Tenglar

Enginn ætti að ganga svangur frá þorraveislunni á Reykhólum.
Enginn ætti að ganga svangur frá þorraveislunni á Reykhólum.
Fram kemur í auglýsingu þorrablótsnefndar Reykhólahrepps, að matur á Reykhólablótinu verði að hætti Árna í Bjarkalundi, en það er langur listi ef allt er saman talið. Fyrst skal nefna hangiketið, sem er reykt lambasíða í rúllum, en síðan eru sviðakjammar, ný og súr sviðasulta, ný svínasulta, súrsaðir svínaskankar, sviðalappir, pungar ýmsir, súr lundabaggi, súrir bringukollar, súr hvalur, hákarl, lambapottréttur, einir þrír síldarréttir, síldarsalat, rófustappa, kartöflumús, jafningur, kartöflur, harðfiskur og smér við, flatbrauð og rúgbrauð - og smér, rauðkál og grænar baunir, og mun þó varla allt upp talið....
Meira
Þorrablótsnefndin í Reykhólahreppi minnir á forsölu aðgöngumiða sem verður í íþróttahúsinu á Reykhólum í dag, föstudag, milli kl. 14 og 18. Allir sem eru búnir að panta eru hvattir til þess að koma og sækja pantanir sínar á þessum tíma til þess að minnka örtröð við innganginn annað kvöld þegar blótið brestur á....
Meira
Horft úr skógræktinni á Barmahlíð yfir Berufjörð. Mynd: Viktoría Rán.
Horft úr skógræktinni á Barmahlíð yfir Berufjörð. Mynd: Viktoría Rán.
Framhaldsaðalfundur verður haldinn í Skógræktarfélaginu Björk í Reykhólahreppi einhvern tímann með vorinu. Boðað var til aðalfundar sl. mánudagskvöld og þótti fundarsóknin ekki nægilega góð, að sögn Guðlaugs Theodórssonar formanns Bjarkar. Fimm nýir félagar skráðu sig þó inn....
Meira
22. janúar 2009

Bænastund í Reykhólakirkju

Reykhólakirkja.
Reykhólakirkja.
Sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir sóknarprestur á Reykhólum heldur stutta bænastund í Reykhólakirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 22. janúar, kl. 20-20.30....
Meira
Samgöngunefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga vekur athygli á stöðu framkvæmda í vegamálum á Vestfjörðum og mikilvægi þess að byggja upp þá hluta vegakerfisins sem setið hafa á hakanum um mörg undanfarin ár. Nefndin leggur áherslu á, að á að auk þeirra verkefna, sem þegar er byrjað á og treysta verður að allt kapp verði lagt á að ljúka, verði forgangsröðun verkefna með þeim hætti að fremsta áhersla verði lögð á vegagerð á Vestfjarðavegi 60, frá Þorskafirði til Vatnsfjarðar. Öll leiðin verði tekin á áætlun næstu tveggja til þriggja ára og þegar á þessu ári verði hafist handa við þá áfanga sem tilbúnir eru til útboðs. Áfangar á þessari leið eru þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar frá Skálanesi í Þorskafjörð, endurnýjun vegar úr Vatnsfirði í Kjálkafjörð, endurnýjun vegar úr Kjálkafirði í Skálmarfjörð og þverun Þorskafjarðar....
Meira
Harasystur eru glæsilegar á fyrsta plötuumslagi sínu - ...bara.
Harasystur eru glæsilegar á fyrsta plötuumslagi sínu - ...bara.
Í auglýsingu um þorrablótið í Reykhólahreppi á laugardagskvöldið segir að Hara og Þarabandið sjái um fjörið. Ætla mætti að hljómsveit sem kennd er við þara og spilar á Reykhólum eigi heimkynni við Breiðafjörð og jafnvel í sjálfri Þörungaverksmiðjunni. Svo er þó ekki, því að Hara og Þarabandið koma frá Hveragerði og Hvolsvelli, eins og nánar segir frá hér fyrir neðan, en lítið er um þarasprettu á því svæði að öðru leyti....
Meira
Opnuð hefur verið ný undirsíða hér á vefnum með heitinu Gamanmál (valmyndin til vinstri). Núna í upphafi eru þar aðeins þrjú efnisatriði, sett inn í dag, en ætlunin er að safna hér saman með tíð og tíma ýmsu því sem kveðið hefur verið og samið til gamans í héraðinu. Ekki síst væri mikill fengur að annálum og gamankvæðum á þorrablótum og eftir atvikum öðrum samkomum á fyrri tíð. Gamanmál af því tagi skemmta viðstöddum á líðandi stund en þegar fram líður verða þau auk þess merkilegar heimildir um mannlífið á þeim tíma, sögulegar heimildir....
Meira
Gott er að hafa eitthvað á prjónunum.
Gott er að hafa eitthvað á prjónunum.
Opið hús og ljúf kvöldstund fyrir konur verður í Skriðulandi í Saurbæ í kvöld, þriðjudagskvöld 20. janúar, og hefst kl. 20. Þær hafi með sér handavinnu og annað sem þær vilja föndra við. Léttar veitingar verða í boði á afar sanngjörnu verði (500 krónur), kaffi, kakó og ljúffengt meðlæti. Einnig að sjálfsögðu góða skapið, en það er frítt. Frjálst er að mæta hvenær sem er....
Meira
Stefán Viðar og Gunnlaugur við Þorskafjarðarbotn á liðnu hausti.
Stefán Viðar og Gunnlaugur við Þorskafjarðarbotn á liðnu hausti.
Staðfest er að haustlitahlaupið við Breiðafjörð verður helgina 29.-30. ágúst og tímasetningin komin inn á hlaupavefinn. Ekki er enn búið að skipuleggja það í neinum smáatriðum en gera má ráð fyrir að hver og einn geti fundið sér vegalengd við hæfi og hentugleika. Varla munu margir hlaupa 124 kílómetra eins og Gunnlaugur Júlíusson ofurhlaupari gerði á tveimur dögum á liðnu hausti. Frést hefur af einum kappa sem ætlar að hlaupa hálft maraþon hvorn daginn....
Meira
Fyrir nokkrum dögum þurfti lögregla að aðstoða vegfarendur á Þorskafjarðarheiði þar sem ökumaður hafði fest bílinn. Hann hafði farið á heiðina þrátt fyrir að hún væri auglýst lokuð. Lögregla kallaði út björgunarsveit til aðstoðar. Þá kallaði lögregla einnig út björgunarsveit til að aðstoða ökumann á Klettshálsi vegna veðurs og ófærðar....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30