Það liggur á að mynda ríkisstjórn!
...
Meira
Úrslit alþingiskosninganna eru góður sigur fyrir framsóknarmenn og aðra er studdu flokkinn. Flokkurinn bætir við sig nærri fjórum prósentustigum og einum manni í Norðvesturkjördæmi. Sigurinn má þakka mikilli vinnu fjölda fólks en sérstaklega vil ég þakka öllu því unga fólki sem lagði mikið á sig til að árangur næðist. Framundan eru erfiðir en spennandi tímar þar sem verkefnin verða leyst með samvinnu og raunhæfum lausnum. Þar mun Framsóknarflokkurinn gegna lykilhlutverki.
...Ég vil óska þeim mótframbjóðendum sem komust inn á þing til hamingju og vænti ég góðs samstarfs við þá. Jafnframt vil ég þakka meðframbjóðendum mínum fyrir frábært samstarf og þá miklu vinnu sem þeir lögðu á sig. Ljóst er að úrslit í NV- kjördæmi eru varnarsigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þar fengum við flest atkvæði og erum þar í forystu þrátt fyrir að hart væri sótt að okkur. Ég vil þakka öllum þeim er studdu Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum fyrir stuðninginn og ég mun gera mitt besta til að standa undir því trausti. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu sem lögðu mikla vinnu á sig í kosningabaráttunni kærlega fyrir þeirra framlag, án þeirra hefði þessi árangur ekki náðst.
...Úrslit Alþingiskosninganna eru skýr og ótvíræð. Ríkisstjórnin er kosin til þess að starfa áfram. Hún lagði af stað í vetur sem minnihlutaríkisstjórn og var eini skýri valkosturinn sem kjósendum stóð til boða. Meirihluti kjósenda ákvað að veita henni umboð og gera hana að meirihlutaríkisstjórn. Úrslitin voru ekki tilviljun heldur meðvituð ákvörðun þeirra sem kusu. Ýmsar ástæður liggja eflaust fyrir þessu vali, en án nokkurs vafa er ríkasta ástæðan sú að kjósendur vildu ekki þá flokka sem voru í ríkisstjórn undanfarinn áratug, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, og kusu flokkana sem eru pólitíska mótvægið við þá. Þetta er í fyrsta skiptið sem gömlu ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki með meirihluta þingmanna á Alþingi. Það er stærsta breytingin sem varð í kosningunum. Annar flokkurinn fær verstu útreið sína og hinn þá næst verstu frá upphafi vega.
...Að loknum kosningum er mér efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu sem stutt hafa flokkinn og okkur frambjóðendur Samfylkingarinnar á öllum vígstöðvum. Fjölmarga hef ég hitt á ferðum mínum um kjördæmið sem hafa miðlað mér af reynslu og sinni og lífsafstöðu. Já, það hefur verið lærdómsríkt og gefandi að hitta kjósendur að máli, hlusta eftir röddum þeirra og skiptast á skoðunum. Ég er jafnframt þakklát mótframbjóðendum mínum úr öðrum flokkum fyrir skemmtilega framboðsfundi og umræður um það sem betur má fara og hæst ber á hverjum stað. Yfirleitt hafa þessi skoðanaskipti verið málefnaleg og upplýsandi fyrir alla aðila.
...