Tenglar

Úr þorpinu í Flatey.
Úr þorpinu í Flatey.
Svo gæti farið að kvikmyndaakademían í Hollywood fái sýnishorn af breiðfirsku landslagi en kvikmyndin Brúðguminn hefur verið valin framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna um bestu erlendu myndina. Eins og kunnugt er var myndin tekin upp að mestu leyti í Flatey í Breiðafirði. Kvikmyndin er byggð á leikritinu Ivanov eftir rússneska leikskáldið Anton Tsjekhov en sagan er þó færð yfir í nútímann. Leikstjóri og annar höfunda handritsins er Baltasar Kormákur. Kvikmyndin var tekin upp í ágústmánuði á síðasta ári í blíðskaparveðri eins og gerist best á Breiðafirði....
Meira
Sauðfjárveikivarnagirðingar á Vestfjörðum granda fé í stað þess að halda því á sínum stað, segja bændur í Reykhólahreppi. Þeir segja hvorki fjárveitingar í nýjar girðingar né til að hreinsa burt þær sem ónýtar eru. Sauðfjárveikivarnagirðingin yfir Þorskafjarðarheiði milli Reykhólahrepps og Strandabyggðar er ónýt, að mati Einars Hafliðasonar sauðfjárbónda í Fremri-Gufudal. Einnig segir hann varnargirðingu frá Kollafirði yfir í Ísafjarðardjúp vera gagnslausa í núverandi ástandi....
Meira
11. september 2008

Brekkufríð er Barmahlíð

1 af 3

Nánast er sama hvar stigið er út úr bíl og gengin fáein skref út fyrir veginn - hvarvetna er berjalyng og lyngið er krökkt af berjum. Óvíða eða hvergi á landinu er berjaspretta ríkulegri en hér við innanverðan Breiðafjörð. Þessa dagana eru mildar brekkur og hlíðar að skipta litum og taka svip haustsins. Sagt hefur verið að aldrei séu þær eins fagrar og þá.

 

Frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum um síðustu helgi.
Frá Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum um síðustu helgi.
Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var á Reykhólum um helgina eru gerð rækileg skil á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þar er ekki aðeins að finna samþykktir og ályktanir þingsins heldur einnig skýrslur sem fluttar voru og lagðar fram, ávörp, erindi og kynningar. „Heimamenn lögðu mikið á sig til að umgjörð þingsins væri hin besta, enda var það mál fundarmanna að þingið hefði verið til fyrirmyndar", segir á vef sambandsins....
Meira
Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir veturinn 2008-2009 er kominn út. Hann hefur verið settur á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar og verður honum dreift í öll hús á Vestfjörðum næstu daga. Í bæklingnum eru kynnt 66 námskeið eða námsleiðir sem haldin verða víðs vegar um Vestfirði. Auk þess mun Fræðslumiðstöðin setja upp fleiri námskeið eftir því sem óskir berast um. Framboð námskeiða hefur aldrei verið meira en í vetur....
Meira
Jóna Benediktsdóttir.
Jóna Benediktsdóttir.
Um mánaðamótin tók Jóna Benediktsdóttir kennari á Ísafirði til starfa sem trúnaðarmaður fatlaðra á Vestfjörðum. Svæðisráð málefna fatlaðra skipar trúnaðarmann, sem fer með réttindagæslu fatlaðra. Hlutverk hans er m.a. að gæta hagsmuna þeirra fötluðu sem búa á sambýlum, vistheimilum fyrir börn og áfangastöðum. Svæðisráð hefur eftirlit með því að á vegum Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra, svo og sveitarfélaga, sé fötluðum veitt sú þjónusta sem samræmist markmiði laga um málefni fatlaðra. Jóna tekur við starfinu af sr. Stínu Gísladóttur sóknarpresti í Holti í Önundarfirði, sem ákvað að láta af prestsskap í haust og flytjast á Blönduós....
Meira
Pósthúsinu í Króksfjarðarnesi var ekki lokað núna um mánaðamótin eins og ákveðið hafði verið. Þetta kemur mörgum á óvart, bæði íbúum Reykhólahrepps og líka Lilju Rafneyju Magnúsdóttur á Suðureyri, sem á sæti í stjórn Íslandspósts. Þegar haft var samband við hana í dag vissi hún ekki annað en búið væri að loka í Króksfjarðarnesi. Afgreiðslustjóri pósthússins í Króksfjarðarnesi veit nánast ekkert um þetta mál og vissi ekkert um fyrirhugaða lokun nema úr fjölmiðlum. Ekkert er finnanlegt á fréttavef Íslandspósts um þessa breytingu frá því sem ákveðið hafði verið....
Meira
Fjallskilaseðill Reykhólahrepps var samþykktur á fundi fjallskilanefndar í gær. Nefndin hefur ákveðið að leitarhelgi verði sem næst 20. september ár hvert og seinni leitir verði tveimur vikum síðar. Skv. reglugerð er lagt eitt dagsverk á hverja jörð óháð fjártölu eða byggð. Til viðbótar jafnast fjallskil eftir fjártölu innan hvers leitarsvæðis. Fjallskilaseðilinn er að finna í dálkinum Tilkynningar hér neðst til hægri á síðunni....
Meira
Aðalsteinn, Valdemar, Anna og Birna.
Aðalsteinn, Valdemar, Anna og Birna.
Anna Guðrún Edvardsdóttir í Bolungarvík var endurkjörin formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga á Fjórðungsþinginu sem lauk á Reykhólum nú síðdegis. Aðrir í stjórn voru einnig endurkjörnir nema hvað Birna Lárusdóttir á Ísafirði kemur inn í staðinn fyrir Inga Þór Ágústsson á Ísafirði, sem baðst undan kjöri vegna fjarvistar við nám. Stjórnina skipa því, auk Önnu, þau Ari Hafliðason á Patreksfirði, Birna Lárusdóttir og Sigurður Pétursson á Ísafirði og Valdemar Guðmundsson á Hólmavík. Meðal varamanna er Egill Sigurgeirsson á Reykhólum. Kosningar fara fram annað hvert ár en Fjórðungsþing er haldið á hverju ári....
Meira
Halldór Halldórsson á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum.
Halldór Halldórsson á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum.
„Stefna sambandsins hefur í fjölda ára verið sú að styrkja sveitarfélög með frjálsri sameiningu og ég vildi bara benda á að Vestfirðir geta þetta alveg", segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í samtali við mbl.is. Í ávarpi sínu á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum opnaði Halldór fyrir þá umræðu að Vestfirðir allir myndu sameinast í eitt sveitarfélag.

Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála, hefur viðrað þá hugmynd að lögbundinn lágmarksfjöldi íbúa í sveitarfélögum verði þúsund manns en Ísafjarðarbær er eina sveitarfélagið á Vestfjörðum sem nær því marki. Halldór vill að Vestfirðingar taki frumkvæði um frjálsa sameiningu áður en til þvingunar kæmi.
 ...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30