Tenglar

1. nóvember 2016

Æðarvé - aðalfundarboð

Aðalfundur Æðarvéa 2016 verður haldinn á Báta- og hlunninda-sýningunni á Reykhólum sunnudaginn 6. nóvember og hefst kl. 13.30. Erla Friðriksdóttir, stjórnarmaður í Æðarræktarfélagi Íslands, verður gestur fundarins.

...
Meira
1 af 3

Villibráðarhlaðborð verða tvö laugardagskvöld í röð í Bjarkalundi í aðdraganda jóla eins og hefðbundið er, hið fyrra núna á laugardaginn (5. nóv.) og hitt viku síðar. Veislustjóri verður Júlíus Guðmundsson og sér hann um fjörið eftir matinn og fram eftir nóttu. Eins og endranær verða bornir fram hefðbundnir jóla- og villibráðarréttir auk annars góðgætis af ýmsu tagi. Pantanir berist sem allra fyrst. Tilboðsverð á hlaðborðið ásamt gistingu og morgunmat.

...
Meira

Svæðisskipulagsnefnd fyrir landsvæði Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar býður ungu fólki frá sveitarfélögunum (16-30 ára), sem býr á höfuðborgarsvæðinu eða þar í grennd eða er statt á þeim slóðum nú í nóvember, að eiga stund með skipulagsráðgjöfum hjá Alta til að ræða framtíðarþróun svæðisins. Ungmenni sem annað hvort búa í þessum sveitarfélögum eða annars staðar á landinu eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin líka. Stundinni verður varið þannig:

...
Meira

Hinn árlegi fjáröflunardagur Kvennadeildar Barðstrendingafélagsins verður núna á laugardag, 5. nóvember, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, og hefst kl. 14. Margt góðra muna, happdrætti og kaffihlaðborð. Þetta kemur fram í Sumarliða pósti, fréttabréfi Barðstrendingafélagsins (204. tölublaði). Burðarásinn í fréttabréfinu að þessu sinni er Geirdælingabragur 1926. Þar yrkir Sólrún H. Guðjónsdóttir í Gilsfjarðarmúla um fólkið á hverjum bæ í Geiradalshreppi fyrir réttum 90 árum, alls 44 erindi.

...
Meira
Riðið í hlað á kjörstað. Ljósm. SR.
Riðið í hlað á kjörstað. Ljósm. SR.

Kjörsókn í Reykhólahreppi í alþingiskosningunum var 70,4%, en í síðustu þingkosningum vorið 2013 var hún 75,6%. Á kjörskrá núna voru 196, þar af 103 karlar og 93 konur. Á kjörstað kusu 114 eða 58,2%, en atkvæði utan kjörfundar voru 24. Alls kusu því 138 manns. Stærri hluti karla en kvenna kaus á kjörstað í dag eða 65 á móti 49 konum. Atkvæði utan kjörfundar voru hins vegar fleiri frá konum en körlum eða 14 á móti 10.

...
Meira
29. október 2016

Ljósamessa í Staðarkirkju

Kirkjan á Stað á Reykjanesi.
Kirkjan á Stað á Reykjanesi.

Ljósamessa verður í kirkjunni á Stað kl. 20 annað kvöld, sunnudag. Aðalbjörg Pálsdóttir djáknanemi predikar og tekur þátt í helgihaldinu, sem verður ljúft og notalegt. Bangsa- og náttfatasunnudagaskóli verður í Reykhólakirkju kl. 11 í fyrramálið og helgistund í Barmahlíð kl. 15.

...
Meira
Hólabúð í stækkaðri og breyttri mynd.
Hólabúð í stækkaðri og breyttri mynd.

Meðfylgjandi tölvuteikningar af Hólabúð á Reykhólum stækkaðri og breyttri eru í greinargerð Hjalta Hafþórssonar, umsjónarmanns fasteigna Reykhólahrepps, sem lögð var fram til kynningar á síðasta sveitarstjórnarfundi. Þar er um að ræða yfirlit um framkvæmdir Reykhólahrepps á þessu ári, en Hólabúð hefur þá sérstöðu í því efni, að ekki hefur formlega verið tekin ákvörðun um stækkun hússins, sem er í eigu Reykhólahrepps. Ekki er ósennilegt að málið verði til umfjöllunar á næsta fundi sveitarstjórnar. Í greinargerðinni segir hins vegar, að rekstraraðilar búðarinnar stefni að því að fá veitingaleyfi og vínveitingaleyfi næsta sumar.

...
Meira
28. október 2016

Hagræðing í Hólabúð

Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson.
Ása Fossdal og Reynir Þór Róbertsson.

Í rekstri Hólabúðar á Reykhólum er verið að gera áherslubreytingar, sem leiða til lægra vöruverðs. Þessi lækkun hefur nú þegar átt sér stað í ýmsum vöruflokkum og fleiri munu bætast við smátt og smátt, segir í tilkynningu frá Reyni Þór Róbertssyni og Ásu Fossdal, sem reka búðina. „Við vonum að þessar breytingar komi til góða fyrir alla aðila, en jafnan er súrt með sætu. Til að þetta sé gerlegt munu aðrar breytingar eiga sér stað.“

...
Meira

Kjósendur í Reykhólahreppi skulu minntir á það, að kjörfundinum á morgun lýkur kl. 18. Víða í fjölmennari byggðum stendur kjörfundur hins vegar allt fram til kl. 22. Jafnframt skal minnt á það, að kosningin fer fram í Stjórnsýsluhúsinu (skrifstofum Reykhólahrepps) við Maríutröð á Reykhólum, en ekki í Bjarkalundi eins og í undanförnum þingkosningum. Hins vegar fóru tvennar síðustu kosningar til sveitarstjórnar fram á Reykhólum, sem og forsetakosningarnar í sumar.

...
Meira

Samþykkt um hunda- og kattahald í Reykhólahreppi hefur verið birt í Stjórnartíðindum og koma þar fram mjög ítarlegar reglur og skilyrði. Þetta kom fram á síðasta fundi umhverfis- og náttúruverndarnefndar Reykhólahrepps. Í framhaldi af því leggur nefndin til við sveitarstjórn, að skráningargjald hunda og árgjald þar eftir verði kr. 11.000 en skráningargjald fyrir ketti og árgjald þar eftir verði kr. 7.000. Gjald vegna föngunar verði kr. 7.000. Líka leggur nefndin til að ráðinn verði hundaeftirlitsmaður, sem sjái um eftirlit og skráningu dýra. Jafnframt leggur hún til að settar verði verklagsreglur um föngun dýra.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30