Tillögur um sölu á kirkjum í Reykhólahreppi
Reykhólakirkja og Gufudalskirkja eru meðal þeirra tuttugu og tveggja kirkna sem Viðskiptaráð Íslands vill að íslenska ríkið selji. Allar eru þessar kirkjur á landsbyggðinni, flestar á norðvesturhluta landsins, þar af sex á Vestfjörðum. Ein þeirra er kirkjan á Hrafnseyri, sem er reyndar ekki í eigu eða umsjá ríkisins, heldur safnaðarins, og hefur svo verið í liðlega 106 ár. Meðal annarra kirkna sem ráðið vill að ríkið selji eru Þingvallakirkja, Hóladómkirkja (sem byggð var úr tilhöggnu grjóti úr fjallinu Hólabyrðu 1757-1763), og Grafarkirkja á Höfðaströnd, sem er að stofni frá 1680.
...Meira