Námskeið um atvinnusköpun í boði fyrir hreppsbúa
Meira
Tugir bíldekkja hafa í sumar eyðilagst á veginum um Þorskafjörð, þar sem vegagerð hófst síðastliðinn vetur en hefur legið niðri í sumar. Böðvar Jónsson, skógarbóndi í Þorskafirði, er einn þeirra sem segja farir sínar ekki sléttar, en hann eyðilagði jeppadekk upp á 20-30 þúsund og íhugar að leita réttar síns.
Árni Sigurpálsson hótelstjóri í Bjarkalundi staðfesti að einhverjir tugir hjólbarða hefðu eyðilagst á veginum í sumar. Hann sagðist hafa farið síðast í fyrrinótt til að aðstoða mann sem var með tvö dekk sprungin. Árni segir veginn í raun vera ófæran og því sé full ástæða til að loka honum. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.
Nú þegar líður að hausti og skólastarf senn að ganga í garð beinir lögreglustjóri Vestfjarða þeim tilmælum til ökumanna jafnt sem foreldra að þeir sýni aðgát og fyrirhyggju. „Nú er sá tími ársins að hefjast að mikið er af ungum vegfarendum í umferðinni og getur slysahætta aukist því samfara. Því miður hafa þegar orðið nokkur slys þar sem börn og ökutæki koma við sögu og bendir lögreglan á Vestfjörðum bæði foreldrum og ökumönnum á að sýna sérstaka aðgát. Ökumenn, vinsamlegast sýnið aðgát í umferðinni og gætið sérstaklega að ungum vegfarendum. Foreldrar, gætið að börnum ykkar og útbúið þau vel, hvort sem þau eru gangandi eða hjólandi", segir Kristín Völundardóttir lögreglustjóri í orðsendingu með þeirri yfirskrift sem fram kemur hér í fyrirsögninni.
Á fréttavef Skessuhorns í dag segir að „elsti nothæfi Breiðfirðingur landsins" hafi verið keyptur til varðveislu í Sjávarsafninu í Ólafsvík. Í fréttinni segir jafnframt að bátur þessi sé frá árinu 1953. Aðalsteinn Valdimarsson á Reykhólum, skipasmiður úr Hvallátrum á Breiðafirði, sem er gjörkunnugur breiðfirskum bátum, fullyrðir að hér sé ekki rétt með farið. Hann nefnir strax nokkra breiðfirska báta sem eru eldri og eru jafnframt prýðilega sjófærir og enn í notkun.
...