Tenglar

Málþing um menningartengda ferðaþjónustu verður haldið í Bjarkalundi á föstudagskvöldið (25. apríl) í tengslum við aðalfund Ferðamálasamtaka Vestfjarða, sem verður haldinn í Grunnskólanum á Reykhólum á laugardag. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum eftir hádegi á laugardag verða kynnt ýmis verkefni í menningartengdri ferðaþjónustu. Meðal annars verður fjallað um Víkingaverkefnið þar sem einkum er byggt á Gísla sögu Súrssonar, Arnarsetur Íslands í Reykhólahreppi og uppbyggingu og framtíðarsýn Hótels Bjarkalundar. Síðdegis verður farið í skoðunarferð um Reykhólasveit í boði heimamanna....
Meira
Ljósmynd: Óskar Steingrímsson.
Ljósmynd: Óskar Steingrímsson.

Borgarafundur var haldinn á Reykhólum í gær, þar sem kynnt var aðalskipulagstillaga fyrir Reykhólahrepp. Starfsmenn Landmótunar hf., þeir Yngvi Þór Loftsson og Óskar Örn Gunnarsson, kynntu fyrir fundarmönnum tillöguna eins og hún er í dag. Þeir sem áhuga hafa geta komið á skrifstofu Reykhólahrepps og skoðað tillöguna og komið með athugasemdir ef þeir sjá ástæðu til. Næstu skref í vinnuferlinu er að á næsta hreppsnefndarfundi verður tillagan tekin til skoðunar og endanlega samþykkt frá sveitarstjórn. Þá tekur Skipulagsstofnun við og yfirfer tillöguna áður en hún fer í endanlega auglýsingu, en þá er enn sex vikna frestur til að koma með ábendingar og leiðréttingar.

      

Flateyjarbókhlaða.
Flateyjarbókhlaða.
Skýrsla Breiðafjarðarnefndar um störfin á liðnu ári er fróðleg og skemmtileg lesning, ekki síst fyrir íbúa Reykhólahrepps og raunar alla sem bera íslenska náttúru og sögu fyrir brjósti. Nefndin starfar í samræmi við lög nr. 54/1995 um vernd Breiðafjarðar, en tilgangur þeirra er að stuðla að verndun Breiðafjarðar, einkum landslags, jarðmyndana, lífríkis og menningarminja. Hlutverk nefndarinnar er að vera umhverfisráðherra til ráðgjafar um allt það er lýtur að framkvæmd laga um vernd Breiðafjarðar....
Meira
Tillaga að aðalskipulagi Reykhólahrepps fram til 2018 verður kynnt á almennum íbúafundi á fimmtudag, 17. apríl. Hér er um að ræða skipulagsáætlun sem tekur til alls þess landsvæðis sem hreppurinn nær yfir, eða frá Gilsfirði að sunnan og allt vestur í Kjálkafjörð, auk Breiðafjarðareyja. Í áætluninni kemur m.a. fram stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngur, þjónustu, umhverfismál og þróun byggðar í hreppnum. Helsti tilgangur fundarins verður að leita eftir ábendingum og athugasemdum og gefa íbúum og hagsmunaaðilum tækifæri til að koma á framfæri hugmyndum sem snerta aðalskipulagið....
Meira
Á fundi sínum í gær, 10. apríl 2008, valdi hreppsnefnd Reykhólahrepps nýtt nafn á lögbýlið Tilraunastöðina.

Nafnið sem varð fyrir valinu er ......
Meira
Frá Hlunnindasýningunni á Reykhólum.
Frá Hlunnindasýningunni á Reykhólum.
Undirbúningur að málþingi undir heitinu Matur og menning á suðursvæði Vestfjarða er kominn vel á veg. Þingið verður haldið á Patreksfirði laugardaginn 24. maí og stendur frá morgni og fram á kvöld og verður öllum opið. Flutt verða 18 stutt erindi en að hverju þeirra loknu verða fyrirspurnir og umræður. Meðal viðfangsefna má nefna hefðbundna verkun og meðferð matvæla sem landið og sjórinn á gefa (egg, fugl, fiskur, selur, hvalur, jarðargróði o.s.frv.), hlunnindi við Breiðafjörð, mataræði sjósóknara á fyrri tíð, sjóræningja á Vestfjörðum, breiðfirsku bátana, náttúru og sögu suðursvæðis Vestfjarða, sérstöðu fuglalífs á svæðinu, merka sögustaði, skrímsli í Arnarfirði og listamenn á suðursvæði Vestfjarða fyrr og síðar....
Meira

