Tenglar

Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson.
Kæru fyrrverandi tilvonandi sveitarstjórnarmenn og varasveitarstjórnarmenn. Þið voruð löglega kosin - mistök við undirbúning kosninganna breyta því ekki - til að stjórna sveitinni okkar af ábyrgð og umhyggju næstu árin. Nú er búið að spilla kosningunum fyrir okkur (álit mitt á því er ekki prenthæft) en við vitum vilja kjósenda og að kjósa aftur er rándýrt og að öllu leyti vondur kostur. Ég bið ykkur nú að sýna í verki að við höfum valið hæft fólk og leggja fram lista fyrir tilvonandi kosningar, þar sem þið eruð öll og í þeirri röð sem þið voruð kosin í. Hann ætti að verða sjálfkjörinn og spara okkur fé sem betur væri varið í annað.
...
Meira
Ég sat á dögunum Útflutningsþing, ákaflega ánægjulegan og fróðlegan fund þar sem reifuð voru margs konar tækifæri í útflutningi okkar Íslendinga. Þar kom margt áhugavert fram og ljóst að aðstæður núna eru að knýja marga áfram að leita nýrra tækifæra og vinna jafnframt að verkefnum sem hafa áður skotið rótum, við aðstæður sem voru erfiðar útflutningsstarfseminni. Í þessu felast tækifæri, sem eigum að hlúa að. Hið lága gengi, með þeim göllum sem því fylgja sannarlega fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki, lyftir undir útflutningsstarfsemi, sem getur gagnast okkur í framtíðinni.
...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Sú var tíðin að þingmenn Vinstri grænna létu sig ekki vanta þegar byggðamál voru rædd á Alþingi. Hér áður og fyrr hefði það verið útilokað að þingmenn flokksins tækju ekki þátt í umræðunni þegar á dagskrá var ný byggðaáætlun. En nú eru breyttir tímar. Iðnaðarráðherra, ráðherra byggðamála, lagði fram byggðaáætlun og mælti fyrir henni á dögunum. Tveir þingmenn VG sátu yfir umræðunni, að hluta amk. Enginn þingmaður flokksins ómakaði sig á hinn bóginn upp í ræðustólinn þennan dag til þess að fjalla um stefnumótun ríkisstjórnarinnar í byggðamálum.
...
Meira
Jóhannes Snævar Haraldsson.
Jóhannes Snævar Haraldsson.
Í ágætum greinum hér á síðunni og á Strandir.is fjalla þeir Karl Kristjánsson á Kambi og Matthías Lýðsson í Húsavík um nafngiftina á nýjum vegi milli Stranda og Barðastrandarsýslu. Benda þeir réttilega á að það nafn sem nú er í notkun, Þröskuldar, stingur heldur í stúf við umhverfi sitt. Ég hef ekki séð ástæðu til að blanda mér í spekúleringar um þessa nafngjöf, en verð þó að viðurkenna að ég varð undrandi þegar nafn þetta kom fyrir auglit manna, u.þ.b. þegar verið var að taka veginn í notkun haustið 2009.
...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar fékk framgengt því ætlunarverki sínu að sækja um aðild Íslands að ESB, blasti við að fyrr en síðar hlytu menn að þurfa að takast á við ýmis erfið pólitísk úrlausnarefni. Allir vita að sá eldmóður sem fylgdi umsókninni af hálfu margra áhugamanna er lítt til staðar í dag. Kulnað hefur í hugsjónaglæðunum. En áfram strita menn þó við að semja sig til aðildar.
...
Meira
14. mars 2010

Vegur um Arnkötludal

Karl Kristjánsson.
Karl Kristjánsson.

