Tenglar

Fariba, Claudia, Eiríkur á Stað og Gabi.
Fariba, Claudia, Eiríkur á Stað og Gabi.
1 af 2
Tvær þrautreyndar þýskar fréttakonur, Claudia Dejá og Gabi Haas, tókust í sumar á hendur mánaðarferð um Vestfjarðakjálkann ásamt myndatökukonunni Fariba Nilchian og tóku upp efni í tvær þriggja kortera heimildamyndir fyrir þýsku sjónvarpsstöðvarnar ARTE og ARD. Önnur myndin verður um æðardúninn og nýtingu hans, hin um Vestfjarðakjálkann og fólkið sem þar býr. Eins og nærri má geta kom hópurinn víða við í Reykhólahreppi. Farið var út í Skáleyjar með Birni Samúelssyni hjá Eyjasiglingu og komið í dúnhúsið þar sem Eysteinn Gíslason sýndi handtökin við dúnhreinsun á fyrri tíð og jafnframt hvernig að henni er staðið í dag. Farið var í dúnleit í landi Höllustaða og á Stað og komið til Jóns Sveinssonar dúnbónda á Miðhúsum. Líka voru dúnbændur á Mýrum og Læk í Dýrafirði heimsóttir....
Meira
Frá kynnisferðinni í Teigsskóg. Mynd: Vefur Landverndar.
Frá kynnisferðinni í Teigsskóg. Mynd: Vefur Landverndar.
Fyrr í þessum mánuði stóðu umhverfissamtök fyrir könnunarferð um Teigsskóg við norðanverðan Þorskafjörð og tóku um 90 manns þátt í göngunni. „Ferðin var farin til að vekja athygli landsmanna á þeim náttúrugæðum sem þarna eru í húfi en til stendur að leggja veg eftir endilöngum skóginum", segir á vef Landverndar. „Teigsskógur er stærsti skógur á Vestfjörðum", segir þar ennfremur. „Hann er einn fárra landnámsskóga á Íslandi og er hans fyrst getið í Gísla sögu Súrssonar. Mikill gróður og sjaldgæfar jurtir eru í skógarbotninum og fuglalíf með eindæmum fjölskrúðugt. Á þessum slóðum eru einhver gjöfulustu arnarhreiður landsins og mikill fjöldi farfugla á hér viðkomu vor og haust. Fjölbreytileikinn í landslaginu kom göngufólki skemmtilega á óvart. Drjúgan hluta leiðarinnar var gengið eftir ströndinni sem skreytt er skerjum og sjávartjörnum sem prýddar eru skemmtilegum bergmyndunum."...
Meira
Fjallað var um Teigsskóg við Þorskafjörð í fréttum Svæðisútvarps Vestfjarða í gærkvöldi. Á vef Svæðisútvarpsins er fréttin birt undir fyrirsögninni Teigsskógur ekki merkilegur (reyndar er Teigsskógur ekki í Reykhólasveit þó að hann sé í núverandi Reykhólahreppi, heldur er hann í Gufudalssveit):...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Hér var greint frá ólíkum sjónarmiðum varðandi fyrirhugaðan veg um Teigsskóg við Þorskafjörð, sem fram komu í fjölmiðlum í gær. Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis, bættist í dag í hóp þeirra sem leggja orð í belg. „Það lýsir merkilegri þrákelkni að móast stöðugt við vegagerðinni í Gufudalssveitinni, sem ætlað er að bæta vita vonlaust ástand í vegamálum Vestur- og Austur-Barðstrendinga. Vegurinn um þessar slóðir yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls er þvílíkur farartálmi að ekki verður við búið", segir hann....
Meira
Umsóknarfrestur um þátttöku í verkefninu Gáttir - þróunarverkefni í menningartengdri ferðaþjónustu hefur verið framlengdur til 5. ágúst vegna fjölda ábendinga um að tími sé knappur til umsóknagerðar. Hér er um að ræða tveggja ára stuðningsverkefni í vöruþróun menningartengdrar ferðaþjónustu. Með verkefninu er stefnt að því að auka framboð á arðbærri vöru eða þjónustu í menningartengdri ferðaþjónustu og stuðla að faglegum lausnum við vöruþróun í greininni....
