Tenglar

Örn Árnason. Mynd: leikhusid.is
Örn Árnason. Mynd: leikhusid.is
Reykhóladagurinn verður núna á laugardaginn, 30. ágúst, og verður dagskráin með hefðbundnu sniði. Þar á fjölskyldan öll að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið dagsins saman. Eitthvað verður um að vera allan tímann frá því fyrir hádegi og fram á nótt. Sérstaka athygli vekur að sjálfur Örn Árnason leikari mætir og annast veislustjórn um kvöldið. Dagskráin verður annars á þessa leið:...
Meira
Grímur Atlason. Ljósm. bb.is
Grímur Atlason. Ljósm. bb.is
„Í grein sem birtist á strandir.is þann 6. desember 2006 sagði þáverandi samgönguráðherra m.a.: Þrátt fyrir frestun á framkvæmdum í sumar er gert ráð fyrir að hægt verði að aka um Arnkötludal á nýjum vegi árið 2008. Á fundi sveitarstjórnarmanna af Vestfjörðum og ríkisstjórnarinnar skömmu síðar barði Geir H. Haarde í borðið og sagði að það hefði ekki verið nein frestun framkvæmda. Hann hreinlega hrópaði á fundarmenn sem höfðu þó ekki gert annað af sér en að benda á staðreyndir", segir Grímur Atlason bæjarstjóri í Dalabyggð og áður í Bolungarvík á bloggi sínu. Og heldur áfram:...
Meira
Kristján L. Möller ráðherra sveitarstjórnarmála ætlar í vetur að leggja fram frumvarp á Alþingi þess efnis, að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði þúsund manns í stað fimmtíu samkvæmt núgildandi lögum. „Það blasir því við stórfelld sameining fyrir vestan, því líklegt verður að teljast að frumvarp ráðherra verði samþykkt", segir á vef Ríkisútvarpsins í dag. Þar er einnig haft eftir Aðalsteini Óskarssyni, framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga, að ekki sé hægt að sameina sveitarfélög á Vestfjörðum í samræmi við hina fyrirhugðu breytingu á lágmarksfjölda fyrr en stjórnvöld hafi brugðist við þeim annmörkum varðandi innviði vestfirskra sveitarfélaga sem á slíku séu. Þar nefnir hann einkum samgöngumál og miklar fjarlægðir...
Meira
Guðmundur á Grund aðgætir hvort allir séu sestir ...
Guðmundur á Grund aðgætir hvort allir séu sestir ...
1 af 4
Veraldarvinir létu hendur standa fram úr ermum á Reykhólum síðustu tíu daga eða svo. Hér var á ferðinni hópur ellefu ungmenna frá Spáni, Belgíu, Japan, Tékklandi og Þýskalandi ásamt flokksstjóra frá Ungverjalandi. Veraldarvinir eru alþjóðleg samtök sem senda hópa af sjálfboðaliðum um allan heim til starfa við fegrun og snyrtingu umhverfis, göngustígagerð og annað af því tagi. Hér er ekki endilega um það að ræða að þessi mál séu í slæmu horfi á þeim stöðum sem Veraldarvinir heimsækja heldur er þetta ekki síður ætlað ungu fólki sem vill kynnast framandi löndum og ólíkum þjóðum....
Meira
Lagt af stað með minnisvarðana.
Lagt af stað með minnisvarðana.
Hátíðarstund verður við Tjarnarlund í Saurbæ í Dalasýslu kl. 14 á morgun, laugardag, þegar afhjúpaðir verða minnisvarðar ásamt söguskilti í minningu þriggja andans manna, þeirra Sturlu Þórðarsonar söguritara, Stefáns skálds frá Hvítadal og Steins Steinars skálds. Jón Sigurpálsson myndlistarmaður á Ísafirði gerði minnisvarðann, en honum er valinn staður þar sem sér heim að bæjum í Saurbænum þar sem Sturla, Stefán og Steinn áttu heima um lengri eða skemmri tíma. Sögufélag Dalamanna stendur fyrir verkefninu að frumkvæði Sigurðar Þórólfssonar í Innri-Fagradal....
Meira
Hér með er auglýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018, samanber 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m. síðari breytingum. Skipulagsuppdrætti, greinargerð, umhverfisskýrslu og skýringaruppdrætti má skoða og lesa hér í tveimur pdf-skjölum:...
Meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt umsóknir Íslandspósts um að fá að loka póstafgreiðslustöðum á fimm stöðum á landinu, þar á meðal í Króksfjarðarnesi. „Vegna smæðar samfélagsins" taldi Íslandspóstur ekki þörf á að reka þar sérstaka póstafgreiðslu heldur væri hægt á auðveldan hátt að inna þjónustu póstafgreiðslunnar af hendi með landpósti. Landpóstar séu eins konar pósthús á hjólum, sem komi með og sæki sendingar eftir þörfum. Auk þess séu einungis sex heimili „á Króksfjarðarnesi“ og örfá fyrirtæki í kring. „Er það niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar að sú þjónusta sem Íslandspóstur hyggst bjóða íbúum í viðkomandi sveitarfélögum uppfylli eftir sem áður gæðakröfur laga um póstþjónustu nr. 19/2002." Ákvörðun PFS er dagsett 12. ágúst en var birt á vef stofnunarinnar í dag. Póstafgreiðslunni í Nesi verður samkvæmt þessu lokað núna um mánaðamótin....
Meira
Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og formaður Sambands ísl. sveitarfélaga segir að umræða um breytta forgangsröðun í jarðgangagerð á Vestfjörðum komi honum á óvart. Í fyrrakvöld var í Ríkisútvarpinu haft eftir Kristjáni L. Möller samgönguráðherra, eins og hér kom fram, að þrýst væri á hann að flýta gerð jarðganga á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar en fresta í staðinn gerð jarðganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. „Þetta er eins og þruma úr heiðskíru lofti", segir Halldór í samtali við bb.is á Ísafirði í dag. „Ég er búinn að heyra í sveitarstjórnarmönnum vítt og breitt á Vestfjörðum eftir viðtalið og það kannast enginn við að hafa rætt þetta við ráðherra með þessum hætti." Þá segir Halldór að heimildamenn hans fullyrði að enginn í þeirra sveitarfélögum hafi þrýst á ráðherra um breytta forgangsröðun....
Meira
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Ísafirði um síðustu helgi beindi því til Háskólaseturs Vestfjarða og Náttúrustofu Vestfjarða að koma á fót plöntusteingervingasetri á Vestfjörðum, enda er þar að finna merkilegar leifar fornra skóga Íslands. Í greinargerð með þessum tilmælum segir:...
Meira
21. ágúst 2008

Loftárás í Gilsfirði

Örninn flýgur fugla hæst í forsal vinda, kvað Páll Ólafsson. Og hélt áfram: Hinir sér það láta lynda, að leika, kvaka, fljúga og synda. Samt er þetta ekki einhlítt. Þegar Óskar Steingrímsson á Reykhólum var á ferð við Gilsfjörð núna einn blíðviðrisdaginn sá hann haförn sveimandi virðulega í góðum friði hátt í lofti (mynd nr. 2) og hugðist ná myndum af konungi fuglanna í öllu sínu veldi. En veldið og friðurinn stóðu ekki lengi því að gæsahópur kom á hröðu oddaflugi og veittist að erninum sem fataðist heldur virðuleikinn við þessa óvæntu árás. Gæsirnar gerðu þrjár atlögur áður en þær hurfu jafnskyndilega og þær birtust....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30