Tenglar

Nú á haustmánuðum fara af stað verkefni á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands til eflingar atvinnusköpunar í sveitum. Um er að ræða tvö verkefni á vegum Impru, Vaxtarsprotaverkefnið og Sóknarbraut, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins, Búnaðarsamtök Vesturlands og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Þátttaka í báðum þessum verkefnum stendur íbúum Reykhólahrepps til boða....
Meira
„Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að fyrstu mistökin hafi verið gerð kringum 1980 þegar ákveðið var að tengja fyrst saman Ísafjörð og Hólmavík. Ein af röksemdunum fólst í svonefndri Inndjúpsáætlun sem tíminn leiddi í ljós að var slíkir loftkastalar, að maður hlær og grætur þegar maður les hana í dag", segir Ómar Ragnarsson á bloggi sínu. „Ef ákveðið hefði verið að leggja áherslu á stystu leið til Reykjavíkur sem liggur um norðurhluta Breiðafjarðar og Gilsfjörð væri staðan önnur nú", segir hann enn fremur....
Meira
Fjöldi fólks sótti Ólafsdalshátíðina um fyrri helgi, þar sem endurreisn skólasetursins gamla í Ólafsdal við Gilsfjörð var formlega hafin. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra undirritaði þar yfirlýsingu um að Ólafsdalsfélagið ses. fái staðinn til umsjár og gengið var frá samstarfi félagsins við Landbúnaðarsafn Íslands. Þess má geta að Reykhólahreppur er meðal stofnenda félagsins með eitt hundrað þúsund króna framlagi. Ólafsdalur skipar virðulegan sess í íslenskri atvinnusögu því að þar var fyrsti búnaðarskóli landsins settur á fót árið 1880....
Meira
Kristján L. Möller samgönguráðherra.
Kristján L. Möller samgönguráðherra.
Þrýst er á Kristján L. Möller samgönguráðherra að fresta jarðgangagerð milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og flýta í staðinn jarðgangagerð milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar við Ísafjarðardjúp, eftir því sem fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Fram kom að ráðherra hyggist taka málið upp á Fjórðungsþingi Vestfirðinga á Reykhólum í næsta mánuði. Ríkisstjórnin samþykkti í fyrra að flýta gerð jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar þannig að framkvæmdum verði lokið árið 2012. Stefnt hefur verið að því að verkið verði fljótlega boðið út en af því verður ekki ef ráðherrann lætur undan þeim þrýstingi sem hér um ræðir. Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar eru forsenda þess að hægt verði að halda uppi samgöngum allt árið milli svæða á Vestfjörðum en það gildir ekki um leiðina milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar....
Meira
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um fækkun póstdreifingardaga í hluta Reykhólahrepps úr fimm dögum í viku í þrjá daga í viku. Ákvörðunin tekur til átta bæja, þ.e. Hofsstaða, Kinnarstaða, Djúpadals, Brekku, Gufudals, Fremri-Gufudals, Skálaness og Múla í Kollafirði. Með ákvörðun sinni fór PFS að tilmælum Íslandspósts hf. um fækkun dreifingardaga en meðal röksemda fyrirtækisins voru mikill kostnaður við póstdreifingu, fækkun íbúa í sveitum, fækkun bréfa, umhverfisvernd og krafa um hagkvæman rekstur....
Meira
Frá framkvæmdum í maí.
Frá framkvæmdum í maí.
Ástand vegarins í Þorskafirði stendur til bóta, eftir því sem fram kom í útvarpsfréttum í kvöld, og sagði þar að vinna við nýbyggingu og endurbyggingu vegarins muni hefjast að nýju í þessari viku. Útlögn klæðningar á að vera lokið núna um mánaðamótin. Eins og hér kom fram hefur vegurinn verið herfilegur í sumar og í raun óboðlegur enda hafa vegfarendur þurft að aka á egghvössu grjóti. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, hefur vinna við veginn í Þorskafirði legið niðri í sumar á meðan verktakinn var að störfum við vegarkafla í Kollafirði....
Meira
Júlía Guðjónsdóttir.
Júlía Guðjónsdóttir.
„Það er spennandi að takast á við þetta", segir Júlía Guðjónsdóttir, sem ráðin hefur verið skólastjóri Reykhólaskóla og tekur við af Jóhönnu Þorsteinsdóttur. Júlía er tæplega þrjátíu og eins árs, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni árið 1997 og námi við Kennaraháskóla Íslands árið 2002. Sérsvið hennar var íslenska en meðan á náminu stóð fór hún eina önn til Danmerkur í skiptinám. Næstu fimm árin kenndi hún við Rimaskóla í Grafarvogi og hafði jafnframt umsjón með öllu félagsstarfi nemenda. Síðasta vetur kenndi hún við Lækjarskóla í Hafnarfirði....
Meira

Tugir bíldekkja hafa í sumar eyðilagst á veginum um Þorskafjörð, þar sem vegagerð hófst síðastliðinn vetur en hefur legið niðri í sumar. Böðvar Jónsson, skógarbóndi í Þorskafirði, er einn þeirra sem segja farir sínar ekki sléttar, en hann eyðilagði jeppadekk upp á 20-30 þúsund og íhugar að leita réttar síns.

 

Árni Sigurpálsson hótelstjóri í Bjarkalundi staðfesti að einhverjir tugir hjólbarða hefðu eyðilagst á veginum í sumar. Hann sagðist hafa farið síðast í fyrrinótt til að aðstoða mann sem var með tvö dekk sprungin. Árni segir veginn í raun vera ófæran og því sé full ástæða til að loka honum. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.
 
 

Nú þegar líður að hausti og skólastarf senn að ganga í garð beinir lögreglustjóri Vestfjarða þeim tilmælum til ökumanna jafnt sem foreldra að þeir sýni aðgát og fyrirhyggju. „Nú er sá tími ársins að hefjast að mikið er af ungum vegfarendum í umferðinni og getur slysahætta aukist því samfara.  Því miður hafa þegar orðið nokkur slys þar sem börn og ökutæki koma við sögu og bendir lögreglan á Vestfjörðum bæði foreldrum og ökumönnum á að sýna sérstaka aðgát. Ökumenn, vinsamlegast sýnið aðgát í umferðinni og gætið sérstaklega að ungum vegfarendum.  Foreldrar, gætið að börnum ykkar og útbúið þau vel, hvort sem þau eru gangandi eða hjólandi", segir Kristín Völundardóttir lögreglustjóri í orðsendingu með þeirri yfirskrift sem fram kemur hér í fyrirsögninni.

 

Breiðfirski báturinn sem hér um ræðir. Ljósm. Skessuhorn.
Breiðfirski báturinn sem hér um ræðir. Ljósm. Skessuhorn.

Á fréttavef Skessuhorns í dag segir að „elsti nothæfi Breiðfirðingur landsins" hafi verið keyptur til varðveislu í Sjávarsafninu í Ólafsvík. Í fréttinni segir jafnframt að bátur þessi sé frá árinu 1953. Aðalsteinn Valdimarsson á Reykhólum, skipasmiður úr Hvallátrum á Breiðafirði, sem er gjörkunnugur breiðfirskum bátum, fullyrðir að hér sé ekki rétt með farið. Hann nefnir strax nokkra breiðfirska báta sem eru eldri og eru jafnframt prýðilega sjófærir og enn í notkun.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30