Tenglar

Sigmundur Davíð.
Sigmundur Davíð.
Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á rammar rætur við innanverðan Breiðafjörð. Eins og Þrymur Sveinsson frá Miðhúsum nefnir á bloggi sínu í dag bjuggu forfeður Sigmundar og ættingjar í Reykhólasveit mann fram af manni. Faðir hans, Gunnlaugur M. Sigmundsson, var þingmaður Framsóknarflokksins í Vestfjarðakjördæmi á kjörtímabilinu 1995-99 en sneri sér síðan að öðrum verkefnum....
Meira
Rjúpa á grindverki við hús á Reykhólum (myndin tekin í lok apríl 2008).
Rjúpa á grindverki við hús á Reykhólum (myndin tekin í lok apríl 2008).
Þessi árin virðist hlutfall unga í hauststofni rjúpunnar vera að hækka og vonandi veit það á gott og rjúpnastofninn verði blómlegur næstu ár, segir á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Fram kemur að í byrjun liðinnar viku hafi verið búið að aldursgreina 2884 fugla. Eitthvað eigi eftir að berast til viðbótar af vængjum frá veiðitíma 2008 en heildarmyndin breytist vart úr þessu. Hlutfall ungfugla af þeim rjúpum sem aldursgreindar hafa verið 76%. Ungahlutfallið er nokkuð breytilegt eftir landshlutum. Lægst er það á Austurlandi, Suðvesturlandi og Vesturlandi (72-74%) en hæst á Norðausturlandi, Vestfjörðum og Suðurlandi (77-79%)....
Meira
Ferðamálastofa minnir á, að núna um mánaðamótin rennur út frestur til að sækja um styrki vegna úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2009. Styrkir skiptast eins og áður í þrjá meginflokka og sérstök áhersla er lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningarstöðum ferðafólks. „Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra", segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu. „Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar á íslenskri náttúru."...
Meira
Hugo Rasmus, námsefnishöfundur og kennari. Mynd: Skólavarðan.
Hugo Rasmus, námsefnishöfundur og kennari. Mynd: Skólavarðan.
1 af 3
Stærðfræðivefurinn Rasmus.is hefur vaxið og dafnað og breiðst út innan lands og utan á undanförnum árum, en að honum standa þeir bræðurnir og kennararnir Hugo og Tómas Rasmus. Amma þeirra og afi voru Steinunn Hjálmarsdóttir og Þórarinn Árnason á Reykhólum og hér um slóðir eiga þeir margt ættingja og venslafólks. Að kennaraprófi loknu var Hugo kennari og síðan skólastjóri á ættarslóð á Reykhólum í nokkur ár kringum þrítugt. Áður var hann stýrimaður og skipstjóri á ýmsum gerðum báta og trillukarl að auki. Eiginkona hans er María Játvarðardóttir frá Miðjanesi í Reykhólasveit. Ein dætra þeirra er Hrefna Hugósdóttir, hjúkrunarforstjóri í Barmahlíð á Reykhólum, en Stefán Magnússon maður hennar kennir íþróttir við Reykhólaskóla. Þar kennir líka Steinunn Rasmus, systir þeirra bræðra....
Meira
Svarfhóll í Geiradal.
Svarfhóll í Geiradal.
1 af 2
Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal og sveitarstjórnarmaður í Reykhólahreppi fagnar því að vefurinn skuli hafa birt myndina af póstkassanum á Gróustöðum hér næst á undan. „Þá rifjaðist upp að ég á líka svona myndir. Þessir póstkassar taka sig vel út í amerískum fjölskyldubíómyndum en eiga ekkert erindi undir beru lofti á Íslandi", segir Sveinn, en bætir við: „Það er skylt að geta þess, að þegar kassinn er hálfur af krapi hefur Guðbjörn landpóstur sett plastpoka utan um gluggaumslögin til að bjarga því sem bjargað verður."...
Meira
Póstkassinn á Gróustöðum.
Póstkassinn á Gróustöðum.
