Metfjöldi í Grettislaug á Reykhólum í sumar
Meira
Verslunin Hólakaup á Reykhólum er opin eins og venjulega núna yfir helgina. Opið er til kl. 22 í kvöld, laugardag, en á morgun (sunnudag) og mánudag er opið frá kl. 9 til 20. Mikill straumur ferðafólks hefur verið í búðinni í dag enda fæst þar nánast allt sem þarf á ferðalagi.
Magnús Sigurgeirsson á Reykhólum keypti um áramótin gróðurhúsin í Görðum rétt neðan við Reykhólaþorp af Kristni Bergsveinssyni frá Gufudal, sem ákvað að hætta garðyrkju þegar hann var kominn yfir áttrætt. „Mest eru þetta tómatar, svolítið af gúrkum og ofurlítið af salati og öðru smálegu", segir Magnús. Mestan hluta framleiðslunnar fær Mata í Reykjavík en auk þess eru hótelin í næstu héruðum fastir viðskiptavinir og Kaupfélag Steingrímsfjarðar kaupir líka töluvert. Gestum og gangandi er velkomið að kíkja í gróðurhúsin hjá Magnúsi. Hann kveðst þó ekkert hafa auglýst það enda fáist framleiðsla hans í Hólakaupum á Reykhólum. „Aftur á móti er ekkert mál að selja fólki ef einhver er við á annað borð. Það er svona einn og einn sem kemur ...
...Ágúst G. Atlason áhugaljósmyndari og margmiðlunarhönnuður á Ísafirði brá sér út í Breiðafjarðareyjar í veðurblíðunni – eins og fleiri – og tók myndir í safnið. Þetta var annar ljósmyndaleiðangur hans í Reykhólahrepp á stuttum tíma, en fyrr í mánuðinum ferðaðist hann um fastalandið og tók einkum landslagsmyndir í héraðinu. Líka myndaði hann starfsmenn Þörungaverksmiðjunnar við vinnu sína. „Það var ákveðið í samstarfi við Markaðsskrifstofu Vestfjarða að fara út í eyjar með Birni Samúelssyni og ég ákvað að enda sumarfríið með allri fjölskyldunni þannig að við skelltum okkur saman í ferð", segir Ágúst. „Við byrjuðum á því að koma í Skáleyjar þar sem við hittum Jóhannes Geir Gíslason og fengum kaffi og köku ...
...