Tenglar

30. júlí 2008

Í minningu Barðstrendings

Frændur og nafnar Arnfinns Jónssonar við leiði hans. Frá vinstri: Jón Arnfinnur Þórarinsson, Arnfinnur Sævar Jónsson, Arnfinnur Ingvar Sigurðsson og Arnfinnur Bertelsson.
Frændur og nafnar Arnfinns Jónssonar við leiði hans. Frá vinstri: Jón Arnfinnur Þórarinsson, Arnfinnur Sævar Jónsson, Arnfinnur Ingvar Sigurðsson og Arnfinnur Bertelsson.
1 af 2
Minningarathöfn var í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu í Reykjavík í gær, en þá voru nákvæmlega níutíu ár síðan Arnfinnur Jónsson, 19 ára sjómaður frá Eyri í Gufudalssveit í Austur-Barðastrandarsýslu, var jarðsettur í garðinum. Arnfinnur drukknaði í Reykjavíkurhöfn 10. júlí 1918. Lengi vel var ekki vitað hvar Arnfinnur hvíldi en gröf hans fannst nýlega, að mestu fyrir tilviljun. Frændi og nafni sjómannsins unga, Arnfinnur Sævar Jónsson, kaupmaður í Leonard og fyrrverandi knattspyrnumaður, lét gera legstein sem fenginn var í landi Hafrafells við Berufjörð í Reykhólasveit, en sjómaðurinn var ömmubróðir kaupmannsins. Nánustu ættingjar Arnfinns heitins Jónssonar voru við athöfnina í Hólavallakirkjugarði í gærmorgun. Þar fór Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur með bænarorð og blómsveigur var lagður á leiðið...
Meira
Dráttarbáturinn kemur með gröfuprammann.
Dráttarbáturinn kemur með gröfuprammann.
1 af 2
Vinna við dýpkun innsiglingarinnar í Reykhólahöfn byrjaði í dag, en verkið er í höndum Björgunar ehf. Í gærkvöldi kom dráttarbátur með flutningspramma (efnispramma) og í nótt kom dýpkunarskipið Perla með gröfupramma í togi. Tveir starfsmenn Björgunar munu vinna verkið, þeir Sigurður Þorsteinsson og Sturla Aðalsteinsson, og reikna þeir með að það taki fjórar til sex vikur. Þeir voru orðnir nokkuð lúnir í dag eftir flutninginn á prömmunum og sögðu að lítið hefði verið um svefn síðustu tvo sólarhringana....
Meira

Bráðabirgðatenging á vefmyndavél Arnarsetursins hefur verið sett inn á vef Eyjasiglingar (sjá borða á forsíðu hans) á meðan starfsmenn Símans leysa úr einhverjum tæknilegum atriðum. Ný mynd ætti að birtast á örfárra sekúndna fresti en einhverjar truflanir gætu orðið ef mjög margir eru inni á vefnum í einu. Enn liggur ekki fyrir hvenær tæknimenn ljúka verki sínu en vonast er til að það verði fyrir helgi. Þá verður útsendingin hraðari og öruggari og tengill verður settur hér inn á Reykhólavefinn.

 

