Náttúruverndarfólk í kynnisferð í Teigsskógi
Meira
Úlfar Lúðvíksson, nýskipaður sýslumaður á Patreksfirði og þar með í Reykhólahreppi, er liðlega hálffimmtugur að aldri, f. 2. apríl 1962. Síðustu þrjú árin eða frá 1. maí 2005 hefur hann verið skrifstofustjóri og staðgengill sýslumannsins í Reykjavík. Áður hafði hann starfað við embætti sýslumannsins í Reykjavík allt frá 1. júlí 1992, fyrst sem fulltrúi og síðan deildarstjóri. Að loknu lagaprófi var Úlfar fulltrúi hjá bæjarfógetanum í Keflavík, Grindavík og Njarðvík og sýslumanninum í Gullbringusýslu frá maí 1988 til maí 1989. Veturinn 1989-90 stundaði hann framhaldsnám við háskólann í Exeter í Englandi. Hann var fulltrúi hjá sýslumanninum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu frá júlí 1990 til 31. ágúst 1991 og jafnframt fulltrúi setts sýslumanns í Dalasýslu um tíma.
...Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega uppsögnum og samdrætti í starfsemi Svæðisútvarps Vestfjarða, sem tilkynnt var um í gær. „Hlutverk svæðisútvarps fyrir Vestfirði er mikilvægur þáttur í tengingu samfélaga á Vestfjörðum og er einnig hluti af öryggisviðbúnaði. Í annan stað er hlutverk svæðisútvarpsins að gæta þess að þjóðfélagsumræða á Íslandi byggi á skoðunum allra íbúa landsins", segir m.a. í ályktun sem stjórn sambandsins hefur sent Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Þorgerði K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.