Markmiðið að styrkja heimabyggð
Meira
Fyrsti þáttur Dagvaktarinnar verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. Serían gerist að mestu í Hótel Bjarkalundi en leikurinn berst þó víðar um Reykhólasveit og kemur fólk í héraðinu við sögu með ýmsum hætti. Um skeið í sumarbyrjun var Bjarkalundur undirlagður af leikurum, tökufólki og tilfæringum, veggir innanhúss voru málaðir í litum sem hentuðu betur, gluggar voru byrgðir með svörtum tjöldum svo að betri stjórn yrði á lýsingunni og þar fram eftir götunum. Ekki var leyft að birta opinberlega myndir sem undirritaður tók af leikendum meðan á tökunum stóð. Hér fylgir því einungis mynd af Árna hótelstjóra (til hægri á myndinni) ásamt einum af hinum geðþekku starfsmönnum Bjarkalundar, svo og myndir sem teknar voru utanhúss.
Réttarstemmning verður í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit núna á laugardagskvöldið, 20. september. Boðið verður upp á kjötsúpu að hætti Árna og Ingu frá kl. 18 og fram á kvöld. Verð á mann er kr. 1.650. Seinna um kvöldið mun Alli í Skáleyjum sjá um fjörið og spila fram á nótt eins og honum einum er lagið. Starfsfólk Bjarkalundar hlakkar til að sjá sem flesta á fagnaðinum og biður þá sem ætla að koma í matinn að láta vita sem fyrst í síma 434 7863 eða 434 7762.