Tenglar

1 af 4

Flugvélar sem tylla sér á Reykhólum eru ekki einu vorboðarnir auk farfuglanna; hópferðabílar eru líka þar á meðal. Nokkru eftir lokun Hólabúðar klukkan fjögur í dag, sem er venjulegur lokunartími á laugardögum yfir veturinn, langaði hóp kvenna frá Patreksfirði að komast í búðina. Reynir og Ása brugðust snarlega við; þetta var fyrsta einkaopnunin í Hólabúð á þessu vori en örugglega ekki sú síðasta. Seinna fóru konurnar á opna húsið á Báta- og hlunnindasýningunni og voru þar ennþá núna um klukkan hálftólf þegar þetta er skrifað og undu hag sínum vel (sjá myndir).

...
Meira
Hluti af bátavélunum frá Akureyri.
Hluti af bátavélunum frá Akureyri.

Stefnt er að reglulegum kaffihúsakvöldum á Báta- og hlunninda-sýningunni á Reykhólum í sumar og verða þau stundum með aldurstakmarki öðru hvoru megin. Í þeim tilvikum verður ýmist yngsta kynslóðin að vera heima og passa köttinn eða eldri kynslóðin að vera fjarri góðu gamni. Núna í kvöld, laugardag, verður fyrsta opna húsið á þessu vori og þar er aldurslágmark 18 ár. Opnað verður klukkan 20, léttur og einfaldur kaffihúsamatseðill og hægt að prófa nokkur spil eða hreinlega bara spjalla. Aldrei að vita nema einhverja gesti úr öðrum sveitarfélögum beri að garði.

...
Meira
Frá umhverfisdeginum 2014.
Frá umhverfisdeginum 2014.

Á það skal minnt sem hér hefur komið fram, að umhverfisdagurinn árvissi í Reykhólahreppi er á morgun, laugardag. Að venju er hvatt til hreinsunar bæði í þorpinu og sveitunum. Hvað Reykhólaþorp og nánasta umhverfi þess varðar, þá hefur verið ákveðið að hittast í skólanum kl. 11 og skipta með sér verkum.

...
Meira

Minnt skal á lokahátíð sunnudagaskólanna í Dala-, Hólmavíkur- og Reykhólaprestakalli, sem verður í Tjarnarlundi í Saurbæ núna á sunnudag, 8. maí, og hefst kl. 13. Á dagskránni verður spennandi leiksýning með Hafdísi og Klemma, sem að minnsta kosti krakkarnir ættu að þekkja, en sýningin hentar öllum aldurshópum. Grillaðar pylsur og Svali verða í boði.

...
Meira
5. maí 2016

Dýrleg vinátta

Ný íslensk heimildamynd, sem ber heitið Dýrleg vinátta og fjallar um einstakt samband íslenskra æðarbænda við æðarfuglinn, er á dagskrá Sjónvarpsins (RÚV) kl. 20.05 í kvöld, uppstigningardag. Fylgst er með æðarbændum undirbúa varplandið á vorin og vernda síðan fuglinn yfir viðkvæman varptímann.

...
Meira

Opið verður í Hólabúð á Reykhólum kl. 13-16 á morgun, fimmtudaginn 5. maí, uppstigningardag.

...
Meira
4. maí 2016

Fyrsta opna hús vorsins

Opið hús verður á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum núna á laugardagskvöldið frá klukkan 20. Hægt verður að taka í spil, hitta sveitunga og hafa gaman saman. Bátakaffi verður með tilboð á léttum veitingum af matseðli. „Líka viljum við endilega fá hugmyndir um það hvað fólk vill sjá hjá okkur í sumar. Hlökkum til að hitta sem allra, allra flesta á laugardagskvöldið,“ segir Harpa Eiríksdóttir frkvstj.

...
Meira

61. Fjórðungsþing Vestfirðinga, sem er aðalfundur Fjórðungssambands Vestfirðinga, verður haldið á Ísafirði í dag. Jafnframt verða þar haldnir ársfundir Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Þessir þrír fundir eru nú haldnir á sama stað og tíma í fyrsta sinn. Þar með er verið að skapa vettvang fyrir sveitarstjórnarmenn til að fá auðveldara aðgengi að upplýsingum um fjármál og stöðu samvestfirskra málefna. Af hálfu Reykhólahrepps sækir þingið sveitarstjórnarfólkið Karl Kristjánsson oddviti, Áslaug Berta Guttormsdóttir, Ágúst Már Gröndal og Sandra Rún Björnsdóttir ásamt Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sveitarstjóra.

...
Meira

Háskólalestin verður í Búðardal á föstudag og laugardag, 6. og 7. maí, fyrst í skólanum með námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir nemendur í Auðarskóla og Reykhólaskóla og síðan í Dalabúð með fjöruga Vísindaveislu fyrir alla. Vindmyllusmíði, efnafræði, vísindaheimspeki, stjörnufræði og japanska eru meðal námskeiða sem í boði verða fyrir eldri bekki Auðarskóla og Reykhólaskóla. Síðan er öllu heimafólki í Dalabyggð og Reykhólahreppi boðið í Vísindaveisluna.

...
Meira

Hefur þú unnið skrifstofustörf í þrjú ár eða lengur Ertu orðinn 23 ára? Viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaði? Viltu bæta við menntun þína á framhaldsskólastigi? Þá er raunfærnimat í skrifstofugreinum kannski eitthvað fyrir þig. Tilgangur raunfærnimats er að gefa út staðfestingu sem einstaklingur getur notað til:

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30