Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugstjóri og formaður FÍA.
Hann blés nokkuð á norðaustan í dag ...
Jói Baddi í ljúfri lendingu í þægilegasta mótbyr. Horft í hávestur og íbúðarhúsið í Skáleyjum fyrir miðri mynd.
TF-HIS við brautarendann á Reykhólum.
Ekki þurfti langan spöl í flugtakinu ...
... og strax rétt yfir brautarenda ber vélina hátt yfir Reykjanesfjallið.
Jóhannes Bjarni Guðmundsson, flugstjóri og formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), er betur þekktur meðal vina og kunningja sem Jói Baddi. Hann tyllti sér í dag á flugbrautina á Reykhólum á fornfrægri vél og skaust í mömmumat inn í Mýrartungu á milli þess sem hann renndi fyrir fisk við Ísafjarðardjúp. Á morgun verður hann kominn til New York sem flugstjóri á öllu stærri vél eða Boeing 757. Farkosturinn í dag var Cessna 180 árgerð 1953, sem telst vera fyrsta sjúkraflugvélin hérlendis. Hún ber nafnið
Björn Pálsson eftir fyrsta eiganda sínum, sjúkraflugmanninum alkunna, sem notaði hana alla sína tíð og fór meðal annars á henni í sjúkraflug til Grænlands. „Ótrúlegt", segir Jói Baddi um það, enda breytast tímarnir í fluginu eins og öðru með örskotshraða....
Meira