Tenglar

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson.
Formenn stjórnarflokkanna telja að ekkert liggi á að mynda ríkisstjórn vegna þess að nú þegar sitji stjórn með þingmeirihluta. Það er rétt að hér situr ríkisstjórn, en viðhorf stjórnarflokkanna til myndunar nýrrar er lýsandi dæmi um þrekleysi og sleifarlag, það sama og einkenndi þann tíma sem stjórnin sat fyrir kosningar. Í því ljósi séð, er ekki mikil breyting. Hér birtist hin fullkomna fælni til að takast á við það sem skiptir öllu máli við núverandi aðstæður; að koma fjölskyldum og fyrirtækjum í þessu landi til bjargar og eyða óvissu um stjórnarfar næstu ára. Merkilegt er einnig að forseti lýðveldisins er sallarólegur yfir þróun mála. Enda virðist sem naprir vindar kreppunnar hafi ekki blásið á Bessastöðum.
...
Meira
30. apríl 2009

Tímamótakosningar að baki

Guðbjartur Hannesson og Ólína Þorvarðardóttir.
Guðbjartur Hannesson og Ólína Þorvarðardóttir.
Eftir stutta og snarpa kosningabaráttu í einum mikilvægustu kosningum til Alþingis stöndum við nú á tímamótum. Samfylkingin og VG hafa hlotið umboð til að leiða þjóðina undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur út úr þeim erfiðleikum sem frjálshyggja, sérhagsmunagæsla og græðgisvæðing leiddu yfir okkur. Þetta er í fyrsta skipti sem jafnaðar- og félagshyggjuflokkarnir fá hreinan meirihluta í kosningum. Krafan er um jákvæða, framsýna og áræðna velferðarstjórn, sem sækir fram í þágu almennings þessa lands og berst gegn misrétti hvers konar. Þó að stjórnarflokkarnir tveir séu um margt ólíkir munu þeir sameinast um grunngildi lýðræðis, réttlætis og jafnréttis, sem eru svo mikilvæg í endurreisn okkar þjóðfélags.
...
Meira
Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Vinstrihreyfingin - grænt framboð vann stórsigur um allt land, en ekki síst í Norðvesturkjördæmi. Við fengum hér þrjá menn kjörna á þing. Þar komu ný inn þau Lilja Rafney Magnúsdóttir á Suðureyri og Ásmundur Einar Daðason bóndi á Lambeyrum í Dalasýslu. Ásmundur er jafnframt yngsti þingmaðurinn sem nú tekur sæti á Alþingi, 27 ára gamall, fæddur 1982. Geta má þess einnig að fyrsti varaþingmaður VG í kjördæminu, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir í Reykholti, er fædd 1981, og 2. varaþingmaður VG, Telma Magnúsdóttir í Steinnesi, Austur-Húnavatnssýslu, er fædd 1983.
...
Meira
29. apríl 2009

Takk fyrir stuðninginn!

Gunnar Bragi Sveinsson.
Gunnar Bragi Sveinsson.

Úrslit alþingiskosninganna eru góður sigur fyrir framsóknarmenn og aðra er studdu flokkinn. Flokkurinn bætir við sig nærri fjórum prósentustigum og einum manni í Norðvesturkjördæmi. Sigurinn má þakka mikilli vinnu fjölda fólks en sérstaklega vil ég þakka öllu því unga fólki sem lagði mikið á sig til að árangur næðist. Framundan eru erfiðir en spennandi tímar þar sem verkefnin verða leyst með samvinnu og raunhæfum lausnum. Þar mun Framsóknarflokkurinn gegna lykilhlutverki.

...
Meira
28. apríl 2009

Takk fyrir traustið!

Ásbjörn Óttarsson.
Ásbjörn Óttarsson.

