Það tók sjö mánuði!
...
Meira
Raforku- og húshitunarkostnaður er víða þungur baggi á rekstri heimila og fyrirtækja á landsbyggðinni. Árum saman börðumst við margir þingmenn í landsbyggðarhéruðum og úr öllum flokkum fyrir því að þessi kostnaður yrði lækkaður til móts við verðlagningu á húshitun og raforku, til að mynda á höfuðborgarsvæðinu. Skemmst er frá því að segja að mikill árangur náðist í þessum efnum, sem betur fer. Því miður er nú að slá í bakseglin og orku- og húshitunarkostnaður hækkar að raungildi. Frá árinu 2005 hafa nýjar reglur gilt, sem byggjast á nýjum og umdeildum raforkulögum. Þær reglur hafa það í för með sér að nú er landinu í raun skipt í tvennt. Þéttbýli þar sem búa fleiri en 200 manns og dreifbýli þar sem búa 200 manns eða færri. Reglurnar sem gilda um dreifbýlið eru í sem skemmstu máli þessar:
...Að gefnu tilefni sé ég ástæðu til að senda smápistil inn á Reykhólavefinn til að fjalla um tvö atriði, sem athygli mín hefur verið vakin á og tengjast Skógum og okkur sem þar erum að störfum. Þess misskilnings virðist hafa gætt meðal íbúa á Reykhólum, að eigendur Skóga leggi við því bann að fólk af svæðinu fari inn í Hnausaskóg, gangi þar um og njóti gróðursins og skjólsins sem þar er að finna. Ekki veit ég hvernig þessi misskilningur er til kominn.
...Icesavemálið sem Alþingi afgreiddi nú á dögunum er eitt hið stærsta og versta sem þingið hefur fengist við, mjög lengi. Í húfi eru miklir hagsmunir og málið sjálft er ljótt dæmi umþað sem aflaga fór í aðdraganda efnahagshrunsins nú í október sl. Í haust stóðum við frammi fyrir tveimur kostum. Hinn fyrri blasti svona við okkur: Það er fullkomin óvissa í besta falli um það hvort okkur ber nokkur skylda til að standa straum af Icesaveinnlánunum. Fyrir því hafa verið flutt mjög sannfærandi rök að okkur beri engin greiðsluskylda í þessu máli. Því voru og eru Hollendingar, Bretar og raunar ESB þjóðirnar og stjórnvöld Norðurlandaþjóðanna ósammála. Þau telja að okkur beri greiðsluskylda og voru reiðubúin til þess að beita okkur hörðu til þess að sveigja okkur til að fallast á þá skoðun sína. Þar var engum vinum að mæta; þvert á móti. Það var ljóst að þessar þjóðir beittu meðal annars áhrifum sínum innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að beygja okkur undir þessa skoðun sína. Stöðugt lágu alls konar hótanir í loftinu frá þessum „vinum" okkar. Okkur voru eiginlega allar bjargir bannaðar í haust.
...