Tenglar

1 af 2
Gamla mjólkurstöðin á Reykhólum hefur tekið stakkaskiptum síðustu dagana. Ljósgulbrúnn liturinn er horfinn undir hvíta málningu og þakið hefur líka fengið yfirhalningu. Þótt húsið gangi í munni margra enn í dag undir heitinu Mjólkurstöðin hefur þar aldrei verið mjólkurstöð. Og verður aldrei. Líka er iðulega talað um gamla samkomuhúsið. Sú nafngift er nær sanni, því að hluti þess var í áratugi notaður sem samkomuhús....
Meira
Sævangur við Steingrímsfjörð.
Sævangur við Steingrímsfjörð.
Kraftakeppni Strandamanna, Kraftar í kögglum, verður haldin við Sævang í Steingrímsfirði (Sauðfjársetur á Ströndum) á morgun, sunnudag, og hefst kl. 14. Keppt verður í fjórum greinum – brúsahlaupi, fuglahræðukasti, Sævangslyftu og dráttarvéladrætti. Að sögn Svanhildar Jónsdóttur á Hólmavík, skipuleggjanda kraftakeppninnar, er fuglahræðukastið eina nýja greinin á dagskrá en hinar hafa fest rætur á fyrri kraftamótum Sauðfjársetursins. Meðan á keppninni stendur verður kaffihlaðborð í Sævangi....
Meira
19. júlí 2008

Skúlptúrinn sem hvarf

Gústi að saga tröppurnar af húsinu. Stigapallurinn er frá og dottinn niður í tveimur hlutum.
Gústi að saga tröppurnar af húsinu. Stigapallurinn er frá og dottinn niður í tveimur hlutum.
1 af 2
Þessa dagana er verið að gera gamla samkomuhúsið á Reykhólum (mjólkurstöðina gömlu við Maríutröð) klárt undir málningu. Búið er að hreinsa veggi og þak með háþrýstu vatni og núna eru menn að fylla í múrskemmdir. Tröppurnar utan á norðurveggnum eru á bak og burt eftir alla þessa áratugi. Þær voru skúlptúr sem mörgum varð starsýnt á; heill metri upp í neðstu tröppuna, ekki nema fyrir allra kloflengsta fólk, og þegar komið var upp á stigapallinn varð ekki lengra farið. Engar dyr, ekkert framhald - takmark án tilgangs. Á listamannamáli hefði þetta væntanlega verið kallað innsetning eða installation. Einn daginn í vikunni kom Gústi oddviti með steinsögina sína stóru og sagaði tröppurnar af veggnum....
Meira
Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugstjóri og formaður FÍA.
Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugstjóri og formaður FÍA.
1 af 6
Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugstjóri og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), er betur þekktur meðal vina og kunningja sem Jói Baddi. Hann tyllti sér í dag á flugbrautina á Reykhólum á fornfrægri vél og skaust í mömmumat inn í Mýrartungu á milli þess sem hann renndi fyrir fisk við Ísafjarðardjúp. Á morgun verður hann kominn til New York sem flugstjóri á öllu stærri vél eða Boeing 757. Farkosturinn í dag var Cessna 180 árgerð 1953, sem telst vera fyrsta sjúkraflugvélin hérlendis. Hún ber nafnið Björn Pálsson eftir fyrsta eiganda sínum, sjúkraflugmanninum alkunna, sem notaði hana alla sína tíð og fór meðal annars á henni í sjúkraflug til Grænlands. „Ótrúlegt", segir Jói Baddi um það, enda breytast tímarnir í fluginu eins og öðru með örskotshraða....
Meira
Hákon Árnason.
Hákon Árnason.
1 af 3
Ef veður er ekki í hvassasta lagi má iðulega sjá grannvaxinn mann með færeyska húfu og göngustaf í spássitúrum á Reykhólum. Þetta er Hákon Árnason, sem verið hefur búsettur á dvalarheimilinu Barmahlíð um árabil. Hann er upprunninn í héraðinu en kom víða við á langri starfsævi áður en hann settist að á gömlum slóðum á ný. Oft kemur hann við hjá undirrituðum á gönguferðum sínum og hefur frá mörgu að segja. „Ég fer út að ganga flesta daga nema helst í hvössu. Ég datt einu sinni á nefið í hvassviðri - það sést ennþá á nefinu á mér og ég mátti þakka fyrir að brotna ekki", segir Hákon, og ekki alls fyrir löngu fékk hann sér staf til halds og trausts....
Meira
Þessa dagana fara fram merkingar á arnarungum og sýnataka úr hreiðrum hafarnarins á meginvarpsvæði hans við Breiðafjörð, þar sem tveir þriðju hluti stofnsins hefur varpstöðvar og búsetu. Róbert Arnar Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands er einn þeirra sem stunda rannsóknir og fylgjast með viðhaldi arnarstofnsins hér á landi og vinnur að merkingunum. Róbert segir ljóst að varpið hafi heppnast ágætlega í ár. Arnarstofninn hafi haldist vel við síðustu árin og til langs tíma verið í sókn. Talið er að 65 arnarpör séu nú hérlendis og alls sé stofninn á bilinu 200 til 250 fuglar....
Meira
Pssssss-ipp pssssss-ipp ...
Pssssss-ipp pssssss-ipp ...
1 af 3
Branduglan er meðal þeirra tæplega sextíu fuglategunda sem verpa í héruðunum við Breiðafjörð og í Breiðafjarðareyjum. Enda þótt hún sé styggur fugl að jafnaði er ekki að sjá að ungarnir hræðist Tuma bónda á Reykhólum (Tómas Sigurgeirsson) heldur leyfa þeir honum að handfjatla sig að vild og sitja sallarólegir á öxlum hans. Branduglan verpir á hverju ári í nýju skógræktinni skammt frá bænum og segir Tumi að þetta séu góðir nágrannar. Ungarnir eru orðnir fleygir og fljótlega eftir að myndin var tekin af unganum sem situr á öxlinni á honum flaug hann sína leið....
Meira
1 af 3
Eins og hér var greint frá var sumarferð Breiðfirðingafélagsins þetta árið farin að Reykhólum um fyrri helgi (27.-29. júní). Fjölmenni var í ferðinni og voru um 250 gestir í grillveislunni á laugardagskvöldið eða álíka margir og allir íbúar Reykhólahrepps eða tvöfaldur fjöldi íbúanna í þorpinu á Reykhólum. Á vef Breiðfirðingafélagsins er urmull mynda sem teknar voru í ferðinni og má skoða þær hér....
Meira

