Bílamergð við Staðarhöfn á Reykjanesi
Meira
Starfsmann vantar núna strax eða sem fyrst á leikskólann Hólabæ á Reykhólum. Upplýsingar gefur Björg í síma 698 3685 eða 434 7832.
Frá og með deginum í dag verður verslunin Hólakaup ehf. á Reykhólum opin virka daga kl. 9-18 og laugardaga og sunnudaga kl. 10-18. Um næstu mánaðamót gengur síðan vetrartími í gildi og breytist þá afgreiðslutíminn um helgar, þannig að opið verður á laugardögum kl. 10-14 en lokað á sunnudögum. Eftir sem áður verður opið kl. 9-18 á virkum dögum.
Dráttarvélasafnið á Grund blasir við þeim sem koma að Reykhólum. Sumar vélanna eru uppgerðar og gangfærar en aðrar er smátt og smátt verið að gera upp. Mestan heiðurinn af þessu framtaki á Unnsteinn Hjálmar Ólafsson á Grund, en einnig hefur hann ásamt Guðmundi bróður sínum og Arnóri Grímssyni í Króksfjarðarnesi tekið saman mikinn fróðleik um fyrstu dráttarvélarnar á hverjum bæ í Reykhólahreppi. Ekki er neinn aðgangseyrir að safninu og þar er heldur enginn sérstakur safnvörður. Gestum er frjálst að skoða vélarnar eins og þá lystir og hafa margir notfært sér það í sumar.