Opið bréf til fyrrverandi tilvonandi aðal- og varamanna í sveitarstjórn Reykhólahrepps
...
Meira
Þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi 8. mars 2007 að mæla með því að nafnið „Arnkötludalur“ yrði notað á nýjan veg sem liggja ætti um Arnkötludal og Gautsdal, þá var nafnið „Tröllatunguvegur“ vinsælt hjá Vegagerðinni. Síðan hefur bæst við allnokkur hópur nafna - misgóðra, Tunguheiði, Djúpvegur um Þröskulda, Djúpvegur um Arnkötludal og á Reykhólavefnum sá ég nýlega nafnið „Þröskuldaleið“. Í ágætri grein á vefnum strandir.is 25. janúar síðastliðinn rifjar Matthías í Húsavík upp nöfn þeirra leiða sem tengt hafa Strandir og Reykhólasveit um aldir. Þar segir réttilega að leiðaheitin taki mið af örnefnum öðru hvoru megin fjalls - Steinadalsheiði, Tröllatunguheiði, Bæjardalsheiði, Laxárdalsheiði o.s.frv. og að nálægð bæja við heiðina eða lengd dala og fjarða ráði nafninu.
...VG fékk á lúðurinn frá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra nú á dögunum. Í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir lagði stalla hennar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, prýðilega undirbúna fyrirspurn nú á dögunum fyrir forsætisráðherra um sameiningu svokallaðra atvinnuvegaráðuneyta, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Þessi sameining hefur verið boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði til mikils ama og leiðinda. Spurningin var efnislega eitthvað á þessa leið: Ætlið þið nú ekki örugglega að standa við fyrirheitin úr stjórnarsáttmálanum? Þetta er bæði lipur og lævís spurning, þó sakleysisleg kunni hún að hljóma svona fyrsta kastið.
...Forseti Íslands hefur ratað í slíkt fúafen síðan um áramót að engin leið er fyrir hann fær til baka. Forsetaembættið er orðið óþekkjanlegt og engin ríkisstjórn, hvorki sú sem nú situr, né þær sem síðar munu koma, mun sætta sig það pólitíska athafnasvið sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur afmarkað sér. Nú sitja í raun tvær ríkisstjórnir í landinu, ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórn Ólafs Ragnars Grímssonar. Í þeirri fyrri eru 12 ráðherrar en aðeins einn í hinni síðarnefndu. Það munu verða átök þarna á milli og þeim lýkur ekki fyrr en annar forseti hefur verið kjörinn. Traust og nauðsynlegur trúnaður milli forseta og ríkisstjórnar er ekki lengur fyrir hendi. Það gæti farið svo á næstu vikum að forsetinn hreki ríkisstjórnina frá völdum og pólitísk upplausnarástand bætist við erfiðleikana sem þjóðin glímir við þessi misserin.
...