17. september 2008
Flatey á Breiðafirði vestur í Hollywood?
Svo gæti farið að kvikmyndaakademían í Hollywood fái sýnishorn af breiðfirsku landslagi en kvikmyndin Brúðguminn hefur verið valin framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna um bestu erlendu myndina. Eins og kunnugt er var myndin tekin upp að mestu leyti í Flatey í Breiðafirði. Kvikmyndin er byggð á leikritinu Ivanov eftir rússneska leikskáldið Anton Tsjekhov en sagan er þó færð yfir í nútímann. Leikstjóri og annar höfunda handritsins er Baltasar Kormákur. Kvikmyndin var tekin upp í ágústmánuði á síðasta ári í blíðskaparveðri eins og gerist best á Breiðafirði....
Meira
Meira