Tenglar

Barðstrendingafélagið í Reykjavík verður með opið hús í Konnakoti, samkomusal félagsins, Hverfisgötu 105, miðvikudaginn 19. nóvember klukkan 20. Þar mun Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur frá Mýrartungu II flytja fyrirlestur um Kraft hugans - hugræna atferlismeðferð en síðan gefst tími fyrir spjall og léttar veitingar. Félagið er þessa dagana að vinna í því að virkja félagsmenn til þátttöku í hvers kyns viðburðum. Dæmi um viðburði hjá félaginu eru fjáröflunardagur á vegum Kvennadeildar, jólakortagerð, samverustund í Heiðmörk, rútuferðir á sumrin, dansleikir og jólavaka sem verður í desember.

...
Meira
Ung bandarísk stúlka hefur mikinn hug á því að komast til dvalar og vinnu á góðu sveitaheimili hér vestra seinni hluta vetrar. Hún heitir Anna, er háskólanemi og hefur dvalist á Sólheimum í Grímsnesi um sex vikna skeið á vegum samtaka sem heita CELL - Center for Ecological Living and Learning. Hún fer af landi brott núna í lok nóvember en stefnir að því að koma aftur til landsins snemma á nýju ári. Af einhverjum ástæðum hefur hún fengið mikinn áhuga á þessum landshluta og þess vegna var umsjónarmaður þessa vefjar beðinn um að leita eftir vist fyrir hana í héraðinu. Ekki mun hún gera miklar kaupkröfur fyrir utan fæði og húsnæði. Betra þætti henni ef einhver á heimilinu gæti bjargað sér á enskri tungu....
Meira
Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson.
„Flest okkar hafa ýmsar hugmyndir um ónotuð atvinnutækifæri", segir Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum (Dalli) í opnu bréfi til sveitunga sinna. „Nú þurfum við að standa saman", segir hann enn fremur. „Dusta rykið af gömlum hugmyndum og finna nýjar. Hætta að gera grín að nágrannanum fyrir vitleysuna. Allar hugmyndir þarf að skoða. Við eigum hér félag, Reisn, sem ætlað var til uppbyggingar í hreppnum. Stefnum nú að baráttufundi í byrjun næsta árs með ferskar hugmyndir og styðjum hvert annað."...
Meira
Frá afmælisfagnaðinum í Dalabúð. Myndir: Þórarinn Ólafsson.
Frá afmælisfagnaðinum í Dalabúð. Myndir: Þórarinn Ólafsson.
1 af 3
90 ára afmælisfagnaður Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) var haldinn í Dalabúð í Búðardal á laugardag. Sambandið tók á sig núverandi form árið 1972 þegar sameinuð voru Ungmennasamband Dalamanna (stofnað 1918) og Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga (stofnað 1936). Meðfylgjandi myndir tók Þórarinn Ólafsson í fagnaðinum en miklu fleiri er að finna undir Ljósmyndir > Myndasyrpur > UDN 90 ára í valmyndinni til vinstri....
Meira
Magnús, Ragnar, Eyrún, Þorgeir og Guðrún.
Magnús, Ragnar, Eyrún, Þorgeir og Guðrún.
1 af 2
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (atvest) hefur bætt við sig tveimur nýjum starfsmönnum á suðursvæði Vestfjarðakjálkans og eru þeir báðir með aðsetur í Skor, þekkingarsetri á Patreksfirði. Um er að ræða Guðrúnu Eggertsdóttur, sem ráðin hefur verið verkefnastjóri hjá atvest, og Magnús Ólafs Hansson, sem fram að þessu hefur verið verkefnastjóri hjá Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Sérstök áhersla verður lögð á samstarf við stjórnsýslu, fólk og fyrirtæki í Reykhólahreppi....
Meira
Elísabet Ýr við afgreiðslu.
Elísabet Ýr við afgreiðslu.
1 af 2
Eigendaskipti urðu að versluninni Hólakaupum á Reykhólum núna um mánaðamótin. Nýju eigendurnir eru Elísabet Ýr Norðdahl og Arnór Hreiðar Ragnarsson á Hofsstöðum við Þorskafjörð. Þau taka við af Guðrúnu Guðmundsdóttur og Birni Fannari Jóhannessyni á Reykhólum, sem ráku verslunina með myndarbrag síðustu átta mánuði. Guðrún og Fannar keyptu reksturinn af Jóni Kjartanssyni snemma á árinu og breyttist þá nafnið úr Jónsbúð í Hólakaup. Fannar sagðist fljótlega hafa komist að raun um það, að hann væri ekki verslunarmaður að eðlisfari....
Meira

Reykhólaskóla vantar stuðningsfulltrúa í 50% stöðu frá kl. 10 til 14. Laun samkvæmt kjarasamningi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsókn þarf að berast til Júlíu Guðjónsdóttur skólastjóra fyrir föstudaginn 7. nóvember. Hún veitir nánari upplýsingar í síma 862 1519.

 

Vinnumálastofnun á Vestfjörðum og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða standa nú fyrir könnun á atvinnuhorfum á Vestfjörðum. Könnunin er svipuð og sú könnun sem Samtök atvinnulífsins stóðu að meðal vinnuveitenda á landsvísu fyrir skömmu. Könnunin nú er sérstaklega gerð fyrir Vestfirði enda var svarhlutfall könnunar SA með þeim hætti, að ekki var hægt að álykta um einstök landsvæði eða atvinnugreinar þó að hún gæfi góðar vísbendingar um þróun á innlendum vinnumarkaði almennt. Um er að ræða símakönnun og hefur verið ráðinn starfsmaður til að starfa að þessu verkefni tímabundið....
Meira
Námskeið á vegum Útflutningsráðs um verðlagningu útflutningsvöru og þjónustu í samvinnu við KPMG og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða verður haldið í Háskólasetrinu á Ísafirði á miðvikudaginn, 5. nóvember, frá kl. 13 til 17.  Námskeiðið mun fara fram í gegnum vefbúnað á sama tíma í Þekkingarsetrinu Skor á Patreksfirði og Grunnskólanum á Hólmavík....
Meira
Vegagerðin hefur ákveðið að áfrýja dómi héraðsdóms, sem felldi úr gildi úrskurð um að farin verði leið B um Þorskafjörð og þar með um Teigsskóg og fyrir mynni Djúpafjarðar. Stefnendur í málinu voru Olga Ingibjörg Pálsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Íslands og Gunnlaugur Pétursson gegn Vegagerðinni. Krafa stefnenda var sú, að felldur yrði úr gildi sá hluti úrskurðar Jónínu Bjartmarz þáverandi umhverfisráðherra frá 5. janúar 2007, þar sem fallist var á leið B í 2. áfanga Vestfjarðavegar (60), Bjarkalundur-Eyri í Reykhólahreppi með tilteknum skilyrðum. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 26. september og var fallist á kröfu stefnenda....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30