Tenglar

10. nóvember 2016

Silfurvottun hjá EarthCheck

1 af 2

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa hlotið silfurvottun frá umhverfisvottunarsamtök-unum EarthCheck. Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir sveitarfélögin, sem hafa unnið að þessu verkefni allt frá árinu 2012, segir í tilkynningu frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga. Sveitarfélögin níu á Vestfjörðum hafa undanfarin þrjú árin staðist viðmið og viðurkenningu sem umsóknarsvæði, en sumarið 2016 var ákveðið að stíga skrefið að fullu og sækja um fulla vottun fyrir starfsárið 2015. Verkefnið hefur verið fjármagnað af hálfu sveitarfélaganna, en nú á þessu ári var verkefnið samþykkt sem áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 og með því aukna fjármagni var kleift að taka þennan áfanga.

...
Meira
Frá fundinum. Ljósm. Vegagerðin.
Frá fundinum. Ljósm. Vegagerðin.

Um 35-40 manns sóttu fundinn sem Vegagerðin efndi til á Reykhólum í fyrrakvöld. Þar kynntu starfsmenn Vegagerðarinnar frummatsskýrslu vegna nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness, hvað í henni felst varðandi leiðarval og mat á mismunandi umhverfisáhrifum á hina ýmsu umhverfisþætti. Fjöldi fyrirspurna af ýmsum toga kom frá þeim sem fundinn sóttu og voru athugasemdir og umræður skráðar, þó að einnig sé reiknað með því að gerðar verði skriflegar athugasemdir.

...
Meira
Fjórir af Seljanesbræðrunum fimm og tveir menn að auki. Nánar í meginmáli.
Fjórir af Seljanesbræðrunum fimm og tveir menn að auki. Nánar í meginmáli.

Um helgina komu bræðurnir frá Seljanesi í Reykhólasveit færandi hendi í höfuðstöðvar Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, en þeir ákváðu að nota ágóða uppboðs sem haldið var á Reykhóladögum í lok júlí til að styrkja félagið. „Þetta byrjaði nú allt í hálfgerðu gríni, upphaflega átti að halda bingó en enginn okkar bræðra hefur nokkra þolinmæði í slíkt. Því varð úr að við héldum uppboð hér á safninu á Seljanesi, ætli hingað hafi ekki komið um fjögur til fimm hundruð manns,“ segir Stefán Hafþór Magnússon, einn bræðranna fimm frá Seljanesi.

...
Meira
Úr gerðabók hreppsnefndar Reykhólahrepps í fyrri hluta júlí 1987.
Úr gerðabók hreppsnefndar Reykhólahrepps í fyrri hluta júlí 1987.

Núna á fimmtudag verður fundur nr. 400 í sveitarstjórn (hreppsnefnd) Reykhólahrepps hins nýja frá stofnun hans laugardaginn 4. júlí 1987. Þann dag sameinuðust í eitt sveitarfélag eftir mikinn undirbúning allir hrepparnir fimm í Austur-Barðastrandarsýslu, þ.e. Geiradalshreppur, Reykhólahreppur, Gufudalshreppur, Múlahreppur og Flateyjarhreppur. Að þessum tímamótafundi núna meðtöldum eru fundir sveitarstjórnar að meðaltali 13,6 á ári eða liðlega einn á mánuði að jafnaði. Myndin sem hér fylgir er af fyrstu opnunni með fundargerðum sveitarstjórnar hins sameinaða sveitarfélags, öll fyrsta fundargerðin og upphaf þeirrar næstu. Þarna liðu einungis tólf dagar milli funda enda ærin verkefni.

...
Meira

Minnt skal á kynningarfund Vegagerðarinnar sem haldinn verður í Reykhólaskóla kl. 17-19 annað kvöld, þriðjudag. Þar verður fjallað um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar nýs vegar milli Bjarkalundar og Skálaness. Allir eru velkomnir á fundinn.

...
Meira
Mynd: wvsgroup.com.
Mynd: wvsgroup.com.

Orkusalan tilkynnti í síðasta mánuði að fyrirtækið hefði ákveðið að færa sveitarfélögum landsins rafbílahleðslustöð að gjöf. Nú er komið að Reykhólahreppi, og hefur fyrirtækið boðað komu starfsmanna með stöðina núna á miðvikudag. Á vef Orkusölunnar segir:

...
Meira
Wikimedia Commons / Alf Inge Lima.
Wikimedia Commons / Alf Inge Lima.

Núna er önnur helgin af fjórum í röð á rjúpnaveiðitímabilinu 2016. Veiðidagarnir eru þrír í senn, eða föstudagur, laugardagur og sunnudagur. Eins og hér hefur komið fram hafa borist tilkynningar um bann við rjúpnaveiði í landareignum Þórisstaða, Grafar í Þorskafirði, Kinnarstaða, Berufjarðar, Skáldstaða og Hafrafells 3 í Reykhólahreppi.

...
Meira

Vegagerðin mun núna á þriðjudaginn, 8. nóvember, halda á Reykhólum kynningarfund um mat á umhverfisáhrifum vegna lagningar nýs 19,9-22 km vegar milli Bjarkalundar og Skálaness. Fundurinn verður í Reykhólaskóla kl. 17-19 og öllum opinn. Tillaga að framkvæmdinni og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar til 8. desember á skrifstofu Reykhólahrepps við Maríutröð á Reykhólum, í Bjarkalundi, Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Hana er líka að finna á vef Vegagerðarinnar.

...
Meira

Sýningin Sumardvöl í sveit á Sauðfjársetrinu í Sævangi við Steingrímsfjörð verður opnuð núna á sunnudaginn 6. nóvember kl. 15. Þar segir frá reynslu þeirra sem fóru í sveit og þeirra sem tóku á móti sumardvalarbörnum, einkum á Ströndum. Hægt er að heimsækja sveitaheimili, fara í leiki, endurupplifa ferðalag í sveitina, hlusta á sögur af Ströndum og fræðast um siðina. Strandakonurnar Esther Ösp, Dagrún Ósk og Sunneva Guðrún segja stuttlega frá aðkomu sinni að verkefninu  og leiðsegja fólki um sýninguna, sem er hönnuð til að höfða til allra aldurshópa. Íris Björg verður með tónlistaratriði.

...
Meira
Vísir 8. janúar 1949 (timarit.is).
Vísir 8. janúar 1949 (timarit.is).

„Ég er að leita að myndum af fólki að dansa í Breiðfirðingabúð á áratugnum 1940 til 1950 til að nota í sjónvarpsþætti sem fjalla um þennan áratug og hvernig það var að vera ungur á þessum tíma. [...] Okkur vantar sem sagt svarthvítar myndir af fólki að dansa í Breiðfirðingabúð eða að sitja til borðs og njóta góðra veitinga.“

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30