Tenglar

22. desember 2009

Það tók sjö mánuði!

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Hörmungarsagan af framkvæmdum, eða öllu heldur framkvæmdaleysi, á Vestfjarðavegi er fyrir löngu orðin sagan endalausa. Nýgenginn hæstaréttardómur setti vegagerð út Þorskafjörð og þverun Djúpafjarðar og Gufufjarðar í uppnám og allsendis óljóst hvernig hægt verður að bregðast við þeirri stöðu sem þar er uppi. Fyrirsjáanlegt er að vegagerð um þær slóðir mun tefjast. Hversu lengi vitum við ekki, en alveg ljóst að ekki er þess að vænta að bráðnauðsynlegar úrbætur á handónýtu vegakerfi á þessu svæði hefjist á næstunni.
...
Meira
Viktoría Rán Ólafsdóttir.
Viktoría Rán Ólafsdóttir.
Vestfirðir einkennast af fjölda heitra náttúrulauga og hafa forsvarsmenn þeirra sameinast um að nýta þær á sjálfbæran hátt og að Vestfirðir verði til fyrirmyndar á landsvísu hvað varðar uppbyggingu á heilsutengdri ferðaþjónustu. Hópurinn kallar sig Vatnavini Vestfjarða og samanstendur af landeigendum, ferðaþjónum, arkitektum og öðrum áhugamönnum sem sameinast í því að þróa vestfirskt aðdráttarafl tengt vatni.
...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Raforku- og húshitunarkostnaður er víða þungur baggi á rekstri heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni. Árum saman börðumst við margir þingmenn í landsbyggðarhéruðum og úr öllum flokkum fyrir því að þessi kostnaður yrði lækkaður til móts við verðlagningu á húshitun og raforku, til að mynda á höfuðborgarsvæðinu. Skemmst er frá því að segja að mikill árangur náðist í þessum efnum, sem betur fer. Því miður er nú að slá í bakseglin og orku- og húshitunarkostnaður hækkar að raungildi. Frá árinu 2005 hafa nýjar reglur gilt, sem byggjast á nýjum og umdeildum raforkulögum. Þær reglur hafa það í för með sér að nú er landinu í raun skipt í tvennt. Þéttbýli þar sem búa fleiri en 200 manns og dreifbýli þar sem búa 200 manns eða færri. Reglurnar sem gilda um dreifbýlið eru í sem skemmstu máli þessar:

...
Meira
Ásgerður Þorleifsdóttir.
Ásgerður Þorleifsdóttir.
Eftir mikla fjölgun ferðamanna sl. ár stendur ferðaþjónustan á Vestfjörðum nú á tímamótum. Því er nauðsynlegt fyrir ferðaþjónustuna að staldra við, meta árangur síðustu ára og setja sér traust markmið fyrir framtíðina. Hafa Ferðamálasamtök Vestfjarða (FMSV) því ákveðið að ráðast í gerð heildstæðrar stefnumótunar fyrir greinina til næstu fimm ára, með það að markmiði að treysta innviði greinarinnar og hlúa þannig að ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Með öflugri ferðaþjónustu með skýra framtíðarsýn eflum við efnahag og samfélagið á Vestfjörðum til framtíðar.
...
Meira
Böðvar Jónsson.
Böðvar Jónsson.

Að gefnu tilefni sé ég ástæðu til að senda smápistil inn á Reykhólavefinn til að fjalla um tvö atriði, sem athygli mín hefur verið vakin á og tengjast Skógum og okkur sem þar erum að störfum. Þess misskilnings virðist hafa gætt meðal íbúa á Reykhólum, að eigendur Skóga leggi við því bann að fólk af svæðinu fari inn í Hnausaskóg, gangi þar um og njóti gróðursins og skjólsins sem þar er að finna. Ekki veit ég hvernig þessi misskilningur er til kominn.

