Tenglar

Morgunblaðið 27. janúar 2017.
Morgunblaðið 27. janúar 2017.
1 af 2

Reykhólakirkja og Gufudalskirkja eru meðal þeirra tuttugu og tveggja kirkna sem Viðskiptaráð Íslands vill að íslenska ríkið selji. Allar eru þessar kirkjur á landsbyggðinni, flestar á norðvesturhluta landsins, þar af sex á Vestfjörðum. Ein þeirra er kirkjan á Hrafnseyri, sem er reyndar ekki í eigu eða umsjá ríkisins, heldur safnaðarins, og hefur svo verið í liðlega 106 ár. Meðal annarra kirkna sem ráðið vill að ríkið selji eru Þingvallakirkja, Hóladómkirkja (sem byggð var úr tilhöggnu grjóti úr fjallinu Hólabyrðu 1757-1763), og Grafarkirkja á Höfðaströnd, sem er að stofni frá 1680.

...
Meira
Mynd: OV.
Mynd: OV.

Að þessu sinni runnu tveir af árlegum samfélagsstyrkjum Orkubús Vestfjarða í Reykhólahrepp. Björgunarsveitin Heimamenn fékk 150 þúsund krónur til kaupa á búnaði og Ungmennafélagið Afturelding 50 þúsund til starfsemi sinnar. Alls fengu 42 aðilar styrki og má hér sjá skiptingu þeirra:

...
Meira
Skýringarmynd: Morgunblaðið.
Skýringarmynd: Morgunblaðið.

Sala á próteinríkum mjólkurafurðum jókst meira á síðasta ári en sala á fituríkari afurðum. Hefur þróunin þar snúist við frá því sem var fyrir örfáum árum, þegar aukin sala á smjöri og rjóma setti framleiðslustjórn í mjólkurframleiðslu á hliðina. Sala á mjólkurafurðum, reiknuð á fitugrunni, nam 139,2 milljónum lítra á liðnu ári. Er það 4,7% aukning frá árinu á undan. Sala á próteingrunni jókst meira, var 129 milljónir lítra, sem er 5,2% aukning frá árinu á undan. Salan jókst meira en nam framleiðslu kúabúa landsins.

...
Meira
1 af 2

Í gær var blásið til leiks í landsleiknum Allir lesa. Mörg sveitarfélög hvetja íbúa sína til að mynda lið og skrá lestur í von um að í bænum leynist sigurliðið, og þar með öflugustu lestrarhestar landsins, segir í tilkynningu. Í ár er einnig er hægt að keppa sem einstaklingur og verður fróðlegt að sjá hver les mest allra Íslendinga. Vinningshafar fá gjafakort á bókamarkað Félags íslenskra bókaútgefenda og stærstu liðin fá girnilegar kræsingar með lestrinum.

...
Meira
Jóhanna Ösp og Yrsa, Ásborg, Einar Valur og Styrmir. Myndir: Sandra Rún.
Jóhanna Ösp og Yrsa, Ásborg, Einar Valur og Styrmir. Myndir: Sandra Rún.
1 af 2

Sveitarstjórnarkonan Sandra Rún Björnsdóttir á Reykhólum heimsótti í gær Jóhönnu Ösp Einarsdóttur og Styrmi Sæmundsson og börn þeirra í Kaplaskjóli í Gufudal. Erindi hennar var að færa þeim startpakka frá Reykhólahreppi vegna dótturinnar Yrsu, sem fæddist 15. desember. Systkini hennar eru Ásborg (bráðum átta ára) og Einar Valur (rúmlega hálfs fjórða árs).

...
Meira
Mynd: Farmers Weekly.
Mynd: Farmers Weekly.

Atvinnuvegaráðuneytið hefur lagt fram til kynningar og umsagnar drög að reglugerð um velferð dýra í flutningi. Samkvæmt lögum um velferð dýra skal ráðherra setja í reglugerð ákvæði um flutning og rekstur dýra og um leyfi fyrir flutningstækjum, öryggisbúnaði og merkingu þeirra. Þá skal ráðherra setja fyrirmæli er tryggja velferð búfjár í tengslum við flutninga. Einnig skal ráðherra setja nánari ákvæði um flutning búfjár frá brottfararstað til áfangastaðar, þar með talið um hleðslu í rými, umfermingu, affermingu, hámarksflutningstíma og um þær kröfur sem eru gerðar um flutningstæki sem flytja búfé, þar með talið um hleðslubúnað þeirra.

...
Meira
Svavar Knútur spjallar við gesti innan um báta og bátavélar á Reykhólum.
Svavar Knútur spjallar við gesti innan um báta og bátavélar á Reykhólum.

Tvíþætt dagskrá með yfirskriftinni hér að ofan verður á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum annað kvöld, föstudagskvöld 27. janúar. Byrjað verður á kráarviskunni stundvíslega kl. 20.30. Þar verða 3-5 saman í liði og aðgangseyrir 500 krónur. Tónleikarnir hefjast kl. 22, aðgangseyrir 2.000 krónur. 18 ára aldurstakmark, barinn opinn. Þetta er ekki fyrsta heimsókn Svavars Knúts á Báta- og hlunnindasýninguna á Reykhólum ...

...
Meira

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur ákveðið að verja allt að 100 milljónum króna úr fjárveitingu byggðaáætlunar til að styrkja sérstaklega uppbyggingu ljósleiðarakerfis í strjálbýlum sveitarfélögum. Þessi fjárveiting kemur til viðbótar úthlutun Fjarskiptasjóðs til verkefnisins Ísland ljóstengt 2017.

...
Meira
Vel upplýst smáfólk í Reykhólaskóla (reyndar allmiklu stærra fólk líka).
Vel upplýst smáfólk í Reykhólaskóla (reyndar allmiklu stærra fólk líka).
1 af 17

Fulltrúar Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, þau Finnur Árnason framkvæmdastjóri, Birna Björnsdóttir framleiðslustjóri og Bjarni Þór Bjarnason, komu í dag færandi hendi í Reykhólaskóla. Meðferðis höfðu þau endurskinsvesti sem verksmiðjan hafði látið útbúa fyrir alla nemendurna sjötíu með nafni hvers og eins á bakinu, og þar að auki vesti fyrir starfsfólkið. Forsagan er sú, að Bjarni Þór hafði samband við Ástu Sjöfn skólastjóra og spurði hvort það væri ekki góð hugmynd að gefa öllum í skólanum endurskinsvesti ...

...
Meira
Ingibjörg Birna og Torfi á skrifstofum Reykhólahrepps við Maríutröð.
Ingibjörg Birna og Torfi á skrifstofum Reykhólahrepps við Maríutröð.

Í framhaldi af næstu frétt hér á undan um nýbirtar gjaldskrár hjá Reykhólahreppi, þar á meðal þá fyrstu varðandi hunda og ketti, kemur hér mynd sem tekin var í dag af nýráðnum dýraeftirlitsmanni, Torfa Sigurjónssyni, og Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra. Þau voru þá búin að skrifa undir verktakasamning við Torfa og þarna tekur hann við möppu með því sem þetta varðar. Torfi hefst fljótlega handa við að skrá hunda og ketti og koma á dýrahreinsun í samráði við dýralækni.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30