Silfurvottun hjá EarthCheck
Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa hlotið silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtök-unum EarthCheck. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir sveitarfélögin, sem hafa unnið að þessu verkefni allt frá árinu 2012, segir í tilkynningu frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Sveitarfélögin níu á Vestfjörðum hafa undanfarin þrjú árin staðist viðmið og viðurkenningu sem umsóknarsvæði, en sumarið 2016 var ákveðið að stíga skrefið að fullu og sækja um fulla vottun fyrir starfsárið 2015. Verkefnið hefur verið fjármagnað af hálfu sveitarfélaganna, en nú á þessu ári var verkefnið samþykkt sem áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 og með því aukna fjármagni var kleift að taka þennan áfanga.
...Meira