Saga Film óskar eftir fólki á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum. Um er að ræða ýmis lítil hlutverk og aukahlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Dagvaktinni, sem við erum í þann veginn að fara að taka upp í Hótel Bjarkalundi. Tökur verða á tímabilinu 14. apríl til 20. maí. Í tilefni af því ætlum við að bjóða ykkur sem hafið áhuga, að mæta í Bjarkalund föstudaginn 4. apríl einhvern tíma milli kl. 14 og 18 og hitta okkur. Einnig er hægt að senda okkur upplýsingar með mynd á aukaleikarar@sagafilm.is 

1 af 4
Tómas Sigurgeirsson á Reykhólum á hest sem heitir Krummi og þessi fallegi hestur er með þetta flotta yfirvararskegg. Til gamans eru hér nokkrar myndir af þessum sérstaka hesti.
Tækjaskúrinn með Vaðalfjöll í baksýn.
Tækjaskúrinn með Vaðalfjöll í baksýn.
1 af 4

Í dag, föstudaginn 28. mars 2008, var kveikt á nýjum sendi frá Vodafone við Hótel Bjarkalund í Reykhólasveit, sem þýðir betra fjarskiptasamband í næsta nágrenni við hótelið. Sendinum var komið fyrir til bráðabirgða við Bjarkalund, en vonir standa til að varanlegur sendir verði kominn upp á Hofstaðaháls við Þorskafjörð og nær þá að miðla yfir stærra svæði. Þetta er hluti GSM-útboði 2, sem Vodafone fékk og verður það opið fyrir alla, bæði notendur Vodafone og Símans.

 

Þar með er komið GSM-samband á þessu svæði Reykhólasveitar, en nýlega fékk Árni Sigurpálsson hótelstjóri á Bjarkalundi einnig ADSL-tengingu, sem er stórbót fyrir rekstur hótelsins, sem áður þurfti að notast við rándýra ISDN-tengingu bæði fyrir bensíndælur og tölvur. Á liðnum sumrum kom það iðulega fyrir að gestir sneru frá og hættu við að gista á Hótel Bjarkalundi þegar þeir uppgötvuðu að þar var hvorki GSM-samband né ADSL-nettenging.

 

Á næstu dögum verður komið á langdrægara sambandi frá sendi í Flatey, sem mun stórbæta fjarskiptasamband við Breiðafjörðinn. Árni Sigurpálsson hótelhaldari í Bjarkalundi gerir því skóna að það tengist því kannski að upptökur séu að byrja á grínþáttunum Dagvaktinni, að verið sé að net- og GSM-væða svæðið. Í fyrrasumar var einmitt Flatey á Breiðafirði GSM-vædd áður en upptökur á kvikmyndinni Brúðgumanum hófust.

Á fundi sínum þann 14. febrúar 2008 ákvað hreppsnefnd Reykhólahrepps að fá álit íbúa á þeim þremur nöfnum sem hreppsnefndin valdi úr þeim tillögum sem bárust um nýtt nafn á Tilraunastöðina. Þessi þrjú nöfn eru:

 

O Kjarrból

O Austurgarðar

O Kötluland

 

Nú óskar Reykhólahreppur eftir því að íbúar velji það nafn sem þeim líst best á með því að krossa við eitt nafnanna hér að ofan og senda okkur fyrir 7. apríl 2008. Vinsamlegast látið nafn og heimilisfang ykkar fylgja.

 

Nafn: ___________________________________

 

Heimili: ________________________________

 

 

Senda má tölvupóst með umbeðnum upplýsingum á netfangið sveitarstjori@reykholar.is

 

Sveitarstjóri.
      

Atburðadagatal

« Aprl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30