Of lítið vægi landsbyggðarinnar
...
Meira
Við erum lögð af stað eftir hraðbrautinni til Brussel í boði Samfylkingar og Vinstri grænna. Tilgangurinn, að sögn, er sá að komast að því hvað í boði sé. Fyrstu vísbendingarnar um trakteringarnar sem bíða okkar hafa komið í ljós; hótanir og afarkostir Hollendinga. Fengin reynsla kennir okkur að Bretar eru örugglega skammt undan. Aðdragandi samningsumleitanna er ákaflega sérstakur. Þetta var nokkurs konar tilraun til þess að bræða saman ósamrýmanleg sjónarmið VG og Samfylkingar, sem lyktaði með því að fyrrnefndi flokkurinn féllst á skilyrði hins síðarnefnda. Og nú hefur umsóknin verið send, með kærri kveðju og alúðarþökkum, frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Össuri Skarphéðinssyni.
...Ákvörðun Alþingis þess efnis að sækja um aðild að Evrópusambandinu er dapurleg. Samþykktin er fengin fram með atkvæðum þingmanna Vinstri grænna, sem segjast vera andvígir málinu sem þeir studdu og þeir boða andstöðu við þann samning sem væntanlega verður gerður. Það gera þeir til þess eins að tryggja að flokkurinn verði áfram í ríkisstjórn. Engin mál eru stærri en aðild að Evrópusambandinu og flokkur sem er á móti aðild getur ekki veitt henni brautargengi án þess að alvarleg eftirmál verði. Þingmenn sem velja það að verja valdstóla sína og koma svona fram við flokksmenn sína eru að vinna skemmdarverk á stjórnmálahreyfingunni og trúverðugleika hennar. Ríkisstjórninni var bjargað um sinn en flokknum fórnað.
...Sú hörmulega staða er nú komin upp að vegaframkvæmdir á Vestfjarðavegi í Austur-Barðastrandasýslu eru að mestu í fullkominni óvissu. Það er eins og þessar bráðnauðsynlegu framkvæmdir séu harðlæstar inni í einhverjum kerfislás og þaðan verði engu um þokað. Þetta er hörmuleg íkoma. Sorgarsöguna um veginn um og yfir Þorskafjörð og þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar í Gufudalssveitinni þarf ekki að rekja í löngu máli. Þar gengur allt á afturfótunum. Að loknum vönduðum og fínum úrskurði þáverandi umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmarz, töldu flestir að málið væri komið á beina braut. En því var ekki aldeilis að heilsa.
...Þær hækkanir sem nú verða á áfengi, tóbaki, bensíni o.fl. eru fáum gleðiefni. Langtímaáhrif þeirra munu þó verða mun jákvæðari en látið er í veðri vaka þessa dagana. Fullyrt hefur verið að með þessu hækki skuldir heimilanna um 8 milljarða. Þá er einungis horft á lítið brot af heildarmyndinni. Ef breytingin færi beint út í verðlagið gæti hún vissulega haft þessi áhrif, en þá gleyma menn því að hækkunin leggst á höfuðstól lána sem greiðast munu löngum tíma, einhverjum áratugum. Á hinn bóginn mun þessi breyting skila ríkissjóði um 17 milljörðum í ríkiskassann út árið 2012.
...Hvað svo sem menn segja um hlutverk stjórnvalda er þó allavega eitt ljóst. Ríkisstjórnum er ætlað að draga úr óvissu og skapa skynsamlegan rekstrargrunn og bærilegar aðstæður fyrir almenning og fyrirtækin í landinu. Núverandi ríkisstjórn hagar sér með þveröfugum hætti. Þrátt fyrir yfirlýsingagleði og tilskipanatakta liggur aðeins eitt fyrir. Rikisstjórnin dregur ekki úr óvissu, né kemur með leiðir út úr ógöngunum. Þvert á móti. Stjórnin stuðlar í rauninni að óvissu í landinu. Tökum nokkur dæmi.
...Byggðamálin hafa ekki átt upp á pallborðið síðustu árin. Umræða um stöðu landsbyggðarinnar hefur undanfarin ár horfið í skuggann af öðru sem hefur þótt mikilvægt. Er nokkur maður búinn að gleyma öllum fréttunum í hverjum einasta fréttatíma Reykjavíkurfjölmiðlanna um afrek fjármálafyrirtækjanna innanlands sem erlendis með tilheyrandi þulu um gengi hlutabréfa í hinum og þessum fyrirtækjum? Í þessum sjálfumglaða heimi metgróðans varð hallærislegt að hugsa um byggðamál, hvað þá að tala um slík mál. En engu að síður hefur byggðaröskunin haldið áfram þessi ár. Áfram hefur hallað á landsbyggðina og höfuðborgarsvæðið eflst og styrkst að sama skapi. Eitt af kennileitunum um þróunina er verð á íbúðarhúsnæði. Það tekur mið af hagvexti á viðkomandi svæði, tekjum, samgöngum og mannfjölda.
...