Arnkötludalsvegur ekki opinn í vetur
Meira
Fyrirhugað er að stækka Hótel Bjarkalund um 100 fermetra en það er nú um 600 fermetrar. Stækkunin felst í veglegra anddyri og stærra verslunarrými. Vonast er til að framkvæmdunum verði lokið í vor. Árni Sigurpálsson hótelstjóri segir að þrátt fyrir hið bága ástand í efnahagsmálum, þar sem flestir halda að sér höndum, muni hann halda ótrauður áfram. Þótt margir hafi áður heyrt nafn hótelsins nefnt er óhætt að fullyrða að það hefur verið á hvers manns vörum eftir að byrjað var að sýna þættina Dagvaktina, en þeir gerast í Bjarkalundi. Er svo komið að stór hluti þeirra símtala, sem Bjarkalundi berast, lúta að Dagvaktinni og söguþræðinum.
...Kristján L. Möller ráðherra sveitarstjórnarmála ræddi í síðustu viku um sameiningarmál við fulltrúa fámennra sveitarfélaga, sem hafa með sér óformleg samtök innan Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar lýsti ráðherrann þeirri hugmynd sinni að hækka lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi úr fimmtíu í eitt þúsund manns og skiptist á skoðunum við fundarmenn. Óskar Steingrímsson sveitarstjóri sat fundinn fyrir hönd Reykhólahrepps. Fulltrúar fámennra sveitarfélaga óskuðu eftir fundi með ráðherranum til að heyra nánar af sameiningarhugmyndum hans. Fór Kristján í máli sínu yfir þýðingu þess að efla og stækka sveitarfélög til að þau yrðu betur í stakk búin til að standa undir öflugri þjónustu og nýjum verkefnum sem þeim verða falin.
...Atli Georg Árnason rekstrarfræðingur kom um síðustu mánaðamót til starfa sem framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Hann tekur við af Halldóri Ó. Sigurðssyni, sem gegndi starfinu í tæp sex ár. Halldór var í sumar ráðinn framkvæmdastjóri Bauhaus á Íslandi og fluttist í framhaldi af því suður ásamt fjölskyldu sinni. Atli Georg er 34 ára að aldri, Suðurnesjamaður að uppruna en hefur verið búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Aberdeen í Skotlandi mörg undanfarin ár. Eiginkona hans er Jóhanna Björg Guðmundsdóttir, tanntæknir frá Háskóla Íslands. Þau eiga þrjú börn, Guðrúnu Áslu, níu ára, Maríu Rún, fimm ára, og Atla Jóhann, hálfs annars árs.
...