Tenglar

Reykhóladagurinn 2008 heppnaðist með ágætum eins og alltaf áður. Fjölmargt var á dagskránni allt frá því fyrir hádegi og langt fram á nótt. Rebekka Eiríksdóttir á Stað bar ásamt ýmsum öðrum hitann og þungann af skipulagningunni. Hún er einstaklega ánægð með það hvernig til tókst og segir að fjölmargir hafi þakkað fyrir skemmtilegan dag. Um 230 til 240 manns að börnum meðtöldum voru í matnum um kvöldið og íþróttahúsið nýja var fullsetið eins og í fyrra....
Meira
Á lokasprettinum í Þorskafirði.
Á lokasprettinum í Þorskafirði.
1 af 3
Stórhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson, hagfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hljóp um síðustu helgi fyrsta formlega „haustlitahlaupið" frá Flókalundi í Bjarkalund, samtals um 125 km vegalengd á tveimur dögum. Áningarstaðurinn um nóttina var í Djúpadal í Djúpafirði. Með Gunnlaugi í för voru Ingólfur Sveinsson geðlæknir, Stefán Viðar Sigtryggsson Íslandsmeistari í maraþoni og hjónin Jóhanna Eiríksdóttir og Ívar Adolfsson. Þau fjögur skiptust á að hlaupa hluta af leiðinni og selflytja bílana eftir því sem ferðinni vatt fram. Þegar komið var í Þorskafjörð og dró að leiðarlokum tók nokkur hópur fólks á móti hlaupurunum „með sveitarstjórahjónin í Reykhólasveit í broddi fylkingar. Það var ánægjulegt að fá slíkar móttökur við leiðarlok", segir Gunnlaugur á bloggi sínu....
Meira
„Eins og menn vita eru höfuðstöðvar fréttavefjarins strandir.is á bænum Kirkjubóli við Steingrímsfjörð og vefurinn hefur verið rekinn þaðan þrátt fyrir hægt og hnökrótt samband síðan 2004, auk þess sem ekki hefur verið kostur á öðru en að greiða sérstaklega fyrir niðurhal. Ef engar breytingar á nettengingu bæjarins eru sjáanlegar í nánustu framtíð verður vefurinn lagður niður í haust", segir á fréttavefnum strandir.is....
Meira
Heldur fjölgar fólki bæði á Reykhólum og í Reykhólahreppi í heild þessi árin. Samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands um miðársmannfjölda voru íbúar Reykhólahrepps 271 þann 1. júlí (254 á sama tíma í fyrra). Þar af voru íbúar á Reykhólum 132 (122 á sama tíma í fyrra). Sem fyrr er nokkur slagsíða á hlutföllum kynjanna, því að karlar í Reykhólahreppi töldust 143 og konur 128 en á Reykhólum voru 69 karlar á móti 63 konum. Í Reykhólahreppi voru 66 manns á aldrinum 0-16 ára, 166 manns á aldrinum 17-67 ára og 39 manns 68 ára og eldri. Á Reykhólum voru 43 á aldrinum 0-16 ára, 80 á aldrinum 17-67 ára og 9 manns 68 ára og eldri....
Meira
Samhljómur með Halldóri og VG.
Samhljómur með Halldóri og VG.
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, kveðst óttast niðurskurð á almennri grunnþjónustu vegna aukinnar skuldsetningar sveitarfélaga. Hann tekur undir með Vinstri grænum að nauðsynlegt sé að styrkja framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Á flokksráðsfundi VG sem lauk í gær voru samþykktar fimm ályktanir sem allar snerta málefni sveitarfélaga. Flokkurinn telur nauðsynlegt að auka framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um 10 milljarða á næstu tveimur árum. Halldór tekur undir nauðsyn þess að styrkja sjóðinn....
Meira

Flokksráð Vinstri grænna hafnar hugmyndum um lögbindingu lágmarksstærðar sveitarfélaga. Eins og fram hefur komið hyggst ráðherra sveitarstjórnarmála leggja fram frumvarp þess efnis, að lágmarksfjöldi í sveitarfélagi verði þúsund manns. Í ályktun sem samþykkt var á fundi flokksráðs VG í gær segir: „Íbúar eiga að hafa svigrúm og sjálfræði til að meta kosti og galla sameiningar við önnur sveitarfélög og ákveða með hvaða hætti samstarfi þeirra á milli skuli háttað. Flokksráðið telur brýnt að úttekt verði framkvæmd á efnahagslegum og samfélagslegum áhrifum þeirra sameininga sem hafa átt sér stað á undanförnum árum."

 

Árleg uppskeruhátíð Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) verður haldin á Reykhólum á þriðjudagskvöldið, 2. september. Safnast verður saman við íþróttahúsið kl. 18.30 og flestir fara í leiki en nokkrir fullorðnir sá um að kveikja upp í „risagrilli". Þegar leikjum lýkur geta allir grillað sér pylsur eða hamborgara (sem þeir hafa haft með sér að heiman) og sest inn í hús að snæða og spjalla saman....
Meira
Grímur Atlason. Ljósm. bb.is.
Grímur Atlason. Ljósm. bb.is.

„Það er með ólíkindum að þegar hrávara hækkar í heiminum, og matvæli þar ekki síst, skuli það vera bændur á Íslandi sem taki á sig skerðinguna einir framleiðenda. Ekki nóg með að vaxtakostnaður og innkaupakostnaður hækki um tugi prósenta hjá þessari stétt heldur þurfa þeir líka að sætta sig við litla sem enga hækkun afurðaverðs." Þetta segir Grímur Atlason, bæjarstjóri í Dalabyggð, í ítarlegum pistli á bloggi sínu sem birtist undir Sjónarmið í valmyndinni hér til vinstri. Pistillinn ber yfirskriftina Hin heimska hönd hagræðingarinnar. Þar segir Grímur enn fremur:

...
Meira

Hér var í gær farið stórum orðum um ástand vegarins um Þorskafjarðarheiði. Þau ummæli voru byggð á frásögnum vegfarenda í síma og tölvupósti bæði við undirritaðan umsjónarmann þessa vefjar og við fréttavefinn bb.is á Ísafirði. Undirritaður grípur stundum í fréttaskrif fyrir bb.is og fékk beiðni þaðan um að skrifa frétt um þetta mál vegna kvartana sem þangað höfðu borist. Þá þegar hafði undirritaður fengið símtal frá manni sem bölvaði því innilega að hafa valið þessa nánast ófæru leið, að hann sagði, og var hann þó á bíl með sídrifi á öllum hjólum. Nú virðist sem lýsingar þessar hafi verið nokkuð orðum auknar og vegurinn um Þorskafjarðarheiði sé ekki alveg eins hábölvaður og ætla mátti af lestri fréttarinnar.

 

Reykhólahreppur ritaði í gær Kristjáni L. Möller ráðherra póst- og fjarskiptamála bréf þar sem farið er fram á að lokun pósthússins í Króksfjarðarnesi verði frestað um a.m.k. tvo mánuði. Búið var að ákveða að því yrði lokað núna um mánaðamótin. Jafnframt er þess farið á leit, að ráðherrann fresti þeirri ákvörðun Íslandspósts að fækka póstdreifingardögum í hluta hreppsins úr fimm í viku í þrjá í viku. Í bréfinu segir enn fremur, að Reykhólahreppur muni fara með þessi mál fyrir dómstóla ef þess gerist þörf. Þess vegna sé farið þess á leit, að ráðherrann fresti umræddum ákvörðunum á meðan lögfræðingar fari yfir málin. Afrit af bréfinu til ráðherrans var sent þingmönnum kjördæmisins....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30