Tenglar

Frá þjóðveginum um Fellsströnd í Dalabyggð. Ljósm. Skessuhorn.
Frá þjóðveginum um Fellsströnd í Dalabyggð. Ljósm. Skessuhorn.

Að mati Helgu Arnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), er það áhyggjuefni að fjárfesting ríkisins í vegaframkvæmdum hafi ekki verið í takti við fjölgun ferðamanna undanfarin ár. „Slakt vegakerfi kemur í veg fyrir alla landsbyggðar-þróun enda eru samgönguinnviðir lífæð ferðaþjónustu og forsenda byggðaþróunar,“ segir Helga, en útlit er fyrir að fjárfesting færist í meira mæli út á landsbyggðina næstu ár. „Þá má ekki gleyma öryggisþættinum sem við erum farin að hafa verulegar áhyggjur af. Það er því óskiljanlegt að áætlað fjármagn sem hluti af vergri landsframleiðslu til uppbyggingar samgöngumannvirkja hefur ekki verið lægra síðan árið 1953.“

...
Meira
Dr. Karl Gunnarsson og María Maack líffræðingur á Reykhólum.
Dr. Karl Gunnarsson og María Maack líffræðingur á Reykhólum.
1 af 19

„Að mínum dómi skutu tölur sem Karl birti og það sem fram kom í umræðum, einkum frá Þresti Reynissyni, stoðum undir það sem við hjá Þörungaverksmiðjunni höfum haldið fram, að þangið í Breiðafirði þoli ekki mikið meiri nýtingu miðað við óbreytta stýringu verksmiðjunnar og áframhaldandi ísalausa vetur,“ segir Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Þar er hann að tala um tvo fyrirlestra sem dr. Karl Gunnarsson, sérfræðingur í þangi og þara hjá Hafrannsóknastofnun, flutti á Reykhólum fyrir nokkru, og umræður í kjölfar þeirra. Karl hefur um langt árabil stundað rannsóknir í Breiðafirði og gjörþekkir fjörðinn, lífríkið og aðstæður allar á svæðinu. Á árum áður kom hann oft í Þörungaverksmiðjuna og núna hafa þau tengsl verið endurvakin.

...
Meira
Flutningabíll á leið suður með ferskan lax fastur í drullu á Hjallahálsi.
Flutningabíll á leið suður með ferskan lax fastur í drullu á Hjallahálsi.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV) hefur samþykkt umsögn ásamt greinargerð varðandi samgönguáætlun 2015-2018, en hún byggist á vinnu samgöngunefndar FV. Formaður og framkvæmdastjóri gengu á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í fyrradag og kynntu efni umsagnarinnar. Auk fulltrúa FV sátu fundinn formenn og framkvæmdastjórar Eyþings og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. „Fundurinn stóð í um tvo tíma og það er mat mitt, að stóru verkefnin á Vestfjörðum hafa almennan hljómgrunn í umhverfis- og samgöngu-nefnd og við fáum góð orð frá félögum okkar í öðrum landshlutum,“ segir Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri FV.

...
Meira
Hugmyndir á súpufundi.
Hugmyndir á súpufundi.
1 af 4

Liðlega þrjátíu manns úr þremur sveitarfélögum auk þriggja ráðgjafa frá Alta sátu í gærkvöldi hugmyndasúpufund í Tjarnarlundi í Saurbæ, þar sem lagðar voru línurnar vegna sameiginlegs svæðisskipulags Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Björg Ágústsdóttir, Herborg Árnadóttir og Matthildur Kr. Elmarsdóttir frá ráðgjafastofunni Alta kynntu verkefnið en síðan var hugmyndavinna í þremur hópum um ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og aðra framleiðslu úr auðlindum svæðisins.

...
Meira
27. apríl 2016

Rafbíl eða bíða?

1 af 2

Langar okkur ekki öll í rafmagnsbíl? Svona hljóðlausa kerru sem skýst niður í verksmiðjur og til Hólmavíkur án þess að eyða dropa? Það eina sem þarf er góð og örugg innstunga, ýmist í bílskúrnum eða snúra út um þvottaherbergisgluggann. Ég ætla ekkert að auglýsa nein merki hér, en núna hafa þessir bílar líklega náð því markaðsverði sem búast má við. Rafgeymar hafa tekið miklum framförum á undanförnum áratug, en þær munu líklega hægjast úr þessu. Það sést best á því hve margar tegundir eru komnar í sölu, litlir og meðalstórir bílar með drægi upp í og yfir 150 km.

...
Meira

Vinnuskóli verður starfandi sumarið 2016 frá 1. júní til og með 6. júlí, með þeim fyrirvara að næg þátttaka náist. Flokksstjóri verður Jóhanna Ösp. Rétt til starfa í skólanum hafa börn fædd 2000-2003, nemendur í Reykhólaskóla skólaárið 2015-2016. Hámarksfjöldi nemenda verður 14.

...
Meira
Sr. Hildur Björk, Bjartur Stefán og Ásta Sjöfn skólastjóri Reykhólaskóla.
Sr. Hildur Björk, Bjartur Stefán og Ásta Sjöfn skólastjóri Reykhólaskóla.

Í tilefni af 35 ára afmæli Umhyggju – félags til stuðnings langveikum börnum, ákvað stjórn félagsins að veita skólum á landsbyggðinni sem sinna vel börnum með sérþarfir styrk til að geta bætt og endurnýjað aðbúnað. Reykhólaskóli var einn af þeim fyrirmyndarskólum sem valdir voru til að hljóta þennan afmælisstyrk Umhyggju.

...
Meira

Sala á kindakjöti var fjórðungi meiri fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tímabili á síðasta ári. Sala á íslensku nautakjöti jókst litlu minna. Sala jókst á öllum tegundum kjöts fyrstu þrjá mánuði þessa árs, samkvæmt yfirliti Matvælastofnunar um framleiðslu og sölu búvara. Hluti skýringarinnar er talinn vera að hluti páskasölunnar á síðasta ári kom fram í aprílmánuði, en öll kjötsalan fyrir páskana núna í ár var í mars. Þannig má skýra 5-6% söluaukningu á alifugla- og svínakjöti og væntanlega samsvarandi aukningu á sölu kindakjöts.

...
Meira

Védís Fríða Kristjánsdóttir á Stað á Reykjanesi í Reykhólasveit fermdist á sunnudaginn í gömlu fallegu kirkjunni heima. Foreldrar hennar eru Rebekka Eiríksdóttir og Kristján Þór Ebenezersson, sem búa félagsbúi á Stað ásamt foreldrum Rebekku, þeim Sigfríði Magnúsdóttur og Eiríki Snæbjörnssyni. Védís Fríða á eina systur, Anítu Hönnu, sem er tæpum þremur árum yngri. Án þess að hérna verði farið neitt náið í ættfræði, þá mætti ef til vill segja ofurlítil deili á fólki.

...
Meira
Þörungaverksmiðjan / ÁG 2013.
Þörungaverksmiðjan / ÁG 2013.

Þörungaverksmiðjan hf. á Reykhólum óskar eftir að ráða í eftirtalin störf: Sumarafleysingar í verksmiðju og við löndun. Störf á verkstæði við viðhald og viðgerðir. Viðhaldsformann á verkstæði félagsins. Æskileg reynsla og hæfni:

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30