„Jón“ Magnúsar Pálssonar.
„Jón“ Magnúsar Pálssonar.
Núna um verslunarmannahelgina verður opnuð (ef svo má að orði komast) fremur sérstæð myndlistarsýning undir heitinu Dalir og Hólar. Hér eru á ferð átta myndlistarmenn með verk sín á nokkrum stöðum í Dalasýslu og Reykhólahreppi samtímis. Sýningarstaðirnir eru af ýmsum toga - húsarústir, eyðibýli, kaupfélag eða tiltekið svæði. Kveikjan að framtakinu er löngun til að sækja út fyrir hefðbundna sýningarsali, eða eins og segir í kynningu: „Sækja hugmyndir og vinna út frá náttúru og menningu landsins, efna til samstarfs við heimamenn og draga sýningargesti í ferðalag um þetta fallega svæði og leiða þá um sveitir Dalasýslu og Reykhólahrepps. Hver þátttakandi hefur valið sér sýningarstað eða svæði til þess að vinna með og flest er verkin unnin út frá staðháttum og sögu svæðisins."...
Meira
Byrjað á fyrstu holunni.
Byrjað á fyrstu holunni.
1 af 4
Síðdegis í dag var byrjað að bora fyrstu tilraunaholuna í leit að heitu vatni við Þorskafjörð. Eins og hér var greint frá ákvað Orkuráð nú fyrr í sumar að leggja fram fimm milljónir króna til jarðhitaleitar í landi Hofsstaða. Einnig kom fram, að jafnvel yrði leitað beggja vegna Hofsstaðalands, þ.e. bæði í landi eyðijarðarinnar Hlíðar og í landi Kinnarstaða. Niðurstaðan varð sú, að hefja leitina við Skiphöfða í landi Hlíðar, rétt innan við Hlíðarána. Jósteinn Guðmundsson ehf. annast verkið en Kristján Sæmundsson jarðfræðingur stjórnar leitinni. Borað verður niður á fimmtíu metra dýpi og niðurstaðan sem fæst úr fyrstu holunni ræður framhaldinu. „Það er engin leið að segja hver framvindan verður", segir Arnór H. Ragnarsson á Hofsstöðum...
Meira
1 af 2
Ferðamálasamtök Vestfjarða hafa á undanförnum misserum unnið að útgáfu á veglegum göngu- og útivistarkortum yfir Vestfirði og Dali. Á síðasta ári komu út fyrstu fjögur kortin og ná þau yfir syðri hluta Vestfjarðakjálkans, þ.e. Vesturbyggð, Tálknafjarðarhrepp, Reykhólahrepp og syðri hluta Stranda, auk Dalasýslu. Kortin þrjú sem á vantar til að gera öllum Vestfjarðakjálkanum skil eru væntanleg í næsta mánuði. Þau spanna Strandir norðan Steingrímsfjarðar, Hornstrandir og Ísafjarðardjúp. Kortin fást á helstu ferðamannastöðum á Vestfjörðum og í Dalasýslu. Þau fást einnig í vefversluninni MagiCraft og eru send þaðan samdægurs hvert á land sem er og um veröld alla. Á kortunum sjö eru samtals hátt í 300 leiðalýsingar á Vestfjarðakjálkanum og í Dalasýslu, bæði á íslensku og ensku....
Meira
Uppsetning hinnar langþráðu vefmyndavélar Arnarsetursins tafðist verulega frá því sem áformað var. Núna er hún komin í gang og hefur verið prufukeyrð í dag og myndin frá henni send þráðlaust í land í tengingu til bráðabirgða. Þegar tæknimenn hafa lokið verkinu á allra næstu dögum, jafnvel á morgun, verður útsendingin frá henni „sett í loftið" hér á Reykhólavefnum. Myndavélin er við hreiður með einum unga og má þar fylgjast með daglegu lífi litlu fjölskyldunnar í beinni – sannkallað raunveruleikasjónvarp. Hreiður þetta er einhvers staðar í óteljandi hólmum og eyjum Breiðafjarðar en ekki er heimilt að gefa upp staðinn öllu nánar....
Meira
Lísa með mortélið á barborðinu.
Lísa með mortélið á barborðinu.
1 af 2
„Þetta er flateyskur skemmtidrykkur", segir Lísa Kristjánsdóttir, konan á bak við hinn séríslenska Flajito sem er geysivinsæll á Hótel Flatey þar sem Lísa starfar. „Hann seldist upp á föstudagskvöldið", segir Lísa í samtali við Fréttablaðið í dag. „Það voru hressar stelpur að norðan sem voru hérna á barnum fyrr í sumar og þær voru að velta fyrir sér hvort ég kynni að gera Mojito. Ég sagðist geta það en því miður ætti ég ekki myntulauf. En ef þær vildu að ég notaði skessujurt í staðinn þá skyldi ég skella í einn flateyskan", segir Lísa, sem tók dóttur sína með til finna skessujurt....
Meira
Eiríkur tekur pásu meðan smellt er af ...
Eiríkur tekur pásu meðan smellt er af ...
1 af 2
Öfugt við það sem gerist víða um land er jafnan skortur á húsnæði á Reykhólum. Þó er alltaf verið að byggja og ekki aðeins íbúðarhús. Núna er einmitt bílskúr í smíðum við Hellisbrautina þar sem Eiríkur Kristjánsson húsasmiður og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir kennari búa ásamt börnum sínum. Hæg eru heimatökin hjá sjálfum húsasmiðnum þó að hann verði helst að grípa í verkið um helgar og á kvöldin vegna annríkis við önnur verkefni....
Meira

Vel virtist horfa í júnímánuði með varp sjófugla í Flatey á Breiðafirði, en í þessum mánuði hafa orðið mikil umskipti. Fuglinn afrækir hreiður og unga og svo er að sjá að æti hans sé horfið. Ævar Petersen fuglafræðingur áætlar að einungis tíunda hver kría sé eftir í varpinu. Ástandið segir hann eiga við þá fugla sem lifa á sandsíli. Ævar segir sérstaklega áberandi að ungar séu dauðir í varpinu, lundaungar hafi skriðið úr holunum og liggi dauðir um varplandið, kríuungar sömuleiðis og rituungar séu víða dauðir í hreiðrunum. Fuglinn sé horfinn úr varpinu. Ævar segir allt benda til þess að sandsíli hafi horfið úr firðinum. Ríkisútvarpið greindi frá þessu.

 

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30