Tenglar

Örn á flugi
Örn á flugi
1 af 2

Niðurstöður fuglatalningar 2008 eru nú allar komnar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, sjá: http://www.ni.is/dyralif/fuglar/vetrarfuglar/
Jafnframt er á vefnum umfjöllun stutt umfjöllun um talninguna, ásamt myndum og línuritum, sjá http://www.ni.is/frettir/nr/878    

Niðurstöður af fjórum svæðum í Reykhólahreppi er að finna í 11. töflu (Vestfirðir 1), sjá http://www.ni.is/vetrarfuglar/Vet08/T2008_11.htm

 

Svæðin eru:

VF25: Gilsfjörður: talið af vegfyllingu

VF12 Reykhólar og næsta nágrenni

VF24 Berufjörður innanverður

VF13 Þorskafjörður austanverður, frá Kinnarstöðum og í botn.


Kveðja,

Kristinn Haukur Skarphéðinsson

Náttúrufræðistofnun Íslands

 

Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr." Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í ræðumennsku og fundarsköpum.  Þátttakendur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum.


Allir eru hvattir til að mæta á námskeiðið sem haldið verður hér á Reykhólum þríðdaginn 3. febrúar n.k.
Skráning á námskeiðin fer fram á skrifstofu UMFÍ  í síma 568-2929 eða hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma 848-5917 og á gudrun@umfi.is og  Sigurði í síma 861-3379 og á sigurdur@umfi.is
Einnig getur fólk haft samband við Rebekku í síma 434 7930 eða 894 9123.



 Sjá mynd í fullri stærð

Páll Andrésson
Páll Andrésson
1 af 3
Páll Andrésson er 81. árs í dag.  Páll fæddist á Hamri í Múlasveit þann 29. janúar 1928, einn 15 systkina.  Páll dvaldi á Hamri til fullorðinsára.  Vann við búskap, sjómennsku og kaupavinnu ásamt því að vinna við vegagerð á ýmsum stöðum.  Árið 1960 flutti Páll að Múla og bjó þar með sauðfé næstu áratugina eða þar til fyrir nokkrum árum að hann flutti á Reykhóla og er nú heimilismaður á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð.  Páll lét fara vel um sig er undirritaður heimsótti hann í dag til að fá að taka af honum mynd.  Einnig fékk ég mynd af heimahögum Páls sem fylgir hér með ásamt einni teiknimynd.  Páll sagði að sér hafi altaf liðið mjög vel á Múla og það sé einn besti staður landsins.  Fallegur er hann eins og glöggt sést á myndinni sem fylgir hér með.  Páll á eina dóttur, Pálínu, og tvö barnabörn.  Óskum við Páli hjartanlega til hamingju með daginn og óskum honum alls hins besta í framtíðinni.
Smellið á kortin til að stækka þau.
Smellið á kortin til að stækka þau.
1 af 2
Skógrækt ríkisins telur að fyrirhuguð vegagerð milli Eiðs í Vattarfirði og Þverár í Kjálkafirði vestast í Reykhólahreppi sé tilkynningarskyld til mats á umhverfisáhrifum vegna varanlegrar eyðingar á birkiskógi. Þetta kemur fram í umsögn vegna erindis Skipulagsstofnunar varðandi hugsanlega matskyldu, en erindinu fylgdi kynning Vegagerðarinnar á fyrirhugaðri framkvæmd....
Meira
Vestfjarðavegur í Vatnsfirði.
Vestfjarðavegur í Vatnsfirði.
Lagning nýs vegar um Vatnsfjörð og Kjálkafjörð við vesturmörk Reykhólahrepps verður formlega auglýst til útboðs á mánudag. Samkvæmt heimildum bb.is er um að ræða flýtiframkvæmd vegna mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar, sem í sumar var langt komin í undirbúningi. Eins og komið hefur fram fékk Vegagerðin fyrirmæli í nóvember um að bjóða ekki út nein ný verk né ganga til samninga fyrr en áætlanir um ríkisfjármálin hefðu verið endurskoðaðar. Reiknað var með að þetta yrði tímabundið ástand þar til ný fjárlög hefðu verið samþykkt. Þar sem fjárlög voru samþykkt skömmu fyrir jól hefur nú verið ákveðið að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið og koma útboðsferli af stað aftur. Áætlað er að verkið kosti um 311 milljónir króna....
Meira
Umsóknarfrestir um tvenns konar styrki renna út núna á föstudag og laugardag. Viktoría Rán Ólafsdóttir verkefnastjóri hjá Atvest hvetur þá sem hafa verið að íhuga að sækja um að láta af því verða í tæka tíð. Annars vegar eru þetta styrkir til sjávartengdra verkefna, hins vegar styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum....
Meira
Harasystur í Barmahlíð.
Harasystur í Barmahlíð.
Harasystur úr Hveragerði, Rakel og Hildur Magnúsdætur, skemmtu á þorrablótinu á Reykhólum á laugardagskvöldið en völdu óvenjulegan stað til að hita upp. Það gerðu þær í Barmahlíð, dvalarheimili aldraðra á Reykhólum, þar sem þær sungu og dönsuðu og hristu upp í liðinu með aðstoð barna sem dönsuðu líka. Ein kona komst ekki fram í salinn á tónleikana og þá brugðu þær sér einfaldlega inn til hennar. Rakel er íþróttakennari og mikil áhugakona um hreyfingu og leikfimi eldri borgara. Hún hefur lengi séð um leikfimi bæði á Heilsuhæli NLFÍ í Hveragerði og á Hótel Örk þegar hópar eldri borgara koma þangað. Því má segja að hún hafi verið á heimavelli í Barmahlíð á laugardag....
Meira
Þorrablót 2009. Smellið á til að stækka.
Þorrablót 2009. Smellið á til að stækka.
1 af 12
Margt var sér og öðrum til gamans gert á þorrablótinu í íþróttahúsinu á Reykhólum á laugardagskvöldið, annan dag þorra. Þórarinn Ólafsson tók fjölda mynda við borðhaldið og skemmtiatriðin og fylgja nokkrar þeirra hér. Þorrablótsnefndina skipuðu Indiana Ólafsdóttir, Hafliði Ólafsson, Gústaf Jökull Ólafsson, Svanhildur Sigurðardóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Óskar Steingrímsson, Stefán Magnússon og Andrea Björnsdóttir....
Meira
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vestfjörðum óskar eftir að ráða starfsmann í 15% starf á Reykhólum til þess að sinna frekari liðveislu. Starfið felst í stuðningi við ungan pilt á Reykhólum....
Meira
Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson.
Jón Atli Játvarðarson er sextugur núna 26. janúar. Foreldrar hans voru hjónin Rósa Hjörleifsdóttir og Játvarður Jökull Júlíusson, hinn stórmerki fræðimaður og rithöfundur og bóndi á Miðjanesi, en þar er Jón Atli fæddur og uppalinn. Mestan hluta ævinnar hefur hann átt heima á ættar- og æskuslóðum við Breiðafjörðinn. Hann flutti að vísu til Reykjavíkur upp úr tvítugu og bjó þar í nokkur ár og fluttist svo til Akureyrar og var þar fáein ár eða til þrítugs árið 1979. Þá kom hann aftur heim í Reykhólasveitina, þar sem hann hefur átt heima síðan. Hann er búsettur ásamt fjölskyldu sinni við Hellisbraut á Reykhólum...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30