Meira um póst- og símamálin í Reykhólahreppi. Meðfylgjandi mynd er af póstkassanum á Gróustöðum og sýnir hvernig umhorfs var inni í honum þegar hann var opnaður dag einn fyrir skömmu. „Svona verður hann þó að það hafi ekki verið nein óveður. Ég geri ráð fyrir að það skafi inn í fleiri póstkassa hér í sveit. Hitt er verra þegar rignir inn í hann", segir Signý á Gróustöðum, og spyr síðan: „Ætli það hafi aldrei verið hannaðir póstkassar sem þola íslenska veðráttu?"...
Meira
Hreindýr eða nautgripir? Eða jafnvel fílahjörð á beit við Heyána?
Hreindýr eða nautgripir? Eða jafnvel fílahjörð á beit við Heyána?
Lesandi sendi vefnum fyrir nokkru mynd sem hann tók skammt frá Miðjanesi þegar hann átti leið um þjóðveginn út Reykjanesið. Hann taldi að þarna væri hópur hreindýra. Skyggni var hins vegar ekki með besta móti og myndirnar voru ekki heldur með besta móti, þannig að erfitt er að sjá þetta með vissu. Hreintarfar eru sagðir fella hornin á jólaföstunni og kann það að vera skýringin á því, að ekki er hægt að greina horn á dýrunum á myndinni....
Meira
Umfjöllun hér á vefnum síðegis í gær um póstmálin í Reykhólahreppi hefur vakið talsverða athygli og viðbrögð og mun einhverjum hafa þótt hún harkaleg. Bréf sveitarstjóra sem þar er birt er harðort, en þess ber að gæta, að hann hefur skrifað mörg kurteisleg bréf vegna þessara mála án þess að þeim hafi verið svo mikið sem svarað, m.a. bréf til ráðherra samgöngu- og póstmála fyrir tæpum fimm mánuðum. Reynslan virðist sýna, að kurteisi komi yfirleitt ekki miklu til leiðar í málum sem þessum....
Meira
Frá vegaframkvæmdum snemma vors á liðnu ári. Myndir: Fjóla Ben.
Frá vegaframkvæmdum snemma vors á liðnu ári. Myndir: Fjóla Ben.
1 af 4
Áætluðum verklokum við gerð nýs vegar um Arnkötludal hefur ekki verið seinkað þrátt fyrir að framlög til nýframkvæmda í vegagerð lækki um u.þ.b. fimm milljarða króna frá því sem fyrirhugað var á fjárlögum á liðnu hausti. „Verkið mjakast áfram og það verða engar breytingar á því fyrir utan að ákveðið var að opna ekki fyrir umferð um veginn í vetur eins og ýjað hafði verið að. Verkinu á að vera lokið í haust", segir Guðmundur Rafn Kristjánsson, deildarstjóri nýframkvæmda á norðvestursvæði hjá Vegagerðinni í samtali við bb.is. Nýi vegurinn um Arnkötludal verður 24,5 km langur og fer hæst í um 368 metra yfir sjávarmál við Þröskulda....
Meira
Horft úr skógræktarsvæðinu á Barmahlíð yfir Berufjörðinn.
Horft úr skógræktarsvæðinu á Barmahlíð yfir Berufjörðinn.
1 af 2
Allt áhugafólk um skógrækt, útivist og náttúru er velkomið á aðalfund Skógræktarfélagsins Bjarkar í Reykhólahreppi sem haldinn verður næsta mánudagskvöld, 19. janúar, hvort sem þar er um skráð félagsfólk að ræða eða ekki. Þeir sem vilja geta þá gengið í félagið. Fundurinn verður í föndursalnum í Barmahlíð, dvalarheimili aldraðra á Reykhólum, en skógræktarsvæði félagsins er á sjálfri Barmahlíð. Skógræktarfélagið Björk verður sextugt á næsta ári og félagsmenn eru 25-30 talsins. Formaður er Guðlaugur Theódórsson á Reykhólum...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30