Meira
Magnús og Sigmundur með fenginn.
Magnús og Sigmundur með fenginn.
1 af 4
Magnús Sigurgeirsson á Reykhólum og Sigmundur sonur hans fóru í dag að vitja um grásleppunet og komu í kvöld að landi með hámeri auk grásleppuhrogna. Þegar í land var komið hafði Magnús samband við Hildibrand hákarlaverkanda í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi sem vildi ólmur fá hana í kæsingu. Skepnan hafði flækt sig í grásleppunetin og komu þeir feðgar með hana til hafnar á síðunni á bátnum. Hún er rúmir tveir metrar á lengd en hámerar geta orðið allmiklu stærri. Netin þar sem þessi óheppni fiskur mætti örlögum sínum voru við Sölvaboða, fáeinar mílur vestur af Reykhólahöfn....
Meira
Ætlunin er að fara leið B.
Ætlunin er að fara leið B.
Ólík sjónarmið varðandi vegaframkvæmdir hafa í dag gengið á víxl í fréttamiðlum, þar á meðal varðandi lagningu vegar um Teigsskóg við Þorskafjörð. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, sendi frá sér tilkynningu þar sem hann sakar samgönguráðherra um skilningsleysi og nefnir sérstaklega fyrirhugaðan veg um Teigsskóg ásamt Dettifossvegi og Gjábakkavegi (Lyngdalsheiðarvegi). Einnig sakar hann Vegagerðina um óþolandi framkomu. Vegagerðin mótmælti ummælum hans umsvifalaust. Líka sendi Bjarnveig Guðbrandsdóttir á Tálknafirði frá sér hvassyrtan pistil og telur hún ásakanir Bergs um skilningsleysi koma úr hörðustu átt....
Meira
Tenórsöngvarinn Donald Kaasch.
Tenórsöngvarinn Donald Kaasch.
Í tilefni af 75 ára afmæli Sambands breiðfirskra kvenna á þessu ári var ákveðið að efna til menningarreisu á Reykholtshátíð laugardaginn 26. júlí. Þar er ætlunin að hlýða á tenórsöngvarann Donald Kaasch (upplýsingar um hann má finna hér), borða síðan á Hótel Fossatúni og ljúka kvöldinu (ef vilji er til) undir strengjakvartett í Reykholti....
Meira
Afmælisbarnið ávarpar gesti í tjaldinu. Ljósm. Gísli Baldur Gíslason.
Afmælisbarnið ávarpar gesti í tjaldinu. Ljósm. Gísli Baldur Gíslason.
1 af 3
Sævar Jónsson kaupmaður í Leonard og fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu hélt upp á fimmtugsafmæli sitt í Reykhólasveit núna á laugardagskvöldið. Sjálfur afmælisdagurinn er reyndar í dag, 22. júlí. Sævar og Ólafur bróðir hans hafa fest kaup á sumarbústaðalandi úr jörðinni Hafrafelli við Berufjörð í Reykhólasveit og nefna landið Hafrahlíð. Þar ætla þeir að byggja á næstu árum, en faðir þeirra er úr Austur-Barðastrandarsýslu....
Meira
Skólahúsið mikla í Ólafsdal frá 1896.
Skólahúsið mikla í Ólafsdal frá 1896.
1 af 3
Ólafsdalshátíð verður haldin í Ólafsdal í Gilsfirði sunnudaginn 10. ágúst. Tilefnið er, að um þessar mundir eru 170 ár liðin frá fæðingu Torfa Bjarnasonar, sem jafnan er nefndur Torfi í Ólafsdal (f. 28. ágúst 1838). Þar stofnaði hann árið 1880 fyrsta búnaðarskóla á Íslandi og rak hann fram til 1907 ásamt Guðlaugu Sakaríasdóttur konu sinni. Ætlunin er að þessi dagur marki upphaf á endurreisn Ólafsdals sem frumkvöðlaseturs með lifandi starfsemi á vettvangi ferðaþjónustu, mennningar, sjálfbærrar nýtingar og fræðslu....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30