25. júlí 2008
Þýskar heimildamyndir um dúnbúskap og Vestfirðinga
Tvær þrautreyndar þýskar fréttakonur, Claudia Dejá og Gabi Haas, tókust í sumar á hendur mánaðarferð um Vestfjarðakjálkann ásamt myndatökukonunni Fariba Nilchian og tóku upp efni í tvær þriggja kortera heimildamyndir fyrir þýsku sjónvarpsstöðvarnar ARTE og ARD. Önnur myndin verður um æðardúninn og nýtingu hans, hin um Vestfjarðakjálkann og fólkið sem þar býr. Eins og nærri má geta kom hópurinn víða við í Reykhólahreppi. Farið var út í Skáleyjar með Birni Samúelssyni hjá Eyjasiglingu og komið í dúnhúsið þar sem Eysteinn Gíslason sýndi handtökin við dúnhreinsun á fyrri tíð og jafnframt hvernig að henni er staðið í dag. Farið var í dúnleit í landi Höllustaða og á Stað og komið til Jóns Sveinssonar dúnbónda á Miðhúsum. Líka voru dúnbændur á Mýrum og Læk í Dýrafirði heimsóttir....
Meira
Meira