Tenglar

Samtökin Landsbyggðin lifi (LBL) voru stofnuð fyrir liðlega sjö árum. „Markmið samtakanna er að vera samstarfsvettvangur fyrir félög, áhugamannahópa og einstaklinga sem hafa það að markmiði að styrkja sína heimabyggð", eins og segir í lögum samtakanna. Í Reykhólahreppi starfar félagið Reisn sem á aðild að samtökunum. Guðjón Dalkvist Gunnarsson á Reykhólum hefur um árabil átt sæti í stjórn LBL. Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er verndari samtakanna....
Meira
Þær Freyja Haraldsdóttir og Alma Guðmundsdóttir koma í heimsókn og lesa upp úr bókinni Postulín í matsal Reykhólaskóla á fimmtudag (2. okt.) klukkan 17. Síðan spjalla þær við gesti og svara spurningum. Postulín - saga Freyju Haraldsdóttur birtir einstaka reynslu og jákvæða sýn á lífið og tilveruna. Þegar Freyja fæddist var henni ekki hugað líf. Í dag er hún rúmlega tvítug kona sem hefur afrekað meira en margir jafnaldrar hennar, þrátt fyrir að lifa með fötlun sem gerir aðstæður hennar erfiðari en ella. Alma Guðmundsdóttir var stuðningsfulltrúi Freyju um skeið og þær urðu nánar vinkonur. Bókina skrifuðu þær Freyja og Alma í sameiningu....
Meira
Byggðarráð Dalabyggðar tekur undir kröfur Reykhólahrepps og Helgafellssveitar varðandi þjónustu Íslandspósts á landsbyggðinni. Í ályktun sem byggðaráð Dalabyggðar samþykkti í fyrradag segir að stefna Íslandspósts er snýr að þjónustu fyrirtækisins á landsbyggðinni og þá sérstaklega á Vesturlandi og Vestfjörðum sé vonbrigði. „Lokun pósthússins í Króksfjarðarnesi, fækkun útburðardaga og tilfærsla póstkassa m.a. í Helgafellssveit sl. vikur eru ekki til þess fallnar að styrkja tiltrú manna á fyrirtækinu og þjónustu þess í hinum dreifðu byggðum", segja byggðarráðsfulltrúar....
Meira
Úr vefmyndavél Arnarseturs Íslands í Reykhólahreppi.
Úr vefmyndavél Arnarseturs Íslands í Reykhólahreppi.
Skoskir sauðfjárbændur eru æfir yfir endurreisn hafarnarstofnsins í norðvesturhluta landsins. Þeir segja að ernirnir hafi drepið yfir 200 lömb á síðustu tólf mánuðum eða svo. Þeir segjast sjá fram á að eftir nokkur ár verði allt sauðfé horfið úr hlíðum. Haförninn varð útdauður á þessum slóðum snemma á tuttugustu öld. Árið 1975 var hægt og rólega byrjað að endurreisa stofninn....
Meira
Menningarráð Vestfjarða hefur ákveðið að standa fyrir stuttu námskeiði í gerð styrkumsókna, þar sem Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða leiðbeinir um ýmis grundvallaratriði. Fyrst og fremst er fjallað um gerð umsókna til Menningarráðsins sjálfs, en að sjálfsögðu nýtast slíkar leiðbeiningar einnig fyrir umsóknir til annarra aðila. Farið verður yfir umsóknareyðublað Menningarráðsins og rætt frjálslega um hvað fellur í kramið og hvað ekki hjá þeim sem fara yfir umsóknir. Jafnframt eru úthlutunarreglur skoðaðar og mismunandi áherslur við hverja úthlutun....
Meira
21. september 2008

Dagvaktin skellur á landslýð

1 af 3

Fyrsti þáttur Dagvaktarinnar verður sýndur á Stöð 2 í kvöld. Serían gerist að mestu í Hótel Bjarkalundi en leikurinn berst þó víðar um Reykhólasveit og kemur fólk í héraðinu við sögu með ýmsum hætti. Um skeið í sumarbyrjun var Bjarkalundur undirlagður af leikurum, tökufólki og tilfæringum, veggir innanhúss voru málaðir í litum sem hentuðu betur, gluggar voru byrgðir með svörtum tjöldum svo að betri stjórn yrði á lýsingunni og þar fram eftir götunum. Ekki var leyft að birta opinberlega myndir sem undirritaður tók af leikendum meðan á tökunum stóð. Hér fylgir því einungis mynd af Árna hótelstjóra (til hægri á myndinni) ásamt einum af hinum geðþekku starfsmönnum Bjarkalundar, svo og myndir sem teknar voru utanhúss.

 

Jón Bjarnason alþingismaður.
Jón Bjarnason alþingismaður.
„Þegar nú Íslandspóstur ákveður upp á sitt eindæmi að fækka póstferðum, skilja póstinn eftir úti við þjóðveg langt frá bæjum sem áður var keyrður heim rétt eins og í stórþéttbýlinu eða loka einu póstafgreiðslunum í heilum byggðarlögum, þá er hann að setja þær byggðir á „dauðalista" sinn: Það sé ekki arðbært að þjónusta þær þó svo í lögum sé skýrt kveðið á um að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar gildi í póstþjónustu landsmanna", segir Jón Bjarnason þingmaður Norðvesturkjördæmis....
Meira
Séð yfir Reykhólaþorp.
Séð yfir Reykhólaþorp.
Þó að þorpið á Reykhólum sé ekki stórt hefur verið sagt að ómögulegt sé að taka mynd af því öllu nema úr lofti. Það gerði Jói á Seljanesi núna í sumar að vissu leyti - að vísu ekki úr flugvél eða flygildi heldur ofan af Reykjanesfjalli. Hér fylgir mynd úr þeirri gönguferð en fleiri er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > Á Reykjanesfjalli 2008 í valmyndinni vinstra megin á síðunni....
Meira
Komandi vika er Vika símenntunar, en þá mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða í samvinnu við fleiri aðila heimsækja fyrirtæki og stofnanir á Vestfjörðum og kynna starfsemi sína. Á miðvikudag (24. september) verður komið á Reykhóla. Milli kl. 13 og 17 verða fyrirtæki og stofnanir heimsótt en kl. 20-22 verður kynning í Reykhólaskóla, þar sem opnuð verður „menntakista" ásamt því sem heimamenn annast skemmtiatriði. Í menntakistunni verður meðal annars að finna fróðleik um notkun internetsins, kynnt verða mennta- og ráðgjafarúrræði sem standa fólki til boða og kynntir þeir möguleikar sem bjóðast á styrkjum til náms. Þá verður veitt tilsögn í matreiðslu við opinn eld utanhúss....
Meira

Réttarstemmning verður í Hótel Bjarkalundi í Reykhólasveit núna á laugardagskvöldið, 20. september. Boðið verður upp á kjötsúpu að hætti Árna og Ingu frá kl. 18 og fram á kvöld. Verð á mann er kr. 1.650. Seinna um kvöldið mun Alli í Skáleyjum sjá um fjörið og spila fram á nótt eins og honum einum er lagið. Starfsfólk Bjarkalundar hlakkar til að sjá sem flesta á fagnaðinum og biður þá sem ætla að koma í matinn að láta vita sem fyrst í síma 434 7863 eða 434 7762.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30