Fermingarmessa í Reykhólakirkju á morgun
Þrjár fermingarmessur verða hjá sr. Hildi Björk Hörpudóttur sóknarpresti í Reykhólaprestakalli þetta vorið. Sú fyrsta verður á Reykhólum kl. 13 á morgun, laugardag. Þá fermast eftirtalin börn:
...Meira
Þrjár fermingarmessur verða hjá sr. Hildi Björk Hörpudóttur sóknarpresti í Reykhólaprestakalli þetta vorið. Sú fyrsta verður á Reykhólum kl. 13 á morgun, laugardag. Þá fermast eftirtalin börn:
...Við Íslendingar erum oft feimin við að vera öðruvísi en aðrir. Vísað er til þess að spilavíti séu leyfð t.d. í Danmörku og Svíþjóð og að vítt og breitt um heiminn þyki þetta eðlilegur hlutur. En er ekki allt í lagi að við séum ekki nákvæmlega eins og allir aðrir, ef við erum ekki sannfærð um að þetta geri Ísland eftirsóknarverðara eða mannlífið betra, heldur auki frekar á vandann vegna spilafíknar? Þeir sem tala fyrir lögleiðingu spilavíta telja að betra sé að fá þessa starfsemi upp á yfirborðið, að frelsið eigi að vera að leiðarljósi og hætta eigi forræðishyggju. En frelsi eins getur verið helsi annars, og horfa verður til samfélagslegra, siðferðislegra og lýðheilsulegra sjónarmiða í þessu samhengi.
...Hrútaverðlaun Sauðfjárræktarfélags Reykhólahrepps, sem veitt voru á aðalfundi félagsins í vikunni, féllu öll í skaut þremur bæjum, þ.e. Árbæ, Félagsbúinu á Stað og Fremri-Gufudal. Indiana Svala Ólafsdóttir á Reykhólum lét af starfi ritara í stjórn félagsins en Árný Huld Haraldsdóttir á Bakka í Geiradal tók við. Eiríkur Snæbjörnsson á Stað gegnir áfram formennsku og Karl Kristjánsson á Kambi starfi gjaldkera. Gestur fundarins var Lárus Birgisson, starfsmaður Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.
...Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar verður haldinn í matsal Reykhólaskóla miðvikudaginn 30. mars og hefst kl. 20.30. Meðal dagskrárliða eru breytingar á lögum félagsins og kosning nýrrar stjórnar.
...Óskað er eftir starfsmanni 20 ára eða eldri í 50-75% stöðu á Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum í sumar. Vinnutími kl. 10.45-17.30 og einhver kvöld. Mikilvægt er að umsækjendur séu jákvæðir, duglegir og samviskusamir, hafi gaman af samskiptum við fólk og séu kunnugir Reykhólahreppi og því sem hann hefur að bjóða. Jafnframt er kunnátta í erlendum tungumálum mikilvæg, sérstaklega ensku. Reynsla af þjónustustörfum er kostur.
...Þörungaverksmiðjan hf. leitar að duglegum og jákvæðum starfsmönnum í ýmis störf sem tengjast þangvertíð 2016. Æskileg reynsla og hæfni:
...Árshátíð Reykhólaskóla verður haldin í íþróttahúsi skólans í kvöld, fimmtudag. Þemað á hátíðinni verður níundi áratugurinn (árabilið frá 1980 til 1990) og sitthvað sem tengist honum. Nemendur verða með tískusýningu þar sem verður sýndur fatnaður og greiðslur frá þessum tíma. Tónlist frá tímabilinu hljómar (Duran Duran og Wham) og dansflokkurinn verður með atriði.
...„Í drögunum er hvorki tekið tillit til þess að Þörungaverksmiðjan hefur starfað hér í 40 ár og eigi hefðar- eða forgangsrétt að nýtingu þangs og þara, eða að hún hefur unnið á sjálfbæran hátt og haft allan Breiðafjörð undir. Þeir sem reynsluna hafa telja ekki grundvöll fyrir meiri nýtingu,“ segir Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, um drög að frumvarpi um öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni og reglugerð þar að lútandi.
...María Játvarðardóttir, félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps, verður í orlofi frá 18. til 30. mars. Venjulega er hún með viðveru á Reykhólum á mánudögum en aðra virka daga á Hólmavík.
...Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps, og Finnur Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, áttu á mánudag fundi með þingmönnum NV-kjördæmis og kynntu þeim sjónarmið sveitarfélagsins og verksmiðjunnar gagnvart fyrirhugaðri löggjöf um nytjar þangs og þara. Jafnframt því sem þau reifuðu málin afhentu þau þingmönnunum umsagnir sínar og sveitarstjórnarinnar varðandi fyrirhugaðar breytingar á lögum og reglugerð, auk umsagnar Fjórðungssambands Vestfirðinga. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrsti þingmaður kjördæmisins, kom þessum fundum á samkvæmt sérstakri ósk Finns.
...