23. janúar 2009
Fjölskrúðugt þorraborð á blótinu á Reykhólum
Fram kemur í auglýsingu þorrablótsnefndar Reykhólahrepps, að matur á Reykhólablótinu verði að hætti Árna í Bjarkalundi, en það er langur listi ef allt er saman talið. Fyrst skal nefna hangiketið, sem er reykt lambasíða í rúllum, en síðan eru sviðakjammar, ný og súr sviðasulta, ný svínasulta, súrsaðir svínaskankar, sviðalappir, pungar ýmsir, súr lundabaggi, súrir bringukollar, súr hvalur, hákarl, lambapottréttur, einir þrír síldarréttir, síldarsalat, rófustappa, kartöflumús, jafningur, kartöflur, harðfiskur og smér við, flatbrauð og rúgbrauð - og smér, rauðkál og grænar baunir, og mun þó varla allt upp talið....
Meira
Meira