Tenglar

Reykhólaskóli / Árni Geirsson.
Reykhólaskóli / Árni Geirsson.

Leikskóladeild Reykhólaskóla óskar eftir að ráða leikskólakennara (deildarstjóra í tímabundið starf) í 100% starf til eins árs frá og með 12. ágúst. Vinnutími er frá kl. 8 til 16. Hæfniskröfur og annað sem máli skiptir:

...
Meira
Svavar Gestsson, ritstjóri Nýs Breiðfirðings.
Svavar Gestsson, ritstjóri Nýs Breiðfirðings.
1 af 3

Annað heftið af ársritinu Nýjum Breiðfirðingi kemur út á sunnudag, 8. maí. Kynning á ritinu og því sem þetta hefti hefur að geyma verður meginefnið á samkomu í Breiðfirðingabúð við Faxafen, sem hefst kl. 14.30 á sunnudaginn. Hún byrjar með kaffi og hnallþórum og kórsöng og síðan verður fjallað um ársritið. Eftir það verður kynnt endurútgáfa á tónlist Leikbræðra (1945-1955) og diskur verður til sölu á staðnum. Þar verður líka hægt að fá tímaritið Breiðfirðing, bæði nýja heftið og síðan eldri hefti á vægu verði.

...
Meira
Birtingur NK, gamli Börkur, aflahæsta fiskiskip Íslandssögunnar. Mynd: Fréttablaðið/Hákon Ernuson.
Birtingur NK, gamli Börkur, aflahæsta fiskiskip Íslandssögunnar. Mynd: Fréttablaðið/Hákon Ernuson.

Átak Síldarvinnslunnar í Neskaupstað þar sem starfsmönnum er boðin ristilspeglun þeim að kostnaðarlausu hefur þegar skilað markverðum árangri. Yfirlæknir á sjúkrahúsinu á staðnum segir allar líkur á því að þegar hafi verið komið í veg fyrir krabbamein. „Ég tel mig geta sagt með töluverðri vissu að frumkvæði fyrirtækisins hafi að öllum líkindum beinlínis komið í veg fyrir krabbamein,“ segir Jón H. H. Sen, yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, sem hefur umsjón með ristilspeglunum starfsfólksins.

...
Meira
30. apríl 2016

Opnað í Hótel Bjarkalundi

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit.
Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit.

Þetta árið verður opnað formlega í Hótel Bjarkalundi á morgun, sunnudag 1. maí, og sveitungum boðið að líta inn í tilefni þess. „Þó að við opnum formlega á morgun, þá hefur verið gestkvæmt hjá okkur síðan á sumardaginn fyrsta,“ segir Logi Arnar Guðjónsson hótelstjóri. „Sumarið lítur vel út og bókanir eru um 70-80% fleiri en á sama tíma í fyrra.“

...
Meira

Lokahátíð sunnudagaskólanna í Dala-, Hólmavíkur- og Reykhóla-prestakalli verður í Tjarnarlundi í Saurbæ á sunnudaginn eftir viku, 8. maí, og hefst kl. 13. Á dagskránni verður spennandi leiksýning með Hafdísi og Klemma, sem krakkarnir ættu að þekkja. Sýningin hentar öllum aldurshópum. Grillaðar pylsur og Svali verða í boði.

...
Meira
Frá umhverfisdeginum 2014.
Frá umhverfisdeginum 2014.

Umhverfisdagurinn árvissi í Reykhólahreppi verður að þessu sinni laugardaginn 7. maí. Að venju er hvatt til hreinsunar bæði í þorpinu og sveitunum. Hvað Reykhólaþorp varðar, þá hittist fólk yfirleitt á einhverjum tilteknum stað og tíma og skiptir með sér verkum. Greint verður frá því hér á vefnum þegar nær dregur.

...
Meira

Vísindamenn við háskólann í Árósum hafa birt bráðabirgðauppgjör rannsóknar sinnar á hagkvæmni þess að lengja mjaltaskeið kúnna úr hinum algengu 12-13 mánuðum í 15 eða 17 mánuði. Í ljós kom að það getur haft jákvæð áhrif á búreksturinn að halda kúnum heldur sjaldnar en gert er í dag, séu allar forsendur réttar fyrir slíkri ákvörðun. Vissulega gerist það að afurðasemi kúnna fellur eftir því sem á líður. Á móti kemur sparnaður í fóðri og dýralæknakostnaði og vegna minni frjósemisvandamála.

...
Meira
Frá fundinum. Ljósm. bondi.is.
Frá fundinum. Ljósm. bondi.is.

Bændasamtökin héldu nýlega kynningarfund um fjárfestingaþörf í landbúnaði og nýja búvörusamninga fyrir fulltrúa fjármálafyrirtækja, Byggðastofnunar og lífeyrissjóða. Sindri Sigurgeirsson, formaður samtakanna, fór yfir þær breytingar sem nýir búvörusamningar fela í sér og einnig þau tækifæri sem í þeim liggja fyrir bændur. Jóhanna Lind Elíasdóttir og Runólfur Sigursveinsson, ráðgjafar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins, fjölluðu síðan um rekstrarumhverfi landbúnaðarins almennt og undirliggjandi fjárfestingarþörf.

...
Meira
Jón Þór Kjartansson í sumarblíðu einhvers staðar suður í Evrópu.
Jón Þór Kjartansson í sumarblíðu einhvers staðar suður í Evrópu.
1 af 12

Jón Þór Kjartansson á Reykhólum varð sextugur á mánudag, 25. apríl. Í tilefni afmælisins verður hann með opið hús í borðsal Reykhólaskóla milli kl. 20 og 24 annað kvöld, laugardag. Þar verða á borðum léttar veitingar að hætti Ingu og vonast hann til að sjá sem flesta vini og kunningja við þetta tækifæri.

...
Meira
Ungmennin voru til fyrirmyndar.
Ungmennin voru til fyrirmyndar.
1 af 5

Rapparinn Emmsjé Gauti og Úlfur Úlfur ásamt skífuþeysi (DJ) héldu uppi kraftinum á unglingaballi á vegum Reykhólaskóla sem haldið var í íþróttahúsinu á Reykhólum í gærkvöldi. Hartnær 200 krakkar sóttu ballið, en auk nemenda í Reykhólaskóla voru þar ungmenni frá Hólmavík, Búðardal, Tálknafirði, Vesturbyggð, Kleppjárnsreykjum, Varmalandi í Borgarfirði og Borgarnesi og af Snæfellsnesi. Þarna var mikið fjör og mikið gaman og ungmennin sem sóttu þetta fjölmenna ball voru í alla staði til fyrirmyndar, segir Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir skólastjóri.

...
Meira

Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30