Til stóð að opna tilboð í háhraðatengingar fyrir 1.500 sveitabæi og fyrirtæki í dreifbýli núna í júlílok. Nú hefur því verið frestað fram í september. Verða því enn tafir á að þetta mikilvæga byggðamál og verkefni Fjarskiptasjóðs komi til framkvæmda, en samkvæmt Fjarskiptaáætlun 2005-2010 áttu allir landsmenn að njóta háhraðatengingar í árslok 2007 eða um síðustu áramót. Verkefnið á að tryggja íbúum í dreifbýli háhraðanettengingar og tilheyrandi þjónustu allt til ársins 2014 hið minnsta.

...
Meira
1 af 3
Sýningin með því sérstæða og skemmtilega nafni Þrírifað í þrístýft og þrettán rifur ofan í hvatt verður uppi í Sauðfjársetrinu á Ströndum í allt sumar. Nemendur í Reykhólaskóla unnu þetta verkefni en kennararnir Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Rebekka Eiríksdóttir höfðu umsjón með því. Hér getur að líta fjármörk í Reykhólahreppi og heiti þeirra en sauðfjárbúskapur er nú á 28 bæjum í hreppnum. Einstök eyrnamörk í þessu verkefni eru alls 63. Eyrun voru þannig búin til, að krakkarnir þæfðu ull og sniðu eyru úr þófanum og mörkuðu síðan. Ullarþófaeyru þessi eru talsvert stærri en eru á fénu í raun. Notast var við ull fremur en annað efni í þeim tilgangi að skapa meiri tengsl við sauðkindina....
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30