Ég vil óska þeim mótframbjóðendum sem komust inn á þing til hamingju og vænti ég góðs samstarfs við þá. Jafnframt vil ég þakka meðframbjóðendum mínum fyrir frábært samstarf og þá miklu vinnu sem þeir lögðu á sig. Ljóst er að úrslit í NV- kjördæmi eru varnarsigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þar fengum við flest atkvæði og erum þar í forystu þrátt fyrir að hart væri sótt að okkur. Ég vil þakka öllum þeim er studdu Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum fyrir stuðninginn og ég mun gera mitt besta til að standa undir því trausti. Einnig vil ég þakka þeim fjölmörgu sem lögðu mikla vinnu á sig í kosningabaráttunni kærlega fyrir þeirra framlag, án þeirra hefði þessi árangur ekki náðst.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Úrslit Alþingiskosninganna eru skýr og ótvíræð. Ríkisstjórnin er kosin til þess að starfa áfram. Hún lagði af stað í vetur sem minnihlutaríkisstjórn og var eini skýri valkosturinn sem kjósendum stóð til boða. Meirihluti kjósenda ákvað að veita henni umboð og gera hana að meirihlutaríkisstjórn. Úrslitin voru ekki tilviljun heldur meðvituð ákvörðun þeirra sem kusu. Ýmsar ástæður liggja eflaust fyrir þessu vali, en án nokkurs vafa er ríkasta ástæðan sú að kjósendur vildu ekki þá flokka sem voru í ríkisstjórn undanfarinn áratug, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, og kusu flokkana sem eru pólitíska mótvægið við þá. Þetta er í fyrsta skiptið sem gömlu ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki með meirihluta þingmanna á Alþingi. Það er stærsta breytingin sem varð í kosningunum. Annar flokkurinn fær verstu útreið sína og hinn þá næst verstu frá upphafi vega.

...
Meira
27. apríl 2009

Hið nýja þing

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson.
Eftir alla þá atburðarás sem dundi á þjóðinni á liðnum vetri var krafan um að endurnýjað yrði í stjórnmálum á Íslandi bæði rík og skiljanleg. Nú að loknum kosningum verður ekki betur séð en að endurnýjunarkröfunni hafi verið mætt. Sjaldan eða aldrei munu jafnmargir nýir þingmenn taka sæti á Alþingi. Í þessari staðreynd er auðvitað fólgin ákveðin von fyrir land og þjóð.
...
Meira
27. apríl 2009

Að loknum kosningum

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Að loknum kosningum er mér efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu sem stutt hafa flokkinn og okkur frambjóðendur Samfylkingarinnar á öllum vígstöðvum. Fjölmarga hef ég hitt á ferðum mínum um kjördæmið sem hafa miðlað mér af reynslu og sinni og lífsafstöðu. Já, það hefur verið lærdómsríkt og gefandi að hitta kjósendur að máli, hlusta eftir röddum þeirra og skiptast á skoðunum. Ég er jafnframt þakklát mótframbjóðendum mínum úr öðrum flokkum fyrir skemmtilega framboðsfundi og umræður um það sem betur má fara og hæst ber á hverjum stað. Yfirleitt hafa þessi skoðanaskipti verið málefnaleg og upplýsandi fyrir alla aðila.

...
Meira
Þórður Már Jónsson.
Þórður Már Jónsson.
Umræðan um aðild að Evrópusambandinu hefur verið á slíkum villigötum að manni fallast stundum hendur þegar reyndir stjórnmálamenn halda því fram í viðtalsþáttum að með aðild að ESB muni Íslendingar sjálfkrafa afsala sér auðlindum sínum. Þetta er vitaskuld þvílík endemis firra. Það virðist hafa verið sama hversu oft við í Samfylkingunni höfum bent á þessa staðreynd, alltaf halda sömu aðilarnir sig við þessa makalausu fullyrðingu. Hef ég velt því fyrir mér hvort það geti verið að það sé vegna vanþekkingar? Já, ég hef velt því fyrir mér, en niðurstaðan er sú að það hljóti að vera lífsins ómögulegt að margir af þeim aðilum sem halda þessu fram hafi ekki kynnt sér staðreyndir málsins. Því hlýtur að vera um hræðsluáróður þeirra fyrir hönd LÍÚ að ræða, enda virðast öll önnur samtök atvinnulífsins (að bændaforystunni undanskilinni) vera sammála um að aðild að ESB sé lífsnauðsyn fyrir Ísland.
...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Ungi maðurinn sem ég hitti á dögunum á Akranesi var ekki reiður; en hann var sár. Hann sagðist hafa trúað því að ríkisstjórnin sem nú sæti myndi koma til móts við fjölskyldurnar, eins og sína. Hann sagðist hafa hrifist með þeim sem sögðu ráðherrana í ríkisstjórninni vera líklega til þess að standa með fólkinu í landinu. - En hvílík vonbrigði, sagði hann. Við þetta venjulega fólk eigum fáa möguleika. Þetta líkist mest því, sagði hann, að maður hefði skorið sundur slagæðina í slysi og svo birtast Jóhanna og Steingrímur og segjast ætla að bjarga málunum með því að líma heftiplástur á sárið!
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30