Þegar hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti á fundi 8. mars 2007 að mæla með því að nafnið „Arnkötludalur“ yrði notað á nýjan veg sem liggja ætti um Arnkötludal og Gautsdal, þá var nafnið „Tröllatunguvegur“ vinsælt hjá Vegagerðinni. Síðan hefur bæst við allnokkur hópur nafna - misgóðra, Tunguheiði, Djúpvegur um Þröskulda, Djúpvegur um Arnkötludal og á Reykhólavefnum sá ég nýlega nafnið „Þröskuldaleið“. Í ágætri grein á vefnum strandir.is 25. janúar síðastliðinn rifjar Matthías í Húsavík upp nöfn þeirra leiða sem tengt hafa Strandir og Reykhólasveit um aldir. Þar segir réttilega að leiðaheitin taki mið af örnefnum öðru hvoru megin fjalls - Steinadalsheiði, Tröllatunguheiði, Bæjardalsheiði, Laxárdalsheiði o.s.frv. og að nálægð bæja við heiðina eða lengd dala og fjarða ráði nafninu.

...
Meira
18. febrúar 2010

Gamla tímatalið

Guðjón D. Gunnarsson.
Guðjón D. Gunnarsson.
Þorri og góa eru að verða einu gömlu mánuðirnir, sem margir Íslendingar kunna skil á. Gömlu mánuðirnir voru tólf eins og nú en allir voru þeir 30 dagar hver. Hver þeirra byrjaði alltaf á sama vikudegi, þorri á föstudegi, góa á sunnudegi o.s.frv. Þorri byrjar á miðjum vetri, síðan koma góa og einmánuður, kölluð útmánuðir einu nafni.
...
Meira
4. febrúar 2010

Einn gúmoren frá Jóhönnu

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

VG fékk á lúðurinn frá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra nú á dögunum. Í dagskrárliðnum Óundirbúnar fyrirspurnir lagði stalla hennar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, prýðilega undirbúna fyrirspurn nú á dögunum fyrir forsætisráðherra um sameiningu svokallaðra atvinnuvegaráðuneyta, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis. Þessi sameining hefur verið boðuð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, Vinstri hreyfingunni - grænu framboði til mikils ama og leiðinda. Spurningin var efnislega eitthvað á þessa leið: Ætlið þið nú ekki örugglega að standa við fyrirheitin úr stjórnarsáttmálanum? Þetta er bæði lipur og lævís spurning, þó sakleysisleg kunni hún að hljóma svona fyrsta kastið.

...
Meira
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.

Forseti Íslands hefur ratað í slíkt fúafen síðan um áramót að engin leið er fyrir hann fær til baka. Forsetaembættið er orðið óþekkjanlegt og engin ríkisstjórn, hvorki sú sem nú situr, né þær sem síðar munu koma, mun sætta sig það pólitíska athafnasvið sem Ólafur Ragnar Grímsson hefur afmarkað sér. Nú sitja í raun tvær ríkisstjórnir í landinu, ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórn Ólafs Ragnars Grímssonar. Í þeirri fyrri eru 12 ráðherrar en aðeins einn í hinni síðarnefndu. Það munu verða átök þarna á milli og þeim lýkur ekki fyrr en annar forseti hefur verið kjörinn. Traust og nauðsynlegur trúnaður milli forseta og ríkisstjórnar er ekki lengur fyrir hendi. Það gæti farið svo á næstu vikum að forsetinn hreki ríkisstjórnina frá völdum og pólitísk upplausnarástand bætist við erfiðleikana sem þjóðin glímir við þessi misserin.

...
Meira
10. janúar 2010

Fylkjum liði

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Staðan í Icesavemálinu er einn samfelldur áfellisdómur yfir málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar. Sjálfskaparvíti hennar hafa komið okkur í þá hraklegu stöðu sem við erum nú í. Það er hins vegar enn eitt dæmi um lítilmótlega afstöðu hennar að skella skuldinni á alla aðra en sjálfa sig og þá helst forseta Íslands, sem ekki gerði annað en að fylgja eigin stefnumótun þegar hann synjaði illa þokkaðri löggjöf staðfestingar.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30