Í minningu Barðstrendings
Meira
Bráðabirgðatenging á vefmyndavél Arnarsetursins hefur verið sett inn á vef Eyjasiglingar (sjá borða á forsíðu hans) á meðan starfsmenn Símans leysa úr einhverjum tæknilegum atriðum. Ný mynd ætti að birtast á örfárra sekúndna fresti en einhverjar truflanir gætu orðið ef mjög margir eru inni á vefnum í einu. Enn liggur ekki fyrir hvenær tæknimenn ljúka verki sínu en vonast er til að það verði fyrir helgi. Þá verður útsendingin hraðari og öruggari og tengill verður settur hér inn á Reykhólavefinn.
Vel virtist horfa í júnímánuði með varp sjófugla í Flatey á Breiðafirði, en í þessum mánuði hafa orðið mikil umskipti. Fuglinn afrækir hreiður og unga og svo er að sjá að æti hans sé horfið. Ævar Petersen fuglafræðingur áætlar að einungis tíunda hver kría sé eftir í varpinu. Ástandið segir hann eiga við þá fugla sem lifa á sandsíli. Ævar segir sérstaklega áberandi að ungar séu dauðir í varpinu, lundaungar hafi skriðið úr holunum og liggi dauðir um varplandið, kríuungar sömuleiðis og rituungar séu víða dauðir í hreiðrunum. Fuglinn sé horfinn úr varpinu. Ævar segir allt benda til þess að sandsíli hafi horfið úr firðinum. Ríkisútvarpið greindi frá þessu.