...
Meira
20. október 2009

Virkjun Gilsfjarðar

Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Guðjón Dalkvist Gunnarsson.
Virkjun Gilsfjarðar er komin í umræðuna á ný. Mér er það sérstakt gleðiefni. Í fyrsta skipti sem ég heyrði rætt opinberlega um þverun fjarðarins á áttunda áratugnum, þegar Sveinn á Miðhúsum vakti máls á því á aðalfundi Kaupfélags Króksfjarðar, þá vildi ég að miðað yrði við að virkja um leið. Það var strax kveðið niður á þeirri forsendu að það tefði veginn.
...
Meira
16. október 2009

Langþráður draumur rætist

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Opnun vegarins um Arnkötludal og Gautsdal er stórmerkur áfangi í samgöngusögunni. Með þessum nýja vegi er búið að ljúka uppbyggingu nútímavegar, með bundnu slitlagi frá aðalþjóðvegakerfinu um Hólmavík og á norðanverða Vestfirði. Fyrir um mánuði síðan voru önnur tímamót og þau ekki lítil, þegar síðasti kaflinn á uppbyggingu vegar um Ísafjarðardjúp varð að veruleika. Þessir miklu áfangar eru langþráðir og eiga eftir að opna okkur nýja möguleika og styrkja byggð í heild sinni á Vestfjörðum. Segja má að nú gefist okkur ný færi sem áður voru okkur fjarri.
...
Meira
Jón Hjaltalín Magnússon.
Jón Hjaltalín Magnússon.
Bygging og rekstur tilraunavirkjana í þverunum Mjóafjarðar og Gilsfjarðar munu auka mikilvæga þekkingu hérlendis á sviði virkjunar sjávarfalla. Fréttavefurinn bb.is á Ísafirði hefur undanfarið fjallað um hugmyndir um virkjun sjávarfalla í Mjóafirði og bent á, að í útttekt Almennu verkfræðistofunnar fyrir Orkubú Vestfjarða fyrir um áratug var slík virkjun ekki talin hagkvæm þar sem nýtanlegur hæðarmunur í sjávarfallavirkjuninni væri lítill miðað við þekktar sjávarfallavirkjanir erlendis. Einnig var bent á að nýtingartími sjávarfallavirkjunar er aðeins um 25-30% og því forsenda hæpin að orkan fari inn á stórt orkunet þannig að hún nýtist að fullu í samrekstri með velmiðluðum vatnsafls- og jarðhitavirkjunum.
...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.

Icesavemálið sem Alþingi afgreiddi nú á dögunum er eitt hið stærsta og versta sem þingið hefur fengist við, mjög lengi. Í húfi eru miklir hagsmunir og málið sjálft er ljótt dæmi umþað sem aflaga fór í aðdraganda efnahagshrunsins nú í október sl. Í haust stóðum við frammi fyrir tveimur kostum. Hinn fyrri blasti svona við okkur: Það er fullkomin óvissa í besta falli um það hvort okkur ber nokkur skylda til að standa straum af Icesaveinnlánunum. Fyrir því hafa verið flutt mjög sannfærandi rök að okkur beri engin greiðsluskylda í þessu máli. Því voru og eru Hollendingar, Bretar og raunar ESB þjóðirnar og stjórnvöld Norðurlandaþjóðanna ósammála. Þau telja að okkur beri greiðsluskylda og voru reiðubúin til þess að beita okkur hörðu til þess að sveigja okkur til að fallast á þá skoðun sína. Þar var engum vinum að mæta; þvert á móti. Það var ljóst að þessar þjóðir beittu meðal annars áhrifum sínum innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að beygja okkur undir þessa skoðun sína. Stöðugt lágu alls konar hótanir í loftinu frá þessum „vinum" okkar. Okkur voru eiginlega allar bjargir bannaðar í haust.

...
Meira
Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Yfirlýstur tilgangur umsóknar að ESB hefur verið að kanna í eitt skipti fyrir öll hvað í boði sé þannig að enginn þurfi að velkjast í vafa. Það gildir ekki síst um sjávarútvegsmálin, því margir helstu ESB sinnarnir hafa reynt að segja okkur að ekkert sé að óttast. Nú hefur spænski Evrópumálaráðherrann Diego López Garrido sagt okkur hvað sé í boði. Hverjir skilmálarnir séu. Sú lýsing er í algjöru ósamræmi við það sem trúuðustu ESB sinnarnir hafa sagt okkur.
...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30