvest) og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða  (Atvest) efna til Nýsköpunarkeppni. Keppnin miðar að því að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf.  Þessar hugmyndir eiga svo að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum.

...
Meira

Dagur leikskólans var haldinn  hátíðlegur í leikskólum landsins í fyrsta skipti þann 6. febrúar á síðasta ári, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.  Félag leikskólakennara í samstarfi við menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli hrundu verkefninu af stað. Haldið verður upp á daginn árlega og með því stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og kynningu þess út á við.

 

Dagur leikskólans tókst í mjög vel í fyrra. Leikskólar höfðu frjálsar hendur um skipulag og dagskrá og voru útfærslur afar fjölbreytilegar. Sem dæmi má nefna veggspjald með myndum af börnum og upplýsingum um hvernig þau læra í leikskólanum var gefið út í einu sveitarfélagi, gerðir voru upplýsingabæklingar  í leikskólum, foreldrum boðið í kaffi og haldnar listasýningar. Menntamálaráðuneytið gaf út bæklinginn „Dagur leikskólans" í samvinnu við samstarfsaðilana og er hann aðgengilegur á rafrænu formi á netslóðinni  http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/dagur_leikskolans.pdf

 

Sveitarstjórnar- og fræðslunefndarfólk og starfsfólk skólakrifstofa er hvatt til þess að fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag og líta í heimsókn í samráði við stjórnendur og starfsfólk skólanna.


Fjallað var um dag leikskólans Hólabæjar hér á heimasíðunni, smellið HÉR til að lesa. 

Myndin tengist fréttatilkynningunni ekkert
Myndin tengist fréttatilkynningunni ekkert

Opið hús fyrir konur verður á Skriðulandi þriðjudagskvöldið þann 10. febrúar n.k. kl. 20:00 og eitthvað frameftir kvöldi.  Konur hvattar til að mæta með góða skapið og jafnvel einhverja handavinnu. 
Léttar veitingar verða í boði á hagstæðum kjörum.

Við Hólabæ á liðnu vori.
Við Hólabæ á liðnu vori.
Opið hús fyrir alla íbúa Reykhólahrepps verður á leikskólanum Hólabæ á Reykhólum á morgun, föstudaginn 6. febrúar. Börn og starfsfólk bjóða gestum að koma og skoða handaverkin sín og spjalla á meðan þegin er svolítil hressing. Hinn 6. febrúar ár hvert er haldið upp á Dag leikskólans um land allt til að vekja athygli á því starfi sem þar fer fram. Hver leikskóli hefur frjálsar hendur um hvað gert er hverju sinni af þessu tilefni....
Meira
5. febrúar 2009

Málþing um rafrænt einelti

Myndin tengist fréttatilkynningunni ekkert
Myndin tengist fréttatilkynningunni ekkert

Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu, Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 - 16.15.


Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um tegundir og birtingaform rafræns eineltis, nýja rannsókn á rafrænu einelti, tæknilegt umhverfi rafræns eineltis og eftirlit foreldra, afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti og sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis.

...
Meira
Yngri deildin
Yngri deildin
1 af 2

Í gærdag og gærkvöldi var haldið á Reykhólum námskeið í félagsmálafræðslu.  Það eru Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands sem standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr."

Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum sem öðrum fyrir fræðslu í framkomu og fundarsköpum.

Sigurður Guðmundsson, sem er leiðbeinandi á námskeiðunum, sagði námskeiðið á Reykhólum hafa heppnast sérlega vel. Um morguninn sóttu nemendur úr Reykhólaskóla námskeið og síðar um daginn sóttu eldri þátttakendur nám í félagsmálafræðslu og fundarsköpum. Þess má geta að nær öll sveitarstjórnin sótti það